Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson skrifar 16. júní 2025 06:01 Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun