Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum Nótt Thorberg skrifar 12. júní 2025 11:15 Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður á Celcíus. Vísindasamfélagið hefur sýnt fram á að fari hlýnunin yfir þennan þröskuld muni áhrif hennar á umhverfi og samfélag manna aukast bæði hratt og verulega. Til að ná þessu mikilvæga markmiði er hins vegar ekki nóg eitt og sér að draga úr losun. Við þurfum einnig að eiga við það kolefni sem nú þegar hefur safnast saman í andrúmsloftinu og jafnframt það sem mun áfram bætast við – allt fram að því að markmiðum verður náð. Til einföldunar getum við litið á málið eins og skuld. Þótt eyðslunni sé hætt þarf samt að borga skuldina. Kolefnið sem þegar er til staðar í lofthjúpnum hefur áhrif á loftslag jarðar og því er brýnt að minnka það með markvissum hætti, til dæmis með því að jafna það út, binda það varanlega eða endurnýta það í iðnaði. Þessar leiðir eru dæmi um svokallaða kolefnisstjórnun (e. Carbon Management) en hún er lykilþáttur í því að ná alþjóðlegum loftslagsmarkmiðum. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) hefur ítrekað bent á að lausnir sem fanga og binda kolefni séu ekki valkostir heldur bein nauðsyn til þess að stemma stigu við vandanum. Slíkar lausnir kallast alþjóðlega CCS (e. Carbon Capture and Storage) og CDR (e. Carbon Dioxide Removal). Þær fela í sér sér að kolefni sé ýmist fangað úr andrúmslofti eða frá iðnaðis og að það sé bundið varanlega í jarðlög þar sem það verður að steini. Þá er einnig horft til þess hvernig endurnýta megi kolefni (e. Carbon Capture, Storage and Utilization), meðal annars til framleiðslu rafeldsneytis og annarra vistvænna efna. Nýútkomin skýrsla DNV Energy Transition Outlook: CCS to 2050, sem birt var í vikunni, spáir því að þessar lausnir muni vaxa og ná að fanga 6% af losun kolefnis á heimsvísu árið 2050. Það er þó verulega minna en þarf til að ná kolefnishlutleysi. Þá er bent á nauðsyn þessara lausna fyrir atvinnugreinar sem eiga hvað erfiðast við að draga úr sinni losun. Íslenskt frumkvöðlastarf í fararbroddi Hér gegna því bæði náttúrulegar aðferðir, eins og binding kolefnis í skógi og jarðvegi, og hátæknilausir lykilhlutverki. Ísland hefur alla burði til þess að verða leiðandi í þróun hátæknilausna á þessu sviði. Hér fer fram frumkvöðlastarf á sviði föngunar, förgunar og nýtingar kolefnis sem vakið hefur athygli á heimsvísu. Verkefni á borð við Carbfix nýta sér jarðfræðilega þekkingu til þess að breyta kolefni í stein á öruggan og varanlegan hátt. Á Hellisheiði vinnur jafnframt fyrirtækið Climeworks að því að fanga kolefni úr andrúmsloftinu á sérstökum föngunarstöðvum sínum, Orca og Mammoth, sem eru þær fyrstu sinnar tegundar í heiminum. Þá er íslenska fyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) leiðandi í þróun og framleiðslu vistvænu metanóli með því að endurnýta fangað kolefni. Leiðin að kolefnishlutleysi verður löng og krefjandi. Til þess að ná settu markmiði þurfum við að gera róttækar breytingar á bæði því hvaða orkugjafa við styðjumst við og hvernig við nýtum þá. Á sama tíma er brýnt að stuðla að því að auðlindir séu nýttar á sjálfbæran hátt. En við þurfum einnig að vera nógu hugrökk til þess að horfast í augu við þá staðreynd að markmiðinu verður ekki náð án nýrrar tækni. Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi. Með því að fjárfesta og styðja við lausnir sem fanga, binda og nýta kolefni á ábyrgan hátt getum við lagt mikið af mörkum í baráttunni við að ná takmarki Parísarsáttmálans og snúa við þróun loftslagsbreytinga. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun