Tæpur helmingur ætlar að flytja aftur til Grindavíkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júní 2025 12:25 Um 45 prósent Grindvíkinga telur líklegt að þau flytji aftur í bæinn eftir eldsumbrot. Vísir Tæplega helmingur Grindvíkinga sem selt hafa Þórkötlu eignir í bænum, telur líklegt að hann snúi aftur þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Yngra fólk er líklegra til að vilja snúa aftur en eldra eða sex af hverjum tíu. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir ánægjulegt að sjá hversu margir hyggja á endurkomu. Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Tæplega helmingur Grindvíkinga eða 45 prósent telur líklegt að hann snúi aftur í bæinn þegar eldsumbrotin eru yfirstaðin. Meðal svarenda 39 ára og yngri telja 58 prósent líklegt að þau muni snúa aftur til Grindavíkur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun Þórkötlu meðal þeirra sem selt hafa félaginu eignir í bænum. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu. „Það er ánægjulegt að sjá hversu strór hluti Grindvíkinga hefur fullan hug á endurkomu í bæinn. Við fögnum því það er mikilvægt markmið að stuðla að því. Við sáum líka að kaupferlið tókst meira og minna nokkuð vel,“ segir Viðar. Helmingur ánægður Samkvæmt könnuninni sögðust um 50 prósent frekar eða mjög ánægðir með reynslu sína af Þórkötlu. Þeir sem sögðust mjög óánægðir voru 13 prósent og 12 prósent voru frekar óánægðir. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri Þórkötlu.Vísir Fyrrum íbúar Grindavíkur voru einnig spurðir hvernig aðlögun þeirra hefði gengið á nýjum stað. Um helmingur fólks segir hana hafa gengið vel 23 prósent sögðu hana hafa gengið illa. Leyfa gistingu í 70 eignum í bænum Þá kom fram í könnunninni að aðeins 14 prósent þátttakenda töldu gistibann, sem var í gildi í bænum lengi vel, vera sanngjarnt. Örn segir það ríma vel við upplifun starfsfólks Þórkötlu. Þrjár vikur séu síðan gisting var leyfð í eignum félagsins í bænum og mikil ánægja rík með ákvörðunina. Frá því breytingin tók gildi hafi verið sótt um heimild til gistingar í um 70 eignum í bænum. „Við opnuðum á heimild til að gista í eignum Þórkötlu bænum í lok maí. Það er um sjötíu sem hafa sótt um heimild sem er viðbót við hollvinasamning sem um hundrað og sjötíu eru með í bænum. Þetta gengur mjög vel eftir því sem við heyrum hjá fólki,“ segir Örn.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira