Tími til að notast við réttar tölur Sigurjón Þórðarson, Eydís Ásbjörnsdóttir og Eiríkur Björn Björgvinsson skrifa 25. júní 2025 13:32 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Sigurjón Þórðarson Eydís Ásbjörnsdóttir Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), Heiðrún Lind Marteinsdóttir, skrifaði grein sem birtist á þessum vettvangi í gær. Þar eru settar fram alvarlegar rangfærslur til að fóðra þann málflutning samtakanna að veiðigjöld muni hækka langt umfram það sem frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda segir til um. Látið er að því liggja að útreikningar sem sýni þetta byggi á tölum frá Skattinum. Fyrir liggur, og hefur legið fyrir í marga daga, að þær tölur sem settar eru fram af meirihluta atvinnuveganefndar í nefndaráliti hans eru réttar tölur. Tölur sem minnihluti nefndarinnar setur fram í sínum álitum, og byggja á sama grunni og rangar tölur SFS, eru rangar. Þetta var, enn og aftur, staðfest af fulltrúa Skattsins á fundi atvinnuveganefndar í morgun. 40 milljónir verða að 2,3 milljörðum Í grein Heiðrúnar Lindar er verið að áætla veiðigjald vegna ársins 2025 út frá aflatölum ársins 2023, í stað þess að styðjast við fyrirliggjandi veiðiráðgjöf og þann kvóta sem hefur verið úthlutað. Það er alvarlegur útúrsnúningur. Árið 2023, sem var mjög gott rekstrarár í sjávarútvegi, veiddust til að mynda 330 þúsund tonn af loðnu, en nánast engin loðna veiddist í ár. Árið 2023 veiddust 150 þúsund tonn af makríl en í ár verður aflinn undir 100 þúsund tonnum. Til að setja þetta í samhengi við krónur og aura þá myndi 330 þúsund tonna loðnuveiði skila 2,3 milljörðum króna í veiðigjöld í ár. Raunveruleikinn er sá að loðnuveiðar munu skila um 40 milljónum króna í veiðigjöld. Hækkun blásin upp á röngum forsendum Heiðrún Lind segir í grein sinni að atvinnuvegaráðherra hafi ekki farið með rétt mál þegar hún sagði í ræðustól Alþingis að hækkun veiðigjalda yrði innan þeirra marka sem talað hefur verið um frá upphafi, eða 7 til 8 milljarðar króna á ári. Að hennar mati, byggt á þeim röngu forsendum sem farið var yfir hér að ofan, myndu gjöldin þvert á móti hækka um 14 til 17 milljarða króna. Þarna er framkvæmdastjóri SFS að blása upp ætluð áhrif með því að nota aflatölurnar frá 2023, í stað þess að miða við áætlaðan afla 2025. Ef hún hefði miðað við réttan samanburð þá myndi reikningsdæmið hennar skila því, að teknu tilliti til áhrifa frítekjumarks, að veiðigjöld myndu hækka um 7 til 8 milljarða króna, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði réttilega í ræðustól fyrr í mánuðinum. Skýrt hvaða tölur eru réttar Þegar SFS talar um „mat Skattsins“ þá eru samtökin að vísa í tölur sem nefndar voru á fundi 5. júní síðastliðinn um að veiðigjaldið yrði 64 krónur á hvert þorskígildiskíló. Á þeim fundi kom skýrt fram að ekki væru komnar upplýsingar frá Fiskistofu til að fullklára útreikninga. Þetta væru vinnugögn. Þar kom líka skýrt fram að um innherjaupplýsingar væri að ræða sem trúnaður þyrfti að ríkja um. Það kom í ljós að þær tölur byggðu að hluta á tölum yfir óslægðan afla en ekki slægðan, eins og gera skal þegar verið er að finna út verðmæti aflans. Nýir og réttir útreikningar hafa legið fyrir frá 10. júní og réttar tölur voru kynntar fyrir atvinnuveganefnd 12. júní, fyrir næstum tveimur vikum síðan. Hið rétta er að veiðigjaldið er að hækka mun minna á hvert þorskígildiskíló en SFS heldur fram. Þetta kom nær samstundis í ljós eftir umræddan fund, var leiðrétt og allir hlutaðeigandi sem koma að útreikningunum sendu frá sér sameiginlega tilkynningu þess efnis þann 16. júní, eða tveimur dögum áður en önnur umræða um veiðigjaldafrumvarpið hófst. Samt kýs framkvæmdastjóri SFS að notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu. Fleiri hafa gert þá framsetningu að sinni, innan og utan þings. Það er alvarlegt. Höfundar sitja í meirihluta atvinnuveganefndar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun