Fækka hefðbundnum kennslustundum um þriðjung Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. júní 2025 14:57 Karl Frímannsson er skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Vísir Nýtt kennslufyrirkomulag verður tekið upp í Menntaskólanum á Akureyri í haust þar sem þriðjungi hefðbundinna kennslustunda verður skipt út fyrir vinnustundir nemenda. Skólameistarinn segir nemendur læra að bera ábyrgð á sínu eigin námi. MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
MA útskrifaði 184 nemendur úr skólanum á þjóðhátíðardaginn líkt og venjan er. Þar tók Karl Frímannsson skólameistari til máls og útskýrði meðal annars grundvallarbreytingu á kennsluháttum skólans sem tekur gildi í haust. „Frá og með næsta hausti verður stundaskráin okkar tvískipt. Fyrripart dags verða hefðbundnar kennslustundir undir stjórn kennara en seinni hluta dags munu nemendur vinna sjálfstætt að sínum verkefnum en hafa aðgang að kennurum á þeim tíma,“ er haft eftir Karli í umfjöllun akureyri.net um málið. „Aðdragandinn er sá að eftir samstarf við kennara hér í skólanum kom skýrt fram að það væri þörf á því að auka sveigjanleikann í námi og auka ábyrgð nemenda á eigin námi, að námið væri nemendastýrðara,“ segir Karl í samtali við fréttastofu. Niðurstaðan varð sú að þriðjungi kennslustunda verði skipt út fyrir sjálfstæðar vinnustundir nemenda. Í byrjun vikunnar verði skipulagsstund þar sem nemendur ákveða sjálfir hver markmið vikunnar eru. Kennarar í öllum fögum verði svo til staðar á meðan vinnustundum stendur til aðstoðar. „Hver bekkur á sér sína heimastofu þar sem þau hafa vinnuaðstöðu,“ segir Karl. „Hvort sem það er kennslustund eða heimanám, heimanám er ríkjandi í framhaldsskólum almennt þannig þetta er að hluta til að reyna fá þau til að taka meiri ábyrgð og vinna þau verkefni sem þau þurfa að vinna.“ Áður fyrr hafi nemendurnir verið í um fjörutíu kennslustundum á viku og því lítið svigrúm fyrir nemendur til að taka ábyrgð á eigin námi á skólatíma. „Það gengur gegn því að við ætlum að ala þau upp í að taka ábyrgð á eigin námi, að í 43 kennslustundum.“ Karl segir aðra skóla hafa einnig tekið upp einhvers konar útfærslu á þessu fyrirkomulagi. Nefnir hann Menntaskólann á Egilsstöðum og Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Hamagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira