Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson skrifa 19. júní 2025 07:47 Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun