Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2026 15:29 Sérfræðingarnir vilja að Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson séu saman í miðri vörn Íslands, líkt og í seinni hálfleik gegn Ungverjalandi í síðasta leik. vísir/Vilhelm „Plaffaðir í kaf og lítil markvarsla. Menn eru allt of mikið að gleyma sér,“ sagði Ólafur Stefánsson í hálfleik leiks Íslands og Króatíu á EM í handbolta, ómyrkur í máli þegar talið barst að hriplekri vörn Íslands. Króatía var 19-15 yfir í hálfleik og virtist hreinlega geta skorað að vild. Markverðir Íslands vörðu samtals þrjú skot og vörnin hjálpaði þeim nánast ekkert. „Þú mátt bara ekki gleyma þér. Menn eru aðeins að sökkva. Gleyma sér í sekúndu og þetta snýst bara um sekúndubrot,“ sagði Ólafur á RÚV í hálfleik. Sérfræðingarnir voru sammála um að Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson ættu að vera saman í miðri vörn Íslands, líkt og í seinni hálfleik gegn Ungverjalandi í síðasta leik, og kölluðu eftir því að Snorri Steinn Guðjónsson færi þá leið. „Það fæðast nýir leikmenn á hverju stórmóti. Einar Þorsteinn spilaði frábærlega í síðasta leik eftir að Elvar meiddist. Ég skil ekki af hverju er verið að bíða með hann í þessum leik. Við erum teknir í bólinu. Flatir. Fáum á okkur 19 mörk. Hvaða rugl er það?“ sagði Kári Kristján Kristjánsson og tók af Ólafi ómakið við að kalla eftir syni hans í vörnina. Logi Geirsson tók í sama streng: „Elliði og Einar Þorsteinn eiga bara að spila þarna. Mér fannst skrýtið hvernig hann [Snorri Steinn] byrjaði leikinn. Þeir [Króatar] vilja fá þetta flæði og þessar flugbrautir, en við erum hvergi að stoppa þá,“ sagði Logi. „Við verðum að fara í agressíva, virka vörn. Þegar það gerist þá má enginn leikmaður gleyma sér. Þá þarf athygli frekar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Ólafur fyrir seinni hálfleikinn og sérfræðingarnir virtust sammála um að Viktor Gísli Hallgrímsson ætti að fá allan tímann í markinu: „Hann verður bara að vera þarna inná.“ EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira
Króatía var 19-15 yfir í hálfleik og virtist hreinlega geta skorað að vild. Markverðir Íslands vörðu samtals þrjú skot og vörnin hjálpaði þeim nánast ekkert. „Þú mátt bara ekki gleyma þér. Menn eru aðeins að sökkva. Gleyma sér í sekúndu og þetta snýst bara um sekúndubrot,“ sagði Ólafur á RÚV í hálfleik. Sérfræðingarnir voru sammála um að Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson ættu að vera saman í miðri vörn Íslands, líkt og í seinni hálfleik gegn Ungverjalandi í síðasta leik, og kölluðu eftir því að Snorri Steinn Guðjónsson færi þá leið. „Það fæðast nýir leikmenn á hverju stórmóti. Einar Þorsteinn spilaði frábærlega í síðasta leik eftir að Elvar meiddist. Ég skil ekki af hverju er verið að bíða með hann í þessum leik. Við erum teknir í bólinu. Flatir. Fáum á okkur 19 mörk. Hvaða rugl er það?“ sagði Kári Kristján Kristjánsson og tók af Ólafi ómakið við að kalla eftir syni hans í vörnina. Logi Geirsson tók í sama streng: „Elliði og Einar Þorsteinn eiga bara að spila þarna. Mér fannst skrýtið hvernig hann [Snorri Steinn] byrjaði leikinn. Þeir [Króatar] vilja fá þetta flæði og þessar flugbrautir, en við erum hvergi að stoppa þá,“ sagði Logi. „Við verðum að fara í agressíva, virka vörn. Þegar það gerist þá má enginn leikmaður gleyma sér. Þá þarf athygli frekar en nokkru sinni fyrr,“ sagði Ólafur fyrir seinni hálfleikinn og sérfræðingarnir virtust sammála um að Viktor Gísli Hallgrímsson ætti að fá allan tímann í markinu: „Hann verður bara að vera þarna inná.“
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Sjá meira