Sóknaráætlanir landshlutanna – lykillinn að sterkara Íslandi Páll Snævar Brynjarsson, Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Bryndís Fiona Ford, Ingunn Jónsdóttir, Berglind Kristinsdóttir og Páll Björgvin Guðmundsson skrifa 19. júní 2025 08:32 Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki alltaf einfalt mál, jafnvel í litlu landi, að jafna tækifæri íbúa um allt land til uppbyggingar, hvort sem það varðar atvinnu, samgöngur, aðgengi að þjónustu eða tækifæri ungs fólks. Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda hverju sinni er að leysa þetta viðfangsefni með markvissum hætti og þar koma Sóknaráætlanir landshlutanna til sögunnar. Hvað eru Sóknaráætlanir? Sóknaráætlanir eru stefnumótandi áætlanir sem unnar eru í átta skilgreindum landshlutum — allt frá Vestfjörðum og hringinn í kringum landið til Vesturlands. Þær eru unnar í samstarfi heimamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga og annarra hagaðila. Markmið þeirra er að greina stuðla að jákvæðri og sjálfbærri samfélags- og byggðaþróun og auka samráð, skilgreina tækifæri og setja fram raunhæfar aðgerðir til að efla byggð, atvinnu og lífsgæði. Þetta er lifandi ferli sem mótast af þörfum íbúanna sjálfra. Og það skiptir máli, því hver landshluti hefur sín sérkenni og þarf sínar eigin lausnir, eins og kemur skýrt fram í nýjum sóknaráætlunum sem unnar voru á síðasta ári. Þar má þó líka glöggt sjá að landshlutarnir deila mörgum helstu markmiðunum, einkum er varðar atvinnu og nýsköpun, menningu og skapandi greinar, umhverfis- og loftlagsmál, mannauð og samfélag. Hvers vegna skipta þær máli? Sóknaráætlanir skapa sameiginlega sýn fyrir hvern landshluta, sem einfaldar forgangsröðun verkefna og leiðir til skynsamlegri nýtingu fjármagns. Þær eru einnig mikilvægur vettvangur til að eiga samtal við ríkið — um stuðning, verkefni og fjármagn, því þær skapa góðan og greiðan farveg fyrir stuðning stjórnvalda við ýmiskonar uppbyggingu um land allt. Farveg sem er þegar til staðar og mótaður af íbúum sjálfum. Samvinna – ekki stjórn ofan frá Flestöll viljum við taka þátt í mótun samfélags okkar og Sóknaráætlanir eru dæmi um þegar stjórnvöld treysta heimafólki til að leggja línurnar. Það skiptir máli. Þegar ákvarðanir eru teknar nær fólki sem þekkir aðstæður best, eru meiri líkur á að úrræðin virki og styðji raunverulega við uppbyggingu. Landshlutasamtök sveitarfélaganna sjá um umsýslu og framkvæmd Sóknaráætlana í hverjum landshluta en fjárveitingar koma frá innviðaráðuneyti, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti sem og sveitarfélögunum. Þá hafa verið gerðir samningar á grunni Sóknaráætlana við mennta- og barnamálaráðuneytið um svæðisbundin farsældarráð. Við hvetjum stjórnvöld, einkum önnur ráðuneyti, til að nýta þetta frábæra tæki enn betur til að vinna að framgangi málaflokka sinna um land allt. Sóknaráætlanir eru í raun samstarfsvettvangur sveitarfélaga, ríkisstofnana, atvinnulífs, menningarlífs, fræðasamfélags auk annarra haghafa í hverjum landshluta og það væri glapræði að nýta hann ekki. Niðurstaðan: Sóknaráætlanir eru tækifæri Sóknaráætlunum er ætlað að skapa farveg fyrir fjármagn og tækifæri til uppbyggingar um allt land, þar sem heimafólki er treyst til þess að vinna faglega og úthluta fjármunum til þeirra verkefna sem það hefur trú á til uppbyggingar í landshlutanum. Til að hrinda sóknaráætlunum í framkvæmd eru fyrst og fremst tvær leiðir. Annars vegar eru mótuð áhersluverkefni út frá helstu markmiðum þeirra og hins vegar eru uppbyggingarsjóðir. Raunin hefur orðið sú að með Sóknaráætlunum landshlutanna hefur traust vaxið – innan landshluta sem utan, á milli sveitarfélaga og ríkis. Sóknaráætlanir eru fyrirtaks grunnur að ákvörðunum stjórnvalda um hvað skuli gera og hvar, og eru kjörinn vettvangur til að taka við verkefnum og fjármagni frá ríkinu — til að tryggja að þau skili raunverulegum árangri í uppbyggingu um land allt. Það er einfaldlega skynsamlegt og góð leið til að tryggja sterka og sjálfbæra framtíð fyrir allt Ísland. Höfundar eru: Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélagi á Norðurlandi eystra Bryndís Fiona Ford, framkvæmdastjóri Austurbrúar Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun