Tökum höndum saman áður en það er of seint Karólína Helga Símonardóttir skrifar 12. júní 2025 12:16 Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Hafnarfjörður Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun