Versta sem gæti gerzt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júní 2025 14:31 Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Versta mögulega staðan sem gæti komið upp, næði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn ekki fram að ganga og málið færi í kjölfarið hugsanlega fyrir EFTA-dómstólinn, væri sú að komizt yrði að þeirri niðurstöðu að fara bæri að kröfu Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu gagnvart innlendri lagasetningu. Með öðrum orðum það sem frumvarpið felur í sér. Um fyrirfram uppgjöf er að ræða án þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir dómi. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að dæmt yrði okkur í vil. Líkt og raunin varð í Icesave-málinu á sínum tíma þegar ekki mátti heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn af einhverjum óútskýrðum ástæðum. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með því að gefast upp fyrir fram eins og til stendur með frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. Tal um að frumvarpið sé hugsað til þess að tryggja að íslenzk stjórnvöld hafi forræði á málinu stenzt þannig alls enga skoðun. Fullyrðingar um að mögulega yrðu gerðar einhverjar frekari kröfur um breytingar á lögum eða annað á hendur Íslandi ef málið færi fyrir EFTA-dómstólinn standast að sama skapi enga skoðun. Hlutverk dómstólsins í þessum efnum er fyrst og fremst að kveða upp úrskurð á grundvelli málatilbúnaðs ESA í samningsbrotamáli stofnunarinnar gegn viðkomandi EFTA/EES-ríki. Þess utan er ljóst með tilliti til efnis bókunar 35 að ESA er að fara fram með ítrustu kröfur í þeim efnum. Það hefur enda ekki komið fram hvaða frekari kröfur ætti að vera um að ræða enda alls óljóst hverjar þær gætu mögulega verið. Hið sama á við um fullyrðingar um það að EES-samningurinn kunni að vera í uppnámi verði frumvarpið ekki samþykkt. Nokkuð sem einnig var haldið fram að yrði raunin færi Icesave-málsins fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland gerðist aðili að EES-samningnum á sínum tíma á tilteknum forsendum. Ein þeirra var innleiðing bókunar 35 með þeim hætti sem gert var með 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið. Sameiginlegur skilningur var með samningsaðilum um þetta fyrirkomulag allt þar til ESA hóf skyndilega umræddan málatilbúnað gegn Íslandi nær tveimur áratugum eftir gildistöku samningsins. Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir rúmum 30 árum ef litið hefði verið svo á að standa þyrfti að málum með þeim hætti sem nú stendur til með frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð. Það er ekki að ástæðulausu að þannig var haldið á málum. Tilgangurinn var einmitt að tryggja nægjanlegan pólitískan stuðning við málið. Þá fyrst og fremst í röðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Með öðrum orðum er ljóst að ef einhver er að setja EES-samninginn í uppnám er það ESA sem með málatilbúnaði sínum er að fara gegn þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands að samningnum og stofnunin gerði engar athugasemdir við í tæpa tvo áratugi þrátt fyrir að hlutverk hennar sé að hafa eftirlit með réttri framkvæmd hans. Ástæðan er ekki sú að ESA hafi verið að vanrækja það hlutverk sitt í tæp 20 ár heldur vegna þess að stofnunin var einfaldlega að taka mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar aðildar Íslands. Allt þar til núverandi málatilbúnaður hennar gegn landinu hófst. Vörnum var að sama skapi ekki haldið uppi í málinu af hálfu íslenzkra stjórnvalda árum saman að ástæðulausu. Þar af og ekki sízt þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og með utanríkisráðuneytið. Allt þar til nýr utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók við embætti eftir þingkosningarnar 2021 að algerlega var snúið við blaðinu og tekið undir kröfu ESA. Haldbærar skýringar hafa ekki fengizt á þeim viðsnúningi þrátt fyrir ítrekaðar óskir í þeim efnum. Ekki sízt frá fjölmiðlum. Vert er að skora á þingmenn okkar sjálfstæðismanna að taka aftur hraustlega til varna vegna málsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun