Skrefi nær því að leyfa dauðvona fólki að leita sér dánaraðstoðar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:15 Stuðningsfólk frumvarpsins með spjöld á lofti fyrir utan breska þinghúsið í maí. AP/Kirsty Wigglesworth Breska þingið samþykkti frumvarp sem leyfir dauðvona fólki á Englandi og í Wales að velja að binda enda á líf sitt. Skiptar skoðanir voru um frumvarpið og skipti hópur þingmanna um skoðun frá fyrri atkvæðagreiðslu um það í vetur. Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð. Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira