Kvikmyndaskólinn lifir og skólagjöld verða hóflegri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2025 12:13 Nýtt húsnæði skólans er í Vatnagörðum 4. Aðsend Skráning er hafin fyrir nýnema í haust á vef Kvikmyndaskóla Íslands. Góður gangur þykir í viðræðum mennta- og barnamálaráðuneytisins og Rafmenntar, og ljóst þykir að nám haldi áfram við skólann í haust. Skólagjöld verða hóflegri en áður, og mun hver önn kosta 390 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“ Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rafmennt, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands. Forsaga málsins er í grófum dráttum sú að rekstrarfélag Kvikmyndaskóla Íslands varð gjaldþrofa í lok mars. Rekstur skólans hafði verið erfiður um langt skeið en stofnandi skólans sá ekki fram á að geta klárað önnina með þá fjármuni sem skólinn átti. Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands sagði gjaldþrot skólans eingöngu stjórnvöldum að kenna og sakaði þau um að vera á móti uppbyggingu skólans. Þau hefðu neitað að greiða til skólans af fjárlögum og skert aðgengi nemenda að skólanum. Þannig fór að þekkingarfyrirtækið Rafmennt gekk til samninga við skiptastjóra þrotabús skólans og tryggði sér allar eignir þess. Rafmennt sá svo til þess að skólaárið yrði klárað. Stofnandi Kvikmyndaskólans sagðist svo hafa áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt. Auk þess sagðist hann ekki myndu hika við að lögsækja Rafmennt, skyldi félagið nota nafn Kvikmyndaskóla Íslands eða námskrána sem notast var við. Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, sagði ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti sama nafn og sömu námskrá og áður. Í dag var tilkynnt um að skráning nýnema væri hafin á vef Kvikmyndaskólans. „Mikil óvissa skapaðist um framtíð skólans við gjaldþrot hans í mars. Eftir að Rafmennt keypti allar eigur þrotabús skólans hélt kennsla áfram og 21 nemandi útskrifaðist frá skólanum 7. júní sl,“ segir í tilkynningu. Auk þess kom fram að tilkynnt hefði verið um það í gær að menntasjóður námsmanna hefði staðfest lánshæfi námsins í Kvikmyndaskólanum, og nemendur gætu því fjármagnað skólagjöld og uppihald með námslánum. „Tæplega 40 nemendur halda námi áfram í haust í glæsilegri aðstöðu skólans í húsnæði Stúdíó Sýrlands við Vatnagarða. Þar hafa nemendur aðgang að fjölda mynd- og hljóðvera auk þess sem fullkominn tækjabúnaður, alls að verðmæti um 200 milljónir króna, stendur þeim til boða til framleiðslu skólaverkefna.“
Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Skóla- og menntamál Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira