Á flandri í klandri Jens Garðar Helgason skrifar 23. júní 2025 13:03 Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jens Garðar Helgason Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Hin hálfs árs gamla vinstristjórn sem nú situr við völd hefur heldur betur ekki tvínónað við hlutina og sýnt sitt rétta andlit. Nánast í hverri viku eru boðaðar nýjar og hærri álögur á fólk og fyrirtæki þessa lands. Nú er svo komið að erfitt er að halda utan um allar skatta – og gjaldahækkanirnar sem frá skattaglöðum ráðherrum koma. Íbúar á víð og dreif um landið hafa óskað eftir því að fá áheyrn forsætisráðherra til að ræða frumvarp þar sem leggja á ígildi 75-80% tekjuskatts á eina atvinnugrein - burðarstólpa margra samfélaga um land allt. Ríkisstjórnin ber aftur á móti fyrir sig þjóðarvilja, mældan með spurningavagni Gallup. Virðist ríkisstjórnin almennt ætla að láta stefnu sína ráðast af niðurstöðum slíkra spurningakannanna. En það eru fleiri sem fá að finna fyrir köldum skattafaðmi ríkisstjórnarinnar. Skerða á ellilífeyri verkafólks, allt til að fjármagna nýtt örorkukerfi, ráðast á samsköttun hjóna, leggja á kílómetragjald, þvinga á sveitarfélög í að innheimta hámarksútsvar, sem hefur áhrif á 95 þúsund Íslendinga, loka á ehf. gatinu, auka álögur á ferðaþjónustufyrirtæki, og síðast en sennilega ekki síst, þá hefur ríkisstjórnin boðað auðlindagjald á heitavatnið. Verði þau áform að veruleika munu þau líklega hafa áhrif á meginþorra landsmanna og alls ómögulegt að segja til um það í dag hversu mjög það mun rýra ráðstöfunartekjur heimilanna. Er það mér til efs að spurningavagn hafi verið sendur út til að athuga hvort landsmenn væru til í ofangreindar skattahækkanir. Jón Gnarr er einn af mínum uppáhalds grínistum og stendur svo sannarlega enn undir nafni, en nú í ræðupúlti Alþingis. Þar glensast hann, oft á skoplegan hátt, með mál sem snerta áþreifanlega fólkið í landinu. Fólkinu sjálfu, íbúum þeirra byggðarlaga sem fyrir barði ríkisstjórnarinnar verða, er ekki hlátur í huga. Það verður erfitt fyrir ríkisstjórnina að flissa sig í gegnum öll þau mál þar sem auknar álögur eru boðaðar á fjölskyldurnar í landinu og atvinnulífið. Ríkisstjórnin eyðir meira en hún aflar. Ekkert bólar á hagræðingartillögunum góðu, þess í stað á að seilast dýpra í vasa hins vinnandi manns og fyrirtækjanna í landinu. Síðan á að skreyta sig fjáraustursfjöðrum fyrir annarra manna fé. Það er von mín að forsætisráðherra svari því ákalli að eiga beint samtal við fólk vítt og breitt um landið. Alvöru samtal og enga sýndarmennsku. Í ljósi þess öngstrætis sem vinstristjórnin er komin með flest sín mál legg ég til að slagorð hringferðar ráðherrans verði; Á flandri í klandri. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun