Réttlæti næst ekki með ranglæti Ingibjörg Isaksen skrifar 13. júní 2025 13:47 Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum? Þetta eru réttindi sem fólk hefur unnið sér inn með áratugalangri þátttöku í atvinnulífinu – réttindi sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í stað málefnalegrar umræðu kaus ráðherra að svara með hroka, umvöndunum og útúrsnúningum í stað þess að fjalla af ábyrgð um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Svarið bar fremur keim af hroka og útúrsnúningum en ábyrgð. En þetta mál snýst ekki um leikþátt og hroka ráðherrans í þingsal – þetta mál snýst um grundvallarréttindi fólks. Þungar áhyggjur lífeyrissjóðanna Í umsögnum lífeyrissjóða, verkalýðshreyfingar og Landssambands eldri borgara er lýst yfir áhyggjum af því að með frumvarpinu sé verið að færa milljarða króna kostnað frá ríkinu og yfir á sjóðfélaga. Lífeyrissjóðir eins og Stapi á Norðurlandi, þar sem margt af okkar fólki í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi greiðir til, gætu þurft að lækka réttindi um allt að 7,5%, réttindum sem njóta verndar stjórnarskrár. Réttindi sem fólk hefur áunnið sér með því að greiða af heilindum til samfélagsins alla sína starfsævi. Í því ljósi er eðlilegt að spyrja hvort hægt sé að auka réttindi eins hóps með því að skerða rétt annarra? Er það í anda réttaríkis að framkvæma slíkar breytingar án raunverulegs samráðs – og gegn vilja þeirra sem fyrir áhrifunum verða? Við í Framsókn styðjum heilshugar bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu – það er hins vegar leiðin að markmiðinu sem við gagnrýnum. Við gerum það ekki með því að etja þjóðfélagshópum saman. Ef það er vilji þessarar ríkisstjórnar að ryðja út lagafrumvörpum í nafni verkstjórnar – frumvörpum sem skerða lífeyrisréttindi verkafólks, í beinni andstöðu við grunnréttindi fólks í landinu – þá er illa fyrir okkur komið. Réttlæti næst ekki með ranglæti Við getum dregið þetta frumvarp til baka, kallað til samráð og leitað sáttar um útfærslu sem er bæði lögleg, réttlát og sanngjörn. Og það skiptir öllu – því það á enginn að þurfa að horfa upp á það að áunninn lífeyrir þeirra sé tekinn til að bæta útgjaldaáætlun ríkisins. Ég mun ekki sitja þegjandi hjá í grundvallarmáli sem þessu – sama hvernig ráðherra bregst við eða reynir að snúa umræðunni. Öryrkjar og eldri borgarar – allt þetta fólk á það sameiginlegt að það á rétt á virðingu og réttlæti frá þeim sem fara með völd. Það er ábyrgð okkar hér á þingi að standa vörð um þau réttindi.Réttlæti næst ekki með ranglæti. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum? Þetta eru réttindi sem fólk hefur unnið sér inn með áratugalangri þátttöku í atvinnulífinu – réttindi sem njóta verndar samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Í stað málefnalegrar umræðu kaus ráðherra að svara með hroka, umvöndunum og útúrsnúningum í stað þess að fjalla af ábyrgð um eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Svarið bar fremur keim af hroka og útúrsnúningum en ábyrgð. En þetta mál snýst ekki um leikþátt og hroka ráðherrans í þingsal – þetta mál snýst um grundvallarréttindi fólks. Þungar áhyggjur lífeyrissjóðanna Í umsögnum lífeyrissjóða, verkalýðshreyfingar og Landssambands eldri borgara er lýst yfir áhyggjum af því að með frumvarpinu sé verið að færa milljarða króna kostnað frá ríkinu og yfir á sjóðfélaga. Lífeyrissjóðir eins og Stapi á Norðurlandi, þar sem margt af okkar fólki í matvælaframleiðslu og sjávarútvegi greiðir til, gætu þurft að lækka réttindi um allt að 7,5%, réttindum sem njóta verndar stjórnarskrár. Réttindi sem fólk hefur áunnið sér með því að greiða af heilindum til samfélagsins alla sína starfsævi. Í því ljósi er eðlilegt að spyrja hvort hægt sé að auka réttindi eins hóps með því að skerða rétt annarra? Er það í anda réttaríkis að framkvæma slíkar breytingar án raunverulegs samráðs – og gegn vilja þeirra sem fyrir áhrifunum verða? Við í Framsókn styðjum heilshugar bætt kjör öryrkja og viljum tryggja réttláta þátttöku þeirra í samfélaginu – það er hins vegar leiðin að markmiðinu sem við gagnrýnum. Við gerum það ekki með því að etja þjóðfélagshópum saman. Ef það er vilji þessarar ríkisstjórnar að ryðja út lagafrumvörpum í nafni verkstjórnar – frumvörpum sem skerða lífeyrisréttindi verkafólks, í beinni andstöðu við grunnréttindi fólks í landinu – þá er illa fyrir okkur komið. Réttlæti næst ekki með ranglæti Við getum dregið þetta frumvarp til baka, kallað til samráð og leitað sáttar um útfærslu sem er bæði lögleg, réttlát og sanngjörn. Og það skiptir öllu – því það á enginn að þurfa að horfa upp á það að áunninn lífeyrir þeirra sé tekinn til að bæta útgjaldaáætlun ríkisins. Ég mun ekki sitja þegjandi hjá í grundvallarmáli sem þessu – sama hvernig ráðherra bregst við eða reynir að snúa umræðunni. Öryrkjar og eldri borgarar – allt þetta fólk á það sameiginlegt að það á rétt á virðingu og réttlæti frá þeim sem fara með völd. Það er ábyrgð okkar hér á þingi að standa vörð um þau réttindi.Réttlæti næst ekki með ranglæti. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun