Með lögregluna á hælum sér vegna manndrápstilraunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 06:31 Antonio Brown var frábær leikmaður en hann fékk líka ófáa heilahristingana á ferli sínum. Getty/ John Jones Atvik á hnefaleikbardaga í Flórída í vor gæti endað mjög illa fyrir fyrrum besta útherja NFL deildarinnar. Antonio Brown var í langan tíma ein stærsta stjarna NFL deildarinnar áður en allt fór í bál og brand. Betri útherja var varla hægt að finna í deildinni í áratug. Síðan að Pittsburgh Steelers losaði sig við hann árið 2019 hefur hann aftur á móti sokkið lægra og lægra. BREAKING: Antonio Brown is wanted by police on an attempted murder charge in Miami-Dade County for a shooting at a celebrity boxing event last month, according to the Washington Post.Brown allegedly punched a man at a celebrity boxing event, grabbed a security guard’s gun,… pic.twitter.com/7O5BpLeVBP— uSTADIUM (@uSTADIUM) June 13, 2025 Hann fékk tækifæri hjá Oakland Raiders, New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers en ekkert gekk. Hann endaði síðan á því að ganga af velli í lokaleiknum sínum með Buccaneers og hefur ekki spilað síðan. Það vildi ekkert félag snerta á honum lengur. Við og við koma fréttir af frekari vandræðum kappans utan vallar en flestir eru sammála því að mörg höfuðhögg inn á vellinum eigi sinn þátt í viltri hegðun hans. Nú er Brown með lögregluna í Miami á hælunum vegna manndrápstilraunar. The Washington Post segir að Miami lögreglan ætli að handtaka Brown fyrir að reyna að drepa mann með byssu. Atvikið gerðist á boxbardaga í Miami í maí. Brown kýldi mann, tók síðan byssu af öryggisverði og skaut tveimur skotum í átt að fyrrnefndum manni. Hann hitti ekki en annað skotið strauk háls mannsins. Þetta gerðist rétt eftir miðnætti í Litla Haíti hverfinu í Miami. Lögreglan yfirheyrði Brown þá en sleppti honum nokkrum klukkutímum síðar gegn tryggingu. Brown gæti því verið á leiðinni í fangelsi fari svo að hann verði dæmdur sekur. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Antonio Brown var í langan tíma ein stærsta stjarna NFL deildarinnar áður en allt fór í bál og brand. Betri útherja var varla hægt að finna í deildinni í áratug. Síðan að Pittsburgh Steelers losaði sig við hann árið 2019 hefur hann aftur á móti sokkið lægra og lægra. BREAKING: Antonio Brown is wanted by police on an attempted murder charge in Miami-Dade County for a shooting at a celebrity boxing event last month, according to the Washington Post.Brown allegedly punched a man at a celebrity boxing event, grabbed a security guard’s gun,… pic.twitter.com/7O5BpLeVBP— uSTADIUM (@uSTADIUM) June 13, 2025 Hann fékk tækifæri hjá Oakland Raiders, New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers en ekkert gekk. Hann endaði síðan á því að ganga af velli í lokaleiknum sínum með Buccaneers og hefur ekki spilað síðan. Það vildi ekkert félag snerta á honum lengur. Við og við koma fréttir af frekari vandræðum kappans utan vallar en flestir eru sammála því að mörg höfuðhögg inn á vellinum eigi sinn þátt í viltri hegðun hans. Nú er Brown með lögregluna í Miami á hælunum vegna manndrápstilraunar. The Washington Post segir að Miami lögreglan ætli að handtaka Brown fyrir að reyna að drepa mann með byssu. Atvikið gerðist á boxbardaga í Miami í maí. Brown kýldi mann, tók síðan byssu af öryggisverði og skaut tveimur skotum í átt að fyrrnefndum manni. Hann hitti ekki en annað skotið strauk háls mannsins. Þetta gerðist rétt eftir miðnætti í Litla Haíti hverfinu í Miami. Lögreglan yfirheyrði Brown þá en sleppti honum nokkrum klukkutímum síðar gegn tryggingu. Brown gæti því verið á leiðinni í fangelsi fari svo að hann verði dæmdur sekur. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira