Sagði Khamenei „nútíma Hitler“ og að markmiðið sé að fella hann Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2025 11:51 Israel Katz, varnarmálaráðherra Íran. EPA/ABIR SULTAN Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, sé „nútíma Hitler“ og nauðsynlegt sé að bana honum. Þetta sé orðið eitt helsta markmið Ísraela í Íran. Þetta sagði ráðherrann þegar hann heimsótti sjúkrahús í Ísrael sem varð fyrir eldflaug frá Íran í nótt. Þar fór Katz hörðum orðum um Khamenei. „Einræðisherra eins og Khamenei, sem stýrir ríki eins og Íran og hefur gert útrýmingu Ísrael að yfirlýstu markmiði sínu, þetta hræðilega markmið um eyðileggingu Ísrael, getur ekki verið leyft að vera til,“ sagði Katz, samkvæmt frétt Times of Israel og frétt Al Jazeera. Hann sagði Khamenei hafa um árabil beitt Íran gegn Ísrael og það jafnvel á kostnað þegna sinna. „Í dag sjáum við sönnun þess að hann hafi persónulega fyrirskipað árás á sjúkrahús og íbúðarhús,“ sagði Katz. Þetta sagði hann til sönnunar þess að Khamenei vildi eyða Ísrael. Sjá einnig: Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt ráðamönnum í Ísrael að hann vildi ekki að þeir reyndu að bana Khamenei. Fyrr í vikunni sagði Trump svo að vitað væri hvar æðstiklerkurinn væri í felum og hann væri auðvelt skotmark. Trump sagðist þó ekki vilja „taka hann úr umferð (Drepa!)“. Að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Forsetinn ítrekaði þó í þeirri færslu á Truth Social að hann vildi ekki að írönskum eldflaugum yrði skotið að óbreyttum borgurum eða bandarískum hermönnum. Segja frásganir um herstöð rangar Ísraelski herinn dreifði í morgun yfirlýsingu á farsí um að sögusagnir frá fjölmiðlum í Íran um að Soroka sjúkrahúsið, sem varð fyrir eldflaug í nótt, hafi verið notað í hernaðarlegum tilgangi væru lygar. Slíkar yfirlýsingar fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og birtu íranskir meðal annars grafík sem sögð var sýna hvernig herstöð mætti finna undir sjúkrahúsinu. Mikil hæðni einkenndi þessar yfirlýsingar, þar sem þær líkjast mörgum slíkum sem Ísraelar hafa gefið út varðandi ítrekaðar árásir þeirra á sjúkrahús á Gasaströndinni og að vígamenn Hamas-samtakanna hafi notað þau sjúkrahús. Iranian media posted a sarcastic video claiming there was a military base under the Israeli hospital that was hit today— mocking Israel’s past justification for striking dozens of Gaza hospitals. pic.twitter.com/iGn1zNwIpJ— Clash Report (@clashreport) June 19, 2025 Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Þetta sagði ráðherrann þegar hann heimsótti sjúkrahús í Ísrael sem varð fyrir eldflaug frá Íran í nótt. Þar fór Katz hörðum orðum um Khamenei. „Einræðisherra eins og Khamenei, sem stýrir ríki eins og Íran og hefur gert útrýmingu Ísrael að yfirlýstu markmiði sínu, þetta hræðilega markmið um eyðileggingu Ísrael, getur ekki verið leyft að vera til,“ sagði Katz, samkvæmt frétt Times of Israel og frétt Al Jazeera. Hann sagði Khamenei hafa um árabil beitt Íran gegn Ísrael og það jafnvel á kostnað þegna sinna. „Í dag sjáum við sönnun þess að hann hafi persónulega fyrirskipað árás á sjúkrahús og íbúðarhús,“ sagði Katz. Þetta sagði hann til sönnunar þess að Khamenei vildi eyða Ísrael. Sjá einnig: Tugir særðir í Ísrael eftir árás Írana á spítala Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa sagt ráðamönnum í Ísrael að hann vildi ekki að þeir reyndu að bana Khamenei. Fyrr í vikunni sagði Trump svo að vitað væri hvar æðstiklerkurinn væri í felum og hann væri auðvelt skotmark. Trump sagðist þó ekki vilja „taka hann úr umferð (Drepa!)“. Að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Forsetinn ítrekaði þó í þeirri færslu á Truth Social að hann vildi ekki að írönskum eldflaugum yrði skotið að óbreyttum borgurum eða bandarískum hermönnum. Segja frásganir um herstöð rangar Ísraelski herinn dreifði í morgun yfirlýsingu á farsí um að sögusagnir frá fjölmiðlum í Íran um að Soroka sjúkrahúsið, sem varð fyrir eldflaug í nótt, hafi verið notað í hernaðarlegum tilgangi væru lygar. Slíkar yfirlýsingar fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og birtu íranskir meðal annars grafík sem sögð var sýna hvernig herstöð mætti finna undir sjúkrahúsinu. Mikil hæðni einkenndi þessar yfirlýsingar, þar sem þær líkjast mörgum slíkum sem Ísraelar hafa gefið út varðandi ítrekaðar árásir þeirra á sjúkrahús á Gasaströndinni og að vígamenn Hamas-samtakanna hafi notað þau sjúkrahús. Iranian media posted a sarcastic video claiming there was a military base under the Israeli hospital that was hit today— mocking Israel’s past justification for striking dozens of Gaza hospitals. pic.twitter.com/iGn1zNwIpJ— Clash Report (@clashreport) June 19, 2025
Ísrael Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01 Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11 Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15 „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. 18. júní 2025 22:01
Óttast um líf fjölskyldu sinnar í Íran: „Ég sef ekki á nóttunni“ Íranskur flóttamaður á Íslandi lýsir áhyggjum af fjölskyldu sinni sem er föst í Teheran, þar sem stríð hefur nú geisað í fimm daga. Hann segir að eiginkona sín og barn séu búin að fá dvalarleyfi hér á landi en fyrirtækið sem skaffar vegabréfsáritanir í Íran sé lokað vegna stríðsins. 18. júní 2025 17:11
Fjórtán tonna sprengjan sem Ísraela vantar Ráðamenn í Ísrael hafa um nokkuð skeið reynt að fá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til að aðstoða við árásir á Íran. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, er sagður hafa tvisvar sinnum beðið Trump persónulega um að fá aðstoð í formi fjórtán tonna sprengju sem hönnuð er til að granda byrgjum sem grafin eru djúpt í jörðu. 18. júní 2025 16:15
„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. 18. júní 2025 15:21