Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2025 23:10 Sjúkraflug var lengst af grunnstoðin í rekstri Mýflugs, sem gerði flugvélarnar út frá Akureyri. Félagið missti þann þátt starfseminnar í fyrra eftir útboð. Egill Aðalsteinsson Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012: Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012:
Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10