Bandaríkjamenn gera loftárásir á Írani Rafn Ágúst Ragnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. júní 2025 00:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Þeirra á meðal neðanjarðarmiðstöðina til í Fordó til auðgunar úrans sem er grafin áttatíu metrum undir fjalli. Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira
Trump greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum sínum rétt í þessu. Þar segir hann Bandaríkin hafa varpað sprengjum á Fordó, Natanz og Esfahan. Allar flugvélarnar sem notaðar voru til árásanna séu komnar út fyrir íranska lofthelgi. „Fullur farmur af SPRENGJUM var varpað á aðalstöðina, Fordó. Allar flugvélarnar eru heilar á húfi og á leiðinni heim. Hamingjuóskir til hinna miklu bandarísku stríðsmanna okkar. Það er enginn annar her í heimi sem gæti hafa gert þetta. NÚ ER KOMINN TÍMI Á FRIÐ! Ég þakka athygli ykkar varðandi þetta,“ skrifar Bandaríkjaforseti. Blaðamaður fréttaveitunnar Reuters hefur eftir heimilidarmanni sínum í bandaríska hernum að B-2 Spirit sprengjuflugvélum hafi verið beitt við árásirnar. Óljóst er hve margar voru notaðar við árásirnar en Bandaríkin búa yfir nítján slíkum vélum en þær eru þær einu sem eru útbúnar til að geta varpað sprengjum af gerðinni GBU-57 eða svokölluðum byrgjabrestum. Orð Trumps í færslunni um að tími sé kominn á frið gefa til kynna að hann hafi ekki áhuga á frekari árásum á Íran. Það gæti þó breyst, svari Íranar fyrir sig með eldflauga- og drónaárásum á bandarískar herstöðvar í Mið-Austurlöndum. Ráðamenn í Íran höfðu hótað slíkum árásum, ef Bandaríkjamenn gerðu árásir á Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa þjóð sína klukkan tvö í nótt á íslenskum tíma. Í tilkynningu sinni segir hann árásina marka sögulega stund fyrir Bandaríkin, Ísrael og heiminn allan og segir Írani hljóta að gangast við því að ljúka þessu stríði að svo komnu máli. New York Times hefur eftir þremur nafnlausum írönskum embættismönnum að árásirnar á Fordó og Natanz hafi verið gerðar um klukkan ellefu á íslenskum tíma. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Talinn hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Sjá meira