Auðlindin er sameign – en verðmætasköpunin er ekki sjálfgefin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júní 2025 11:02 Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það er vinsælt í íslenskri umræðu að tala um sjávarauðlindina sem sameign þjóðarinnar. Það er rétt. Enginn á fiskinn í sjónum. En það virðist stundum gleymast að fiskurinn veiðir sig ekki sjálfur, frystir sig ekki sjálfur og selur sig ekki sjálfur á mörkuðum erlendis. Það þarf fólk, skip, tæki, hugvit og fjármagn. Það þarf vinnu – og það kostar. Það er hægt að vera sammála um að þjóðin eigi auðlindina og samt viðurkenna að það er ekki sjálfgefið að verðmæti verði til. Það er nefnilega mikill munur á auðlind og verðmætasköpun. Auðlindin er hrá – verðmætin verða til í gegnum vinnu, þekkingu og áhættu. Þeir sem leggja á sig að veiða, vinna og selja fiskinn eiga ekki auðlindina – en þeir skapa verðmætin. Og það skiptir máli. Í umræðunni um sjávarútveginn er stundum talað eins og arður fyrirtækja í greininni sé stuldur frá þjóðinni. Eins og það sé einhver ósvífni að sjávarútvegsfyrirtæki skili hagnaði. En þetta er einföldun sem þjónar litlu nema reiði. Hagnaður er ekki afbrot – hann er merki um að verðmætasköpun hafi átt sér stað. Og sú verðmætasköpun er ekki sjálfgefin, ekki ókeypis og ekki áhættulaus. Það þýðir ekki að ekki megi ræða veiðigjöld, sanngjörn arðsemismörk eða félagslega ábyrgð greinarinnar. Það þarf að gera það. En það verður að gera það af sanngirni og með raunsæi. Það er engin dyggð að gagnrýna atvinnugrein á grundvelli upplýsingaóreiðu og pólitískrar sófaspeki. Það er heldur ekki sjálfgefið að fyrirtæki í sjávarútvegi eigi að sætta sig við stöðuga vanþóknun úr öllum áttum þegar þau eru að skapa störf, útflutningstekjur og verðmæti sem við öll njótum góðs af. Við getum krafist þess að sjávarútvegurinn greiði sanngjörn gjöld og sýni samfélagslega ábyrgð – en við verðum líka að viðurkenna að hann skapar verðmæti sem ekki verða til með því einu að fiskur syndi í sjó. Þessi tvíhyggja – að annaðhvort sé greinin arðræningjar eða þjóðhetjur – þjónar engum tilgangi. Hún dregur úr trausti og gerir málefnalega umræðu ómögulega. Sjávarútvegurinn þarf gagnsæi, réttlæti og ábyrgð. En hann á líka skilið virðingu fyrir því sem hann gerir rétt. Það er ekki ósanngjarnt – það er bara heiðarlegt. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun