Gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:46 Við búum í heimi sem breytist á ógnarhraða, samfélagi þar sem álag, hraði og áreiti er normið. Margar vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna fari versnandi og að tíðni ofbeldis meðal ungmenna hafi aukist. Hegðun barna á sér oft rót í undirliggjandi vanlíðan, skertri félagsfærni og tengslarofi, hún er sjaldnast tilviljunarkennd heldur viðbragð við óuppfylltum þörfum í umhverfi þeirra. Við verðum því að staldra við. Við þurfum að endurvekja skilninginn á því hvað það þýðir að vera manneskja. Hvað það þýðir að vera hamingjusöm og farsæl manneskja. Tengsl – lykillinn að hamingju Í streitu og áreiti hversdagsins höfum við misst tenginguna við innri rödd okkar, tilfinningarnar og sjálfan tilganginn. Við höfum jafnvel gleymt því hvernig það er að vera í hlýju og kærleik við aðra manneskju, við okkur sjálf eða við náttúruna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að góð tengsl við okkur sjálf, aðra og umhverfið eru meðal sterkustu forspárþátta hamingju. Það kallar á að við endurhugsum hvernig við skilgreinum hamingju og hvað við viljum kenna börnunum okkar. Við þurfum að afbyggja gamlar hugmyndir vestrænnar sældarhyggju, sem virðist vera rotin og gömul hegðunarmynstur okkar vestrænna þjóða þar sem hamingja er metin út frá neyslu, samanburði og yfirborðslegum árangri. Í menningu þar sem við keppumst um að vera meira, eiga flottustu bílana og merkjavörurnar gleymum við að ódauðlaugu hlutirnir sem við freistumst til að kaupa leggja ekkert marktækt til hamingju okkar. Hugmyndin um að hamingja felist í því að eignast sífellt meira, stærra og dýrara er villandi tálsýn. Þó neysla geti veitt skammvinna ánægju, hefur hún lítil áhrif á djúpstæða og varanlega hamingju. Það sem raunverulega nærir okkur og veitir okkur hamingju eru óáþreifanleg gæði, hlý tengsl, nánd og innri kyrrð. Lykillinn liggur í menntun í félags- og tilfinningafærni Í grunnskólanámskrá Finnlands, sem margir líta til sem fyrirmynd, er félags- og tilfinningafærni hluti af kjarna menntunar. Lögð er sérstök áhersla á velsæld (e.well-being), samkennd, sjálfsvitund og tilfinningastjórnun. Það er engin tilviljun að Finnland hefur verið í efsta sæti World Happiness Report í sjö ár í röð, þar sem samfélagið byggir á hugmyndinni um heildræna vellíðan, ekki eingöngu mælda í árangri, heldur í líðan og tengslum. Með því að kenna börnum okkar hvað felst í því að vera farsæl manneskja – að vera tilfinningalega meðvituð og tengd – þá hjálpum við þeim að lifa heilbrigðara og hamingjusamara lífi. Við eigum að kenna þeim að hlusta á eigin mennsku. Að þekkja tilfinningar sínar, mæta þeim með kærleika og góðvild og læra leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður með sjálfsumhyggju. Það er mikilvægt að leiða börn inn í heim jákvæðrar hugsunar, því þannig læra þau að treysta á eigin styrk, takast á við hindranir og finna meira jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Þegar börn temja sér þann hugsunarhátt að áskoranir séu ekki hindranir heldur tækifæri til vaxtar, þróa þau með sér viðhorf sem styður við seiglu, trú á eigin getu og getu til að sækjast eftir árangri á eigin forsendum. Lífið býður upp á alls kyns reynslu og ekki er alltaf auðvelt að halda jákvæðu hugarfari þegar á móti blæs. Þá skiptir miklu máli að þjálfa hugrekki tilfinninganna og að leyfa sér að finna, setja orð á og skilja tilfinningarnar sem búa innra með okkur. Með því styrkjum við innsæi okkar og færni til að takast á við tilveruna af samkennd og sjálfstrausti. Í kjarnann snýst þetta um að efla félags- og tilfinningafærni barna okkar, færni sem er í raun undirstaðan að vellíðan, tengslum og árangri í lífinu. Samfélagið byrjar hjá okkur sjálfum Samfélagið er skapað af fólkinu sem það byggir. Halla Tómasdóttir forseti og frábær fyrirmynd, hefur einmitt minnt okkur á mikilvægi þess að setja ljósið á eigin líðan og nærveru. Með því leggjum við okkar af mörkum til heilbrigðs og sammannlegs samfélags. Hlustum á eigin mennsku og finnum aftur taktinn sem heiminum var aldrei ætlað að missa – takt náttúrunnar, kærleikans og tengsla. Hægjum á. Verum meðvituð. Verum tengd og gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik í lífi barnanna okkar. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Heimildaskrá Diener, E., & Seligman, M. E. P. (2002). Very happy people. Psychological Science, 13(1), 81–84. https://doi.org/10.1111/1467-9280.00415 Goleman, D. (1995). Emotional intelligence: Why it can matter more than IQ. Bantam Books. Sótt af https://asantelim.wordpress.com/wp-content/uploads/2018/05/daniel-goleman-emotional-intelligence.pdf Helliwell, J. F., Layard, R., Sachs, J. D., De Neve, J.-E., Aknin, L. B., & Wang, S. (ritstj.). (2025). World Happiness Report 2025. Wellbeing Research Centre, Háskólinn í Oxford. Sótt af https://worldhappiness.report/ed/2025/ King, L. A., & Napa, C. K. (1998). What makes a life good? Journal of Personality and Social Psychology, 75(1), 156–165. Sótt af: https://doi.org/ 10.1037/0022-3514.75.1.156 Mäkinen, T., Virtanen, A., & Kostiainen, E. (2024). Social and Emotional Learning in Finnish Physical Education Teacher Education. Journal of Teaching in Physical Education. Sótt af: https://doi.org/10.1123/jtpe.2024-0120 Ryan, R. M., & Deci, E. L. (2000). Self-determination theory and the facilitation of intrinsic motivation, social development, and well-being. American Psychologist, 55(1), 68–78. https://doi.org/10.1037/0003-066X.55.1.68 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Við búum í heimi sem breytist á ógnarhraða, samfélagi þar sem álag, hraði og áreiti er normið. Margar vísbendingar eru um að geðheilsa barna og ungmenna fari versnandi og að tíðni ofbeldis meðal ungmenna hafi aukist. Hegðun barna á sér oft rót í undirliggjandi vanlíðan, skertri félagsfærni og tengslarofi, hún er sjaldnast tilviljunarkennd heldur viðbragð við óuppfylltum þörfum í umhverfi þeirra. Við verðum því að staldra við. Við þurfum að endurvekja skilninginn á því hvað það þýðir að vera manneskja. Hvað það þýðir að vera hamingjusöm og farsæl manneskja. Tengsl – lykillinn að hamingju Í streitu og áreiti hversdagsins höfum við misst tenginguna við innri rödd okkar, tilfinningarnar og sjálfan tilganginn. Við höfum jafnvel gleymt því hvernig það er að vera í hlýju og kærleik við aðra manneskju, við okkur sjálf eða við náttúruna. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að góð tengsl við okkur sjálf, aðra og umhverfið eru meðal sterkustu forspárþátta hamingju. Það kallar á að við endurhugsum hvernig við skilgreinum hamingju og hvað við viljum kenna börnunum okkar. Við þurfum að afbyggja gamlar hugmyndir vestrænnar sældarhyggju, sem virðist vera rotin og gömul hegðunarmynstur okkar vestrænna þjóða þar sem hamingja er metin út frá neyslu, samanburði og yfirborðslegum árangri. Í menningu þar sem við keppumst um að vera meira, eiga flottustu bílana og merkjavörurnar gleymum við að ódauðlaugu hlutirnir sem við freistumst til að kaupa leggja ekkert marktækt til hamingju okkar. Hugmyndin um að hamingja felist í því að eignast sífellt meira, stærra og dýrara er villandi tálsýn. Þó neysla geti veitt skammvinna ánægju, hefur hún lítil áhrif á djúpstæða og varanlega hamingju. Það sem raunverulega nærir okkur og veitir okkur hamingju eru óáþreifanleg gæði, hlý tengsl, nánd og innri kyrrð. Lykillinn liggur í menntun í félags- og tilfinningafærni Í grunnskólanámskrá Finnlands, sem margir líta til sem fyrirmynd, er félags- og tilfinningafærni hluti af kjarna menntunar. Lögð er sérstök áhersla á velsæld (e.well-being), samkennd, sjálfsvitund og tilfinningastjórnun. Það er engin tilviljun að Finnland hefur verið í efsta sæti World Happiness Report í sjö ár í röð, þar sem samfélagið byggir á hugmyndinni um heildræna vellíðan, ekki eingöngu mælda í árangri, heldur í líðan og tengslum. Með því að kenna börnum okkar hvað felst í því að vera farsæl manneskja – að vera tilfinningalega meðvituð og tengd – þá hjálpum við þeim að lifa heilbrigðara og hamingjusamara lífi. Við eigum að kenna þeim að hlusta á eigin mennsku. Að þekkja tilfinningar sínar, mæta þeim með kærleika og góðvild og læra leiðir til að takast á við erfiðar aðstæður með sjálfsumhyggju. Það er mikilvægt að leiða börn inn í heim jákvæðrar hugsunar, því þannig læra þau að treysta á eigin styrk, takast á við hindranir og finna meira jafnvægi og gleði í daglegu lífi. Þegar börn temja sér þann hugsunarhátt að áskoranir séu ekki hindranir heldur tækifæri til vaxtar, þróa þau með sér viðhorf sem styður við seiglu, trú á eigin getu og getu til að sækjast eftir árangri á eigin forsendum. Lífið býður upp á alls kyns reynslu og ekki er alltaf auðvelt að halda jákvæðu hugarfari þegar á móti blæs. Þá skiptir miklu máli að þjálfa hugrekki tilfinninganna og að leyfa sér að finna, setja orð á og skilja tilfinningarnar sem búa innra með okkur. Með því styrkjum við innsæi okkar og færni til að takast á við tilveruna af samkennd og sjálfstrausti. Í kjarnann snýst þetta um að efla félags- og tilfinningafærni barna okkar, færni sem er í raun undirstaðan að vellíðan, tengslum og árangri í lífinu. Samfélagið byrjar hjá okkur sjálfum Samfélagið er skapað af fólkinu sem það byggir. Halla Tómasdóttir forseti og frábær fyrirmynd, hefur einmitt minnt okkur á mikilvægi þess að setja ljósið á eigin líðan og nærveru. Með því leggjum við okkar af mörkum til heilbrigðs og sammannlegs samfélags. Hlustum á eigin mennsku og finnum aftur taktinn sem heiminum var aldrei ætlað að missa – takt náttúrunnar, kærleikans og tengsla. Hægjum á. Verum meðvituð. Verum tengd og gefum heimild fyrir kyrrð og kærleik í lífi barnanna okkar. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi, með MA-diploma í jákvæðri sálfræði, jóga- og núvitundarkennari og eigandi Eirð náttúruhús, eird.is Heimildaskrá Diener, E., & Seligman, M. E. P. (2002). Very happy people. Psychological Science, 13(1), 81–84. https://doi.org/10.1111/1467-9280.00415 Goleman, D. (1995). Emotional intelligence: Why it can matter more than IQ. Bantam Books. Sótt af https://asantelim.wordpress.com/wp-content/uploads/2018/05/daniel-goleman-emotional-intelligence.pdf Helliwell, J. F., Layard, R., Sachs, J. D., De Neve, J.-E., Aknin, L. B., & Wang, S. (ritstj.). (2025). World Happiness Report 2025. Wellbeing Research Centre, Háskólinn í Oxford. Sótt af https://worldhappiness.report/ed/2025/ King, L. A., & Napa, C. K. (1998). What makes a life good? Journal of Personality and Social Psychology, 75(1), 156–165. Sótt af: https://doi.org/ 10.1037/0022-3514.75.1.156 Mäkinen, T., Virtanen, A., & Kostiainen, E. (2024). Social and Emotional Learning in Finnish Physical Education Teacher Education. Journal of Teaching in Physical Education. Sótt af: https://doi.org/10.1123/jtpe.2024-0120 Ryan, R. M., & Deci, E. L. (2000). Self-determination theory and the facilitation of intrinsic motivation, social development, and well-being. American Psychologist, 55(1), 68–78. https://doi.org/10.1037/0003-066X.55.1.68
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun