Ræða Höllu: Facebookfrí, staða drengja og hatrömm heift Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2025 12:52 Kristrún lagði blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar og Halla flutti ávarp. Vísir/Viktor Freyr Halla Tómasdóttir forseti Íslands fór um víðan völl í hátíðarræðu sinni á hátíðarstund lýðveldisins á Austurvelli í dag. Áralöng hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra flytji ávarp á athöfninni en í ár bauð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Höllu að flytja ávarpið. Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. Þá hafði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra ekki viljað víkja fyrir Guðna og frekar viljað halda í hefðina. Ísland vettvangur samtals um frið Fyrst vatt Halla sér að heimsmálunum og sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af stöðu þeirra, margt í veröldinni gefi tilefni til vonleysis. „Það er ekki upplífgandi að verða vitni að hatrömmum deilum á samtalstorgum samfélagsmiðla, sem eru sannarlega ekki til eftirbreytni, allra síst þegar í hlut eiga valdamestu menn heimsins sem ættu að vera öðrum fyrirmyndir. Það er enn þungbærara, þyngra en tárum taki, að sjá, nánast í beinni útsendingu, óbreytta borgara, þar með talið þúsundir barna, verða fórnarlömb stríðsátaka og glæpa.“ Þá setti hún heimsmálin í samhengi við íslensku þjóðina. „Jafnvel á okkar litla friðsæla landi getur heiftin verið svo hatrömm að sumum þykir nóg um og skrúfa fyrir fréttirnar, vilja frekar loka augunum en horfa upp á ósómann. Aðrir festast í bergmálshelli sinna eigin skoðana og viðhorfa. Við verðum að horfast í augu við stöðuna, byggja brýr, draga upp áttavitann og bretta upp ermar.“ Framtíðin komi þó sífellt á óvart og hægt sé að ímynda sér að á næsta ári, þegar fjörutíu ár verða liðin frá leiðtogafundinum í Höfða, gæti Ísland aftur orðið vettvangur samtals um frið. Tvö afmæli og sköpunarkraftur lofaður Halla kom einnig inn á íslenska menningu og vakti athygli á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins í ár. „Það þótti mögulega langsótt markmið fyrir eina fátækustu þjóð Evrópu að reisa sér höll utan um sögur sínar og sköpunarkraft. Bygging Þjóðleikhússins spannaði heimskreppu og heimsstyrjöld en með seiglu tókst að ljúka ætlunarverkinu og Þjóðleikhúsið var vígt á fyrstu árum lýðveldis okkar.“ Sömileiðis nefnir hús 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hrósar Íslendingum fyrir metnað og sköpunarkraft á sviði menningar. Hún nefnir listahjónin Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egil Ólafsson, sem nýverið fengu heiðursverðlaun fyrir framlag þeirra til kvikmyndalistarinnar. Þá nefnir hún Kjartan Ragnarsson leikara, leikskáld og leikstjóra. Sonur hans, Ragnar, hlaut einnig í síðustu viku heiðursviðurkenningu Útflutningsverðlauna forseta Íslands. „Metnaður þjóðarinnar rís líklega hvergi hærra en í sköpunarmættinum. Ekki aðeins í listum, heldur einnig í nýsköpun í vísindum og viðskiptum,“ segir Halla og hrósar fyrirtækinu Össuri fyrir framlag sitt á sviði mannúðar og velferðar. Ætlar í samfélagsmiðlafrí Jafnréttismál voru einnig til umfjöllunar í ræðu Höllu en hún sagði þjóðina hafa verk að vinna þrátt fyrir að skara fram úr í jafnréttismálum. „Einnig er brýnt að berjast fyrir jafnrétti á fleiri sviðum en milli kynjanna og hugsa ég þar meðal annars til stöðu drengja, og til jafnréttis óháð kynslóð og uppruna.“ Þá brýndi hún fyrir Íslendingum að fjölga samverustundum, horfast í augu hvorn við annan og leggja símann til hliðar. „Notum orðin okkar, hlýðum á hljómfall þeirra, njótum þess hve dásamlegt og einstakt tungumál við eigum og kennum nýjum Íslendingum að tala það. Við vitum að nýir Íslendingar geta lært málið vel.“ Í því sambandi minntist hún á vinkonurnar þrjár sem dúxuðu allar Fjölbrautaskólann við Ármúla og fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku. Þá kom Halla aftur inn á símanotkun Íslendinga, samskipti, hugrekki og bros. „Sjálf ætla ég að ganga á undan með góðu fordæmi og fara í sumarfrí frá Facebook og almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og haustið með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa. Ég ætla frekar að fjölga samtölum í raunheimum, taka þátt í og standa fyrir fleiri samtölum með von um að á næsta ári höldum við Þjóðfund og ræðum þá framtíð sem bíður barna okkar. Ég ætla að halda áfram að brosa, þótt sumum finnist nóg um, faðma þá sem það þiggja og efla hugrekki mitt og annarra til að mæta krefjandi tímum af mennsku og mildi.“ 17. júní Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Áralöng hefð hefur verið fyrir því að forsætisráðherra flytji ávarp á athöfninni en í ár bauð Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Höllu að flytja ávarpið. Guðni Th. Jóhannesson, forveri Höllu í embætti forseta, lagði til í kveðjuávarpi sínu til Alþingis síðasta sumar að forseti tæki við flutningi hátíðarávarpsins af forsætisráðherra. Þá hafði Bjarni Benediktsson þáverandi forsætisráðherra ekki viljað víkja fyrir Guðna og frekar viljað halda í hefðina. Ísland vettvangur samtals um frið Fyrst vatt Halla sér að heimsmálunum og sagðist eins og aðrir hafa áhyggjur af stöðu þeirra, margt í veröldinni gefi tilefni til vonleysis. „Það er ekki upplífgandi að verða vitni að hatrömmum deilum á samtalstorgum samfélagsmiðla, sem eru sannarlega ekki til eftirbreytni, allra síst þegar í hlut eiga valdamestu menn heimsins sem ættu að vera öðrum fyrirmyndir. Það er enn þungbærara, þyngra en tárum taki, að sjá, nánast í beinni útsendingu, óbreytta borgara, þar með talið þúsundir barna, verða fórnarlömb stríðsátaka og glæpa.“ Þá setti hún heimsmálin í samhengi við íslensku þjóðina. „Jafnvel á okkar litla friðsæla landi getur heiftin verið svo hatrömm að sumum þykir nóg um og skrúfa fyrir fréttirnar, vilja frekar loka augunum en horfa upp á ósómann. Aðrir festast í bergmálshelli sinna eigin skoðana og viðhorfa. Við verðum að horfast í augu við stöðuna, byggja brýr, draga upp áttavitann og bretta upp ermar.“ Framtíðin komi þó sífellt á óvart og hægt sé að ímynda sér að á næsta ári, þegar fjörutíu ár verða liðin frá leiðtogafundinum í Höfða, gæti Ísland aftur orðið vettvangur samtals um frið. Tvö afmæli og sköpunarkraftur lofaður Halla kom einnig inn á íslenska menningu og vakti athygli á 75 ára afmæli Þjóðleikhússins í ár. „Það þótti mögulega langsótt markmið fyrir eina fátækustu þjóð Evrópu að reisa sér höll utan um sögur sínar og sköpunarkraft. Bygging Þjóðleikhússins spannaði heimskreppu og heimsstyrjöld en með seiglu tókst að ljúka ætlunarverkinu og Þjóðleikhúsið var vígt á fyrstu árum lýðveldis okkar.“ Sömileiðis nefnir hús 75 ára afmæli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hrósar Íslendingum fyrir metnað og sköpunarkraft á sviði menningar. Hún nefnir listahjónin Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egil Ólafsson, sem nýverið fengu heiðursverðlaun fyrir framlag þeirra til kvikmyndalistarinnar. Þá nefnir hún Kjartan Ragnarsson leikara, leikskáld og leikstjóra. Sonur hans, Ragnar, hlaut einnig í síðustu viku heiðursviðurkenningu Útflutningsverðlauna forseta Íslands. „Metnaður þjóðarinnar rís líklega hvergi hærra en í sköpunarmættinum. Ekki aðeins í listum, heldur einnig í nýsköpun í vísindum og viðskiptum,“ segir Halla og hrósar fyrirtækinu Össuri fyrir framlag sitt á sviði mannúðar og velferðar. Ætlar í samfélagsmiðlafrí Jafnréttismál voru einnig til umfjöllunar í ræðu Höllu en hún sagði þjóðina hafa verk að vinna þrátt fyrir að skara fram úr í jafnréttismálum. „Einnig er brýnt að berjast fyrir jafnrétti á fleiri sviðum en milli kynjanna og hugsa ég þar meðal annars til stöðu drengja, og til jafnréttis óháð kynslóð og uppruna.“ Þá brýndi hún fyrir Íslendingum að fjölga samverustundum, horfast í augu hvorn við annan og leggja símann til hliðar. „Notum orðin okkar, hlýðum á hljómfall þeirra, njótum þess hve dásamlegt og einstakt tungumál við eigum og kennum nýjum Íslendingum að tala það. Við vitum að nýir Íslendingar geta lært málið vel.“ Í því sambandi minntist hún á vinkonurnar þrjár sem dúxuðu allar Fjölbrautaskólann við Ármúla og fengu verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku. Þá kom Halla aftur inn á símanotkun Íslendinga, samskipti, hugrekki og bros. „Sjálf ætla ég að ganga á undan með góðu fordæmi og fara í sumarfrí frá Facebook og almennt ætla ég að fækka stundum á samfélagsmiðlum og vona að sem flestir skólar og fjölskyldur fari inn í sumarið og haustið með einhver skynsamleg mörk í kringum þá rænuþjófa. Ég ætla frekar að fjölga samtölum í raunheimum, taka þátt í og standa fyrir fleiri samtölum með von um að á næsta ári höldum við Þjóðfund og ræðum þá framtíð sem bíður barna okkar. Ég ætla að halda áfram að brosa, þótt sumum finnist nóg um, faðma þá sem það þiggja og efla hugrekki mitt og annarra til að mæta krefjandi tímum af mennsku og mildi.“
17. júní Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Samfélagsmiðlar Skóla- og menntamál Grunnskólar Símanotkun barna Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira