Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba Lovísa Arnardóttir skrifar 13. júní 2025 08:11 Alls létust 240 sem voru um borð í vélinni og í það minnsta fjórir á jörðu. Tugir eru alvarlega slasaðir. Vísir/EPA Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna. Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“ Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Alls voru 241 farþegi og starfsmenn um borð í vélinni. Allir nema einn um borð létu lífið auk einhverra gesta hótelsins. Læknar á spítala í Ahmedabad hafa staðfest að lík fjögurra læknanema hafi verið afhent fjölskyldum sínum og að í það minnsta 30 aðrir læknanemar séu slasaðir, fjórir þeirra séu í lífshættu. Fjölskyldur hinna látnu söfnuðust saman í morgun fyrir utan spítalann í Ahmedabad. Flugvélin var frá Boeing og var af gerðinni 787. Hún var tólf ára gömul. Samkvæmt frétt AP er þetta í fyrsta sinn sem mannskætt slys verður í slíkri vél. Um 1.200 slíkar vélar eru í notkun um allan heim. Vélin lenti á hóteli þar sem læknanemar gistu. Vísir/EPA Læknar eru nú að framkvæma genapróf til að bera kennsl á þau sem létust í slysinu vegna þess hve illa farin líkin voru af bruna. Enn er verið að leita á vettvangi að líkum fólks auk þess sem enn á eftir að finna svarta kassa vélarinnar og flugrita hennar. Að rannsókn indverskra yfirvalda koma einnig aðilar frá Bandaríkjunum, Boeing og General Electic. Ættingjar söfnuðust saman fyrir utan spítalann harmi slegnir. Vísir/EPA Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, mun funda með embættismönnum um málið síðdegis í dag. Hann hitti einhverja af þeim sem slösuðust á spítalanum í gær og ræddi einnig við farþega flugvélarinnar sem lifði slysið af. Ættingjar og starfsmenn spítala bera lík eins sem lést út af spítalanum. Vísir/EPA Vélin hafi ekki komist á loft Bretinn Vishwaskumar Ramesh, sem lifði slysið af, sagði í viðtali við indverska sjónvarpið að hann tryði því varla að hann væri á lífi. Hann lýsti því að það hefði verið eins og flugvélin hefði verið föst í loftinu nokkrum sekúndum eftir flugtak. Kviknað hafi á bæði grænum og hvítum ljósum í vélinni og hún hafi ekki getað náð mikilli hæð áður en hún brotlenti. Hann sagði að sú hlið vélarinnar þar sem hann sat hafi fallið til jarðar við jarðhæð byggingarinnar og það hafi verið pláss fyrir hann til að skríða út eftir að hurð brotnaði og opnaðist. Hann hafi losað beltið og neytt sjálfan sig úr vélinni. „Þegar ég opnaði augun, gerði ég mér grein fyrir því að ég væri á lífi.“
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Bretland Tengdar fréttir Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20 Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35
Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. 12. júní 2025 12:20
Mannskaði á Indlandi og dagsektum beitt gegn SVEIT Í hádegisfréttum fjöllum við um hið hörmulega flugslys sem varð á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 11:42