Hugræn atferlismeðferð á netinu Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar 18. júní 2025 08:31 Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hugræn atferlismeðferð (HAM) er vel rannsökuð sálfræðileg meðferð sem byggir á þeirri hugmynd að hugsanir, tilfinningar og hegðun séu nátengd. Meðferðin miðar að því að breyta neikvæðum eða skaðlegum hugsunum og hegðunarmynstrum sem valda eða viðhalda vanlíðan, kvíða og þunglyndi. HAM er ein af mest rannsökuðu og notuðu sálfræðimeðferðum í heiminum í dag. HAM hefur meðal annars reynst gagnleg við meðhöndlun á kvíðaröskunum (svo sem félagsfælni, almennri kvíðaröskun, ofsakvíða og áráttu- og þráhyggju), þunglyndi, áfallastreituröskun (PTSD), átröskunum, svefnvanda, þrálátum verkjum og öðrum líkamlegum kvillum. HAM og endurhæfing HAM á vel við í endurhæfingu, þar sem markmiðið er einnig að breyta skaðlegum hegðunarmynstrum og viðhorfum í átt að bættri heilsu. Á Reykjalundi hefur HAM verið hluti af endurhæfingarúrræðum síðan árið 1997. Rannsóknir sem unnar hafa verið á Reykjalundi benda til þess að HAM geti aukið árangur í endurhæfingu (sjá: reykjalundur.is). Sálfræðingar á Reykjalundi í 25 ár Reykjalundur er 80 ára endurhæfingarstofnun en fyrsti sálfræðingurinn var ráðinn á Reykjalund árið 2000. Í dag starfa sálfræðingar í öllum átta teymum stofnunarinnar, á geðheilsusviði, verkjasviði, gigtarsviði, efnaskipta- og offitusviði, taugasviði, hjartasviði, lungnasviði og á sólarhringsdeildinni. Þeir meta þörf fyrir HAM eða aðra sálfræðiþjónustu og vísa skjólstæðingum í viðeigandi úrræði, svo sem: HAM-hópmeðferð við þunglyndi og kvíða eða lágu sjálfsmati ACT við þrálátum verkjum Námskeið um svengdarvitund, núvitund, samkennd og næringu Fræðsluefni um HAM og ACT, hugræna þreytu, streitu og bjargráð Einstaklingsmeðferð hjá sálfræðingi eftir þörfum HAM-bók Reykjalundar Geðheilsuteymi Reykjalundar vann að þróun HAM-meðferðarhandbókar á íslensku og kom fyrsta útgáfa bókarinnar HAM: Handbók um hugræna atferlismeðferð út 2002. Lagt var upp með að bókin nýtist jafnt fagfólki sem meðferðarhandbók og einstaklingum sem sjálfshjálparbók. HAM-bók Reykjalundar eins og hún er oftast kölluð hefur verið í stöðugri þróun og kom 8. útgáfa út 2017 og er hún ennþá í fullu gildi. Teyminu fannst mikilvægt að bókin gæti nýst sem flestum, að hún væri einnig aðgengileg einstaklingum með námsörðugleika eða þeim sem eiga erfitt með að einbeita sér til dæmis vegna hugrænnar þreytu, þunglyndis eða kvíða. Bókin var því einnig gerð aðgengileg í rafrænu formi og með hljóðskrám, með stuðningi frá Oddfellowstúkunni Þormóði goða og kom netútgáfa bókarinnar út 2011. Ný útgáfa HAM-bókar á netinu Árið 2018 fékk Reykjalundur styrk úr Lýðheilsusjóði til að þróa vefútgáfu bókarinnar áfram. Nú er ný og endurbætt HAM-bók aðgengileg á ham.reykjalundur.is – öllum opin, án endurgjalds. Bókin skiptist í 12 kafla sem fjalla um grunnatriði HAM, þar á meðal: Kvíða og þunglyndi Markmiðssetningu og að takast á við vandann Tilfinningar og fimm þátta líkanið Hugsanaskekkjur og að breyta neikvæðum hugsunarhætti Atferlistilraunir Kjarnaviðhorf og lífsreglur Sjálfseflingu og ákveðni Bakslagsvarnir og fleiri leiðir Verkefni fylgja hverjum kafla, hægt er að hlusta á hverja síðu fyrir sig eða hlaða niður hljóðbókinni í heild. Að lokum Í starfi mínu sem sálfræðingur á Reykjalundi síðustu 25 ár hef ég hef ég orðið vitni að því hversu þverfagleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í að ná aftur heilsu og betra lífi eftir áföll og veikindi hvort sem þau eru af geðrænum eða líkamlegum toga. Líkamleg og andleg heilsa haldast í hendur og hafa áhrif hvor á aðra. Við vitum öll hversu mikilvæg hreyfing, næring og svefn eru – en sálfélagslegir þættir eru oft vanmetnir. Það er því von mín að HAM-bók Reykjalundar geti hjálpað fólki við að ná betri tökum á líðan sinni, hugsunum og hegðun í átt að betri heilsu og bættum lífsgæðum. Höfundur er forstöðusálfræðingur á Reykjalundi.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun