Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2025 23:00 Fjölmenni var í Veröld á erindi Andreas Schleicher forstðumanns menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Vísir/Einar Höfundur PISA-prófanna segir íslenska skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats og segir að læra þurfi að nýta tæknina á skapandi hátt. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin var í Veröld - húsi Vigdísar á dögunum. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan. Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira