Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar 12. júní 2025 13:01 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Leikskólar Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar