Steinþór sýknaður í Hæstarétti Árni Sæberg skrifar 18. júní 2025 14:04 Steinþór Einarsson þegar málið var tekið fyrir í héraði. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm yfir Steinþóri Einarssyni, sem var ákærður fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, manni á fimmtugsaldri, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. Honum var gefið að sök að hafa stungið Tómas tvisvar sinnum í síðuna með hníf sem olli miklu blóðtapi sem leiddi til dauða hans. Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Í honum segir að í málinu hafi sönnun um refsivert athæfi fléttast saman við sönnun um skilyrði fyrir hlutrænni refsileysisástæðu. Í hinum áfrýjaða dómi hefði verið talið sannað að um mjög óvenjulegar aðstæður hefði verið að ræða þar sem Tómas hefði ráðist á Steinþóri með hnífi auk þess að hafa veitt honum áverka með hættulegri verknaðaraðferð í upphafi árásarinnar, sem ekki hefði verið afstaðin þegar Tómas hlaut þá áverka sem leiddu hann til dauða. Við mat á sönnun hefði Landsréttur litið til aðstæðna eins og þær horfðu við Steinþóri sem og aðdraganda að atlögu Tómasar. Landsréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Steinþór hefði verið skelfdur eða forviða í skilningi almennra hegningarlaga þannig að hann hefði ekki fullkomlega getað gætt sín og farið út fyrir takmörk neyðarvarnar af þeim sökum. Hæstiréttur tók fram að þessi niðurstaða hins áfrýjaða dóms hefði í öllu verulegu verið byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar sem ekki yrði endurmetið fyrir Hæstarétti. Því hefði hinn áfrýjaði dómur verið staðfestur. Tekist á um hvort að um sjálfsvörn hafi verið að ræða Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hann hins vegar. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin væri talin heimil. Taldi málið fordæmisgefandi Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans var málið einstakt og fordæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan væri fallist á að neyðarvörn hefði verið beitt eða hún hefði verið réttlætanleg. Í raun hefði Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hefði hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar um veitingu áfrýjunarleyfis sagði að úrlausn málsins kynni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að dómur Hæstaréttar var birtur. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 9. janúar 2024 16:45 Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. 31. október 2024 19:39 Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. 31. október 2024 15:17 Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. 10. janúar 2024 11:41 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 14. Í honum segir að í málinu hafi sönnun um refsivert athæfi fléttast saman við sönnun um skilyrði fyrir hlutrænni refsileysisástæðu. Í hinum áfrýjaða dómi hefði verið talið sannað að um mjög óvenjulegar aðstæður hefði verið að ræða þar sem Tómas hefði ráðist á Steinþóri með hnífi auk þess að hafa veitt honum áverka með hættulegri verknaðaraðferð í upphafi árásarinnar, sem ekki hefði verið afstaðin þegar Tómas hlaut þá áverka sem leiddu hann til dauða. Við mat á sönnun hefði Landsréttur litið til aðstæðna eins og þær horfðu við Steinþóri sem og aðdraganda að atlögu Tómasar. Landsréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu að Steinþór hefði verið skelfdur eða forviða í skilningi almennra hegningarlaga þannig að hann hefði ekki fullkomlega getað gætt sín og farið út fyrir takmörk neyðarvarnar af þeim sökum. Hæstiréttur tók fram að þessi niðurstaða hins áfrýjaða dóms hefði í öllu verulegu verið byggð á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar sem ekki yrði endurmetið fyrir Hæstarétti. Því hefði hinn áfrýjaði dómur verið staðfestur. Tekist á um hvort að um sjálfsvörn hafi verið að ræða Héraðsdómur Norðurlands eystra sakfelldi Steinþór og dæmdi hann í átta ára fangelsi. Landsréttur sýknaði hann hins vegar. Það var mat Landsréttar að Steinþóri hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann hefði verið að afstýra stórhættulegri árás Tómasar, sem hefði í aðdraganda andlátsins ráðist að honum með stórum hníf. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin væri talin heimil. Taldi málið fordæmisgefandi Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu. Að mati hans var málið einstakt og fordæmisgefandi þar sem að afskaplega sjaldan væri fallist á að neyðarvörn hefði verið beitt eða hún hefði verið réttlætanleg. Í raun hefði Hæstiréttur einungis einu sinni sýknað einstakling með vísan til 2. málsgreinar. 12. greinar almennra hegningarlaga, sem kveður á um að manni skuli ekki refsað fari hann út fyrir takmörk leyfilegrar neyðarvarnar vegna þess að hann sé svo skelfdur eða forviða, eða þá að hann geti ekki fullkomnlega gætt sín. Að mati Ríkissaksóknara var ekkert í framburði Steinþórs sem benti til þess að ákvæðið ætti við, og því hefði hann verið ranglega sýknaður. Í ákvörðun Hæstaréttar um veitingu áfrýjunarleyfis sagði að úrlausn málsins kynni að hafa verulega þýðingu um túlkun og beitingu ákvæðisins. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að dómur Hæstaréttar var birtur.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 9. janúar 2024 16:45 Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. 31. október 2024 19:39 Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. 31. október 2024 15:17 Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. 10. janúar 2024 11:41 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. 9. janúar 2024 16:45
Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Landsréttur féllst í dag á að Steinþór Einarsson, sem héraðsdómur hafði dæmt í átta ára fangelsi fyrir manndráp, hefði verið heimilt að beita neyðarvörn þegar hann afstýrði stórhættulegri áras af hálfu hins látna. Þótt árás Steinþórs hafi verið „augsýnilega hættulegri“ var talið að Steinþór hafi verið „svo skelfdur eða forviða“ að neyðarvörnin var talin heimil. 31. október 2024 19:39
Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Landsréttur hefur sýknað Steinþór Einarssonar, karlmann á fertugsaldri, af ákæru fyrir að verða Tómasi Waagfjörð, sem var 47 ára, að bana í Ólafsfirði í október árið 2022. 31. október 2024 15:17
Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. 10. janúar 2024 11:41