Ísland smíðar – köllum á hetjurnar okkar Einar Mikael Sverrisson skrifar 13. júní 2025 11:31 Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun