Ný skýrsla: Raforkuverð heimila hafi hækkað um ellefu prósent Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. júní 2025 12:00 Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. Vísir/Vilhelm Raforkukostnaður heimila hefur síðastliðin fimm ár hækkað um ellefu prósent að því er fram kemur í nýrri skýrslu um þróun raforkukostnaðar sem kynnt var í morgun. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir mikilvægt að brugðist verði við, hann hafi þegar kynnt frumvörp þess efnis í þinginu. Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“ Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Umhverfis, orku- og loftlagsráðuneytið óskaði í janúar eftir því að Umhverfis- og orkustofnun ynni skýrslu um þróun raforkukostnaðar hér á landi undanfarin ár. Skýrsla þess efnis var kynnt af Jóhanni Páli Jóhannssyni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra í morgun. Raforkukostnaður heimila hefur undanfarin fimm ár hækkað um ellefu prósent á föstu verðlagi en raforkukostnaður fyrirtækja um 24 prósent. Alls hafi hækkunin numið 39 prósentum undanfarin fimm ár en 78 prósentum frá árinu 2005 til 2020. „Ég óskaði eftir þessari skýrslu þegar það var ljóst hvað raforkuverð hafði hækkað mikið mánuðina á undan, þetta var í janúar þegar ég er nýtekinn við embætti og þessi vinna hefur undið svolítið upp á sig, þetta er löng og ítarleg skýrsla þar sem er verið að greina raforkukostnað hjá mismunandi hópum. Það sem mér finnst þessi skýrsla undirstrika er mikilvægi þess að við klárum þessi mál sem ég hef þegar komið með inn í þingið og flest þessi eru meira að segja komin út úr nefndum þingsins þannig okkar ætti ekkert að vera að vanbúnaði.“ Þar skipti sköpum að einfalda regluverk, tryggja aukna skilvirkni í stjórnsýslu og tryggja áframhaldandi framboð á raforku. Ráðherra segir orkuverð hér á landi þó enn lágt í alþjóðlegum samanburði. „Þessar hækkanir að undanförnu eru áhyggjuefni og undirstrika þetta sem ég nefndi að við bæði gerum breytingar á umgjörð raforkumarkaðarins og aukum framboð, góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum í algjörri sérstöðu miðað við löndin í kringum okkur. Ég nefndi það hér áðan að orkukaupmáttur íslenskra heimilda er 2,5 fimmfaldur á við orkukaupmátt heimila í Evrópusambandinu, þannig þetta er staða sem við verðum að viðhalda og styrkja ennfrekar að heimili fái raforku á viðráðanlegu verði og að fyrirtæki fái raforku á samkeppnishæfu verði.“
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Neytendur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira