„Drifkraftur að óöryggi og óvissu“ Hjálmtýr Heiðdal skrifar 24. júní 2025 11:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali um árás Ísraels á Íran á Rás 2. 20. júní. sl. „að Íran er helsti drifkrafturinn að óöryggi og óvissu á svæðinu“. Það er sannleikur í þessum orðum hennar – en ekki sá sem hún ætlar okkur að meðtaka. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru ekki Norðurlöndin eða Evrópa sem Íran ógnar og gerir óörugg og óviss, líkt og ÞGK sagði í viðtali á visir.is 22. 6. sl. – heldur eru það fyrst og fremst Ísrael og Bandaríkin sem telja Íran vera ógn við sig og sín áform. Glæpur Írans er ekki möguleg framleiðsla kjarnorkuvopna. Það er andstaða Írana við glæpaverk Ísraels og stuðningur þeirra við Palestínumenn. Þess vegna er ráðist gegn landinu. Yfirvarpið er auðvitað eins og þegar ráðist var á Írak; Saddam var einnig sakaður um framleiðslu gereyðingavopna. Þá var útvarpað þeirri lygi að Írak ógnaði heimsbyggðinni. Saddam studdi einnig Palestínumenn og ógnaði þar með Ísrael – og fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Saddam kúgaði Íraka en hann átti engin gereyðingavopn. Klerkastjórnin í Íran brýtur gegn mannréttindum Írana en stjórnin ógnar ekki heimsbyggðinni. Stjórn Írans ógnar öryggi Ísraels og stefnu Bandaríkjanna. Í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í mars sl. sagði Tulsi Gabbard yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar „að Íran sé ekki að smíða kjarnorkuvopn og að æðsti leiðtoginn Khamenei hafi ekki heimilað kjarnorkuvopnaáætlunina sem hann stöðvaði árið 2003“. Að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er úranið sem Íranir hafa auðgað ekki nothæft til kjarnorkuvopnaframleiðslu og það tæki marga mánuði að undirbúa og smíða kjarnorkuvopn ef Íranir ætluðu að gera það. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, segir að engar vísbendingar séu til þess að Íran sé að smíða kjarnorkusprengju. Bandaríkin bera ábyrgð Til þess að málið sé skoðað í samhengi verður að minnast þess að það var Trump sem sagði Bandaríkin frá þeim samningi sem þau ásamt Bretlandi, Rússlandi, Kína, Þýskalandi og Frakklandi gerðu við Íran árið 2015 um þróun kjarnorkuiðnaðar landsins. Og til þess að skilja hver þáttur og ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessi máli öllu er rétt að minna að kjarnorkuþróun Íran hófst á tímum Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara með fulltingi Bandaríkjanna. Enda var keisarinn bandamaður BNA og kúgaði þjóð sína grimmt eftir að Bandaríkin og Bretland komu honum til valda þegar CIA og MI6 steyptu lýðræðislega kjörinni stjórnMohammad Mosaddegh árið 1953. Uppeldisstöð andspyrnunnar ÞKG sagði ennfremur: „Við skulum hafa það í huga að þótt að samkvæmt alþjóðalögum eru þessar árásir Ísraels [á Íran] ólögmætar, það var ekkert sem gaf til kynna að Íran væri að ráðast á Ísrael“ Þetta er rétt hjá Þorgerði - Íran hefur aldrei ráðist á Ísrael. Íran hefur eingöngu svarað ólöglegum árásum Ísraels. Og ÞKG kemur sjálf með skýringu hvers vegna Íran ógnar Ísrael: „Þeir hafa verið ákveðin uppeldisstöð bæði fyrir Hamas og Hezbollah og Húta í Jemen ...“ Hverskonar hreyfingar eru það sem Íran styður? Það eru andspyrnuhreyfingar gegn yfirgangi og árásum Ísraels. Þær ógna öryggi Ísraels, landsins sem hefur ítrekað ráðist gegn nágrannalöndum sínum og rænt landi og drepið fólk. Hezbollah hreyfingin var stofnuð eftir innrás Ísraels í Líbanon 1982. Þá drap Ísraelsher tugþúsundir Líbana og ollu gífurlegu eignatjóni. Hamas var stofnað 1987 eftir fjörtíu ára kúgun síonistastjórna Ísraels gegn Palestínumönnum. Hútar eru andspyrnuhreyfing í Yemen sem hefur stutt Palestínumenn með aðgerðum sínum gegn skipaflutningum sem gagnast Ísrael – og ógnar því Ísrael. Það ber allt að sama brunni, hreyfingar sem Íran styður eru andstöðuhreyfingar gegn Ísrael og ógnin sem Þorgerður Katrín segir Íran vera við heimsbyggðina er ógnin gegn Ísrael – árásaraðilanum. Trump ræddi árangur sprengjuárásanna á Íran við blaðamenn um borð í flugvél forsetaembættisins Air Force One þ. 22. 6. og sagði: „við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael.“ Það þarf ekki frekar vitnanna við, ógnin er gegn Ísrael – ógnvaldi svæðisins. Stjórnvöld Bandaríkjanna, sem fyrirskipuðu árásir bandarískra sprengjuflugvéla á kjarnorkuver í Íran, hafa ekki neina áætlun um hvað gerist næst í Íran, frekar en þeir höfðu í Afganistan, Írak, Líbýu eða Sýrlandi eftir árásir á þau lönd. Eina markmiðið er að verja Ísrael, útvörð heimsvaldastefnu BNA. Biden fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði 1986 og endurtók nýlega: „ef Ísrael væri ekki til þá þyrftum við að búa það til.“ Þjóðarmorðið heldur áfram Þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínumönnum heldur áfram með stuðningi Vesturveldanna. Árásin á Íran, byggð á lygum, er liður í því að skapa Ísrael sterkari stöðu til að ganga æ harðar fram og á endanum að yfirtaka alla Palestínu eftir dráp á hundruðum þúsunda frumbyggja landsins. Það er óþolandi að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Íslands segi óöryggi Ísraels og Bandaríkjanna vera okkar óöryggi. Með málflutningi sínum gengur hún erinda ríkjanna sem bera ábyrgð á óvissuni og óörygginu auk þjóðarmorðsins í Mið-Austurlöndum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði í viðtali um árás Ísraels á Íran á Rás 2. 20. júní. sl. „að Íran er helsti drifkrafturinn að óöryggi og óvissu á svæðinu“. Það er sannleikur í þessum orðum hennar – en ekki sá sem hún ætlar okkur að meðtaka. Sannleikurinn er nefnilega sá að það eru ekki Norðurlöndin eða Evrópa sem Íran ógnar og gerir óörugg og óviss, líkt og ÞGK sagði í viðtali á visir.is 22. 6. sl. – heldur eru það fyrst og fremst Ísrael og Bandaríkin sem telja Íran vera ógn við sig og sín áform. Glæpur Írans er ekki möguleg framleiðsla kjarnorkuvopna. Það er andstaða Írana við glæpaverk Ísraels og stuðningur þeirra við Palestínumenn. Þess vegna er ráðist gegn landinu. Yfirvarpið er auðvitað eins og þegar ráðist var á Írak; Saddam var einnig sakaður um framleiðslu gereyðingavopna. Þá var útvarpað þeirri lygi að Írak ógnaði heimsbyggðinni. Saddam studdi einnig Palestínumenn og ógnaði þar með Ísrael – og fékk að gjalda fyrir það með lífi sínu. Saddam kúgaði Íraka en hann átti engin gereyðingavopn. Klerkastjórnin í Íran brýtur gegn mannréttindum Írana en stjórnin ógnar ekki heimsbyggðinni. Stjórn Írans ógnar öryggi Ísraels og stefnu Bandaríkjanna. Í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í mars sl. sagði Tulsi Gabbard yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar „að Íran sé ekki að smíða kjarnorkuvopn og að æðsti leiðtoginn Khamenei hafi ekki heimilað kjarnorkuvopnaáætlunina sem hann stöðvaði árið 2003“. Að mati sérfræðinga Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar er úranið sem Íranir hafa auðgað ekki nothæft til kjarnorkuvopnaframleiðslu og það tæki marga mánuði að undirbúa og smíða kjarnorkuvopn ef Íranir ætluðu að gera það. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, segir að engar vísbendingar séu til þess að Íran sé að smíða kjarnorkusprengju. Bandaríkin bera ábyrgð Til þess að málið sé skoðað í samhengi verður að minnast þess að það var Trump sem sagði Bandaríkin frá þeim samningi sem þau ásamt Bretlandi, Rússlandi, Kína, Þýskalandi og Frakklandi gerðu við Íran árið 2015 um þróun kjarnorkuiðnaðar landsins. Og til þess að skilja hver þáttur og ábyrgð Bandaríkjanna er mikil í þessi máli öllu er rétt að minna að kjarnorkuþróun Íran hófst á tímum Mohammad Reza Pahlavi Íranskeisara með fulltingi Bandaríkjanna. Enda var keisarinn bandamaður BNA og kúgaði þjóð sína grimmt eftir að Bandaríkin og Bretland komu honum til valda þegar CIA og MI6 steyptu lýðræðislega kjörinni stjórnMohammad Mosaddegh árið 1953. Uppeldisstöð andspyrnunnar ÞKG sagði ennfremur: „Við skulum hafa það í huga að þótt að samkvæmt alþjóðalögum eru þessar árásir Ísraels [á Íran] ólögmætar, það var ekkert sem gaf til kynna að Íran væri að ráðast á Ísrael“ Þetta er rétt hjá Þorgerði - Íran hefur aldrei ráðist á Ísrael. Íran hefur eingöngu svarað ólöglegum árásum Ísraels. Og ÞKG kemur sjálf með skýringu hvers vegna Íran ógnar Ísrael: „Þeir hafa verið ákveðin uppeldisstöð bæði fyrir Hamas og Hezbollah og Húta í Jemen ...“ Hverskonar hreyfingar eru það sem Íran styður? Það eru andspyrnuhreyfingar gegn yfirgangi og árásum Ísraels. Þær ógna öryggi Ísraels, landsins sem hefur ítrekað ráðist gegn nágrannalöndum sínum og rænt landi og drepið fólk. Hezbollah hreyfingin var stofnuð eftir innrás Ísraels í Líbanon 1982. Þá drap Ísraelsher tugþúsundir Líbana og ollu gífurlegu eignatjóni. Hamas var stofnað 1987 eftir fjörtíu ára kúgun síonistastjórna Ísraels gegn Palestínumönnum. Hútar eru andspyrnuhreyfing í Yemen sem hefur stutt Palestínumenn með aðgerðum sínum gegn skipaflutningum sem gagnast Ísrael – og ógnar því Ísrael. Það ber allt að sama brunni, hreyfingar sem Íran styður eru andstöðuhreyfingar gegn Ísrael og ógnin sem Þorgerður Katrín segir Íran vera við heimsbyggðina er ógnin gegn Ísrael – árásaraðilanum. Trump ræddi árangur sprengjuárásanna á Íran við blaðamenn um borð í flugvél forsetaembættisins Air Force One þ. 22. 6. og sagði: „við höfum komist langt í að útrýma þessari hræðilegu ógn við Ísrael.“ Það þarf ekki frekar vitnanna við, ógnin er gegn Ísrael – ógnvaldi svæðisins. Stjórnvöld Bandaríkjanna, sem fyrirskipuðu árásir bandarískra sprengjuflugvéla á kjarnorkuver í Íran, hafa ekki neina áætlun um hvað gerist næst í Íran, frekar en þeir höfðu í Afganistan, Írak, Líbýu eða Sýrlandi eftir árásir á þau lönd. Eina markmiðið er að verja Ísrael, útvörð heimsvaldastefnu BNA. Biden fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði 1986 og endurtók nýlega: „ef Ísrael væri ekki til þá þyrftum við að búa það til.“ Þjóðarmorðið heldur áfram Þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínumönnum heldur áfram með stuðningi Vesturveldanna. Árásin á Íran, byggð á lygum, er liður í því að skapa Ísrael sterkari stöðu til að ganga æ harðar fram og á endanum að yfirtaka alla Palestínu eftir dráp á hundruðum þúsunda frumbyggja landsins. Það er óþolandi að Þorgerður Katrín utanríkisráðherra Íslands segi óöryggi Ísraels og Bandaríkjanna vera okkar óöryggi. Með málflutningi sínum gengur hún erinda ríkjanna sem bera ábyrgð á óvissuni og óörygginu auk þjóðarmorðsins í Mið-Austurlöndum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun