Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. júní 2025 11:02 Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Landamæri Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun