Skrefi nær því að leyfa dauðvona fólki að leita sér dánaraðstoðar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:15 Stuðningsfólk frumvarpsins með spjöld á lofti fyrir utan breska þinghúsið í maí. AP/Kirsty Wigglesworth Breska þingið samþykkti frumvarp sem leyfir dauðvona fólki á Englandi og í Wales að velja að binda enda á líf sitt. Skiptar skoðanir voru um frumvarpið og skipti hópur þingmanna um skoðun frá fyrri atkvæðagreiðslu um það í vetur. Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð. Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira