Hjúkrunarfræðingar í takt við nýja tíma Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. júní 2025 11:00 Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga var haldinn fyrir um mánuði síðan þann 12.maí og sama dag birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) metnaðarfulla skýrslu, ,,State of the World’s Nursing 2025”. Í skýrslunni er kallað eftir markvissum fjárfestingum í menntun, störfum og leiðtogahlutverki hjúkrunarfræðinga og lögð rík áhersla á tækniþekkingu þeirra. Skýrslan undirstrikar að tækniþekking og stafrænir hæfileikar séu ekki lengur valkostur heldur nauðsyn í nútíma hjúkrun. Þjálfun í heilbrigðis- og velferðartækni er því orðinn mikilvægur þáttur í menntun hjúkrunarfræðinema sem og þeirra sem starfa við umönnun innan heilbrigðiskerfisins. Þörf fyrir 3.700 ný hjúkrunarrými á næstu 15 árum Við vitum í hvað stefnir en samkvæmt spá Hagstofunnar mun fjöldi fólks 80 ára og eldri næstum tvöfaldast á Íslandi næstu 15 árin og samkvæmt greiningu KPMG þarf að bæta við um 3.700 hjúkrunarrýmum á þessu tímabili. Vandinn er ekki eingöngu skortur á rýmum heldur snýst hann einnig um skort á starfsfólki. Það væri óskandi að við gætum fjölgað nemum og útskrifuðum hjúkrunarfræðingum enda mikilvægt að fá fleiri hendur. Það er ljóst að við munum ekki ná tilsettum fjölda hjúkrunarfræðinga til að standa undir þeim aukna fjölda fólks sem mun þurfa á aðstoð að halda. Hugtakið mönnunargat er oft nefnt í þessu samhengi og vísar til þess þegar fjöldi starfsfólks sem er nauðsynlegur til að reka sjúkrahús, læknastofur og aðrar heilbrigðisstofnanir dugar ekki til að mæta aukinni eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. Heiminn vantar 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna Þetta er ekki sér íslensk áskorun en samkvæmt WHO er mönnunarvandi ekki eingöngu staðbundið vandamál heldur alþjóðlegt. WHO áætlar að árið 2030 muni skorta allt að 11 milljónir heilbrigðisstarfsmanna á heimsvísu – fyrst og fremst í löndum með lágar eða meðaltekjur. Þörfin fyrir heilbrigðisstarfsfólk eykst stöðugt á meðan menntun, ráðningar og framboð af starfsfólki nær einfaldlega ekki að halda í við vaxandi þarfir. Þetta þýðir að baráttan um hæft heilbrigðisstarfsfólk á alþjóðavísu verður hörð. Við þurfum hreinlega að nýta betur það sem við höfum og þar kemur tæknin við sögu. Tæknin er ekki hugsuð til að skipta út eða taka yfir störf hjúkrunarfræðinga heldur til að styðja þá í þeirra daglegu störfum. WHO leggur áherslu á að hjúkrunarfræðingar fái ekki aðeins tæknina í hendurnar, heldur einnig þá þjálfun og þann stuðning sem þarf til að nýta hana af þekkingu og öryggi. Það þarf að eiga sér stað tæknivæðing í umönnun og hún þarf að eiga sér stað í samvinnu við þá sem veita þjónustuna. Við þurfum lausnir sem veita hjúkrunarfræðingum aukna innsýn, betri yfirsýn, bættar vinnuaðstæður og raunverulegan stuðning í krefjandi starfi. Tækni sem getur sparað tíma, aukið öryggi og bætt lífsgæði bæði fyrir skjólstæðinga og starfsfólk. Snjallar lausnir á mönnunarvandanum Við getum ekki eingöngu leyst vandann með fleiri rýmum og fleira fólki heldur þurfum við einnig snjallari lausnir. Nærtækasta og fljótlegasta leiðin til að bæta úr mönnunarvandanum er að nýta snjallar lausnir sem hafa þegar sannað sig í nágrannalöndunum. Þannig getum við lært af þeirra reynslu og innleitt þessar lausnir hratt og örugglega. Ef við ætlum að innleiða nýjar tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu þá þurfum við að skapa skýran ramma í kringum innleiðinguna, nýta okkur gögn og setja fram mælanleg markmið. Við þurfum að horfa á heildarávinninginn en ekki festast í sílóhugsun. Slík hugsun felur oft og tíðum í sér að ákvarðanir er varða fjármögnun eru teknar út frá einstökum kostnaðarliðum í stað þess að horfa á heildarávinninginn. Við þurfum að tryggja menntun og endurmenntun starfsfólks í nýrri tækni og hér getur einkaframtakið spilað stórt hlutverk með því að mennta og þjálfa starfsfólk í þeim lausnum sem nú þegar eru til. Hjúkrunarfræðingar eru einn af burðarásum heilbrigðiskerfisins, en framtíð hjúkrunar miðað við núverandi og komandi áskoranir er ekki möguleg án nýrra tæknilausna. Þetta eru ekki andstæður, heldur tvær hliðar á sama peningi. Við verðum að tryggja að tæknin verði samverkamaður hjúkrunarfræðingsins, ekki eitthvað sem kemur ofan frá, heldur eitthvað sem hjúkrunarfræðingar innleiða og nýta í þeirra núverandi vinnuumhverfi. Grein þessi er tileinkuð öllum þeim hjúkrunarfræðingum sem á hverjum degi láta verkin tala og eru tilbúnir að taka á móti aðstoð tækninnar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun