Óttumst við það að vera frjálsar manneskjur í frjálsu landi? Arnar Þór Jónsson skrifar 12. júní 2025 10:33 Mörgum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum var illa brugðið þegar þeir heyrðu ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur um bókun 35 6. júní sl. [Innskot: Ég o.fl. erum enn sjálfsstæðismenn með litlu ess-i í þeim skilningi að við aðhyllumst Sjálfstæðisstefnuna, öfugt við flokksforystuna]. Meðan ég hlustaði á ræðu formannsins varð mér hugsað til allra þeirra gömlu Sjálfstæðismanna sem hvíla nú undir grænni torfu með gullmerkin sín frá flokknum fyrir ötult starf í þágu flokksins sem þeir trúðu að væri málsvari frelsis: Einstaklingsfrelsis; frelsis til orðs og æðis; atvinnufrelsis; athafnafrelsis; verslunarfrelsis; markaðsfrelsis; akademísks frelsis o.s.frv., þar sem allt gekk út á að hafna miðstýringu og pólitísku handafli. Við trúðum því (og trúum því enn) að mögulegt sé fyrir menn (og þjóðir) að stjórna eigin för, taka sjálfstæðar ákvarðanir og hugsa sjálfstætt. Ræða Guðrúnar var uppfull af öfugmælum og rangfærslum: EES var ekki samþykktur á Alþingi með "yfirgnæfandi meirihluta" (atkvæði féllu 33-30). Alþingi mun aldrei "ákveða annað", þ.e. setja lög þvert gegn EES skuldbindingum sem við höfum undirgengist, því það myndi framkalla skaðabótamál og samningsbrotamál Vélræn, athugasemdalaus og anndmælalaus innleiðing í rúmlega 30 ár réttlætir ekki fyrirvaralausa orðnotkun um að þessar EES reglur séu "íslensk lög" Íslendingar hafa varið bókun 35 í yfir 30 ár og þurfa ekki að gefast upp baráttulaust fyrir ESA Guðrún fellur í þá gryfju að einblína á réttindi sem EES veitir en gleymir því að EES fylgja óteljandi skuldbindingar sem fyrr eða síðar munu bíta fast þjóð sem í andvaraleysi innleiðir allar reglur og festir sig þar með sífellt fastar í fjötra ESB Frumvarpið um bókun 35 tryggir ekki fyrirsjáanleika, heldur þvert á móti dregur úr fyrirsjáanleika þegar Íslendingar geta ekki lengur treyst því að ný lög frá Alþingi muni standast gagnvart eldri EES-skuldbindingum þetta eykur því hvorki "lagaskýrleika" né réttaröryggi Ísland á ekki "allt undir" EES samningnum. EES er lítill hluti heimsmarkaðar. Aðrar þjóðir flytja vörur og þjónustu inn á EES svæðið án þess að flytja inn EES reglur og án þess að afsala sér æðsta dómsvaldi um þær reglur. Einhvers staðar á langri leið varð Flokkurinn viðskila við stefnu sína. Það er eina skýringin á því fylgistapi sem orðið hefur. Hugsjónamennirnir urðu heimilislausir í pólitískum skilningi. Hinir (flokksmennirnir) þrömmuðu áfram eftir flokkslínunni, þ.e. þeir sem ekki gátu hugsað sér að svíkja flokkinn með því að berjast lengur fyrir stefnu hans. Á þessari vegferð hefur það gleymst að einstaklingsfrelsið (og sjálfstæði landsins) er fólgið í því að hafa sjálfstæða skoðun, geta skipt um skoðun og hafa kjark til að standa með sjálfum sér og segja frá því. Frelsið verður aldrei varið með undirgefni og þægð. Síðastnefndu skilaboðin voru þó rauði þráðurinn í framangreindri ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að Íslendingum "BERI" að sýna hollustu og þægð því kerfi sem reist hefur verið í kringum EES samninginn. EES, eins og það hefur þróast, er dæmi um nýja tegund stjórnkerfis, sem seilist sífellt lengra inn í atvinnulífið, félagslífið og persónulegt líf okkar, stjórnkerfis sem krefst andmælalausrar innleiðingar og undirgefni íslensks þjóðfélags gagnvart erlendu valdi sem við höfum enga stjórn á. Þegar hlustað er á ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttir vaknar sú spurning hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að Íslendingar veiki löggjafarvaldið, gefi frá sér æðsta dómsvald og afhendi framkvæmdavaldið til Brussel? Hver ætlar að vera málsvari frelsisins þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt niður kyndilinn? Frelsi manna og þjóða er nú ógnað úr öllum áttum. Fasistahreyfingar aðhyllast miðstýringu og valdbeitingu. And-fasistar (Antifa) aðhyllast miðstýrða hugmyndafræðilega einsleitni sem innleiða má með ofbeldi. Stærsta frelsisógnin kemur þó ekki þaðan, heldur frá persónulegum viðhorfum okkar sjálfra og viðhorfum sem fest hafa rætur innan stofnana (og flokka) sem treysta sér ekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem frelsið leggur okkur á herðar og vilja þess í stað afhenda valdataumana til ytra valds, sem krefst aga, einsleitni og ósjálfstæðis. Mikilvægasta frelsisbaráttan fer fram í okkar eigin hjarta og innan okkar eigin stofnana (og flokka). Öll höfum við innbyggða frelsisþrá, en það er líka mannlegt að vilja gangast undir vilja, vald eða áhrif annarra. Í síðarnefndu gryfjuna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fallið. Nú reiðum við sjálfstæðismenn (með litlu ess-i) okkur á málflutning Miðflokksmanna. Ef eitthvað i þessum línum hér að ofan getur orðið þeim að gagni í andófi gegn þeim sem vilja veikja Alþingi og skerða fullveldið, þá yrði það örlítil huggun gegn þeim harmi að sjá Sjálfstæðisflokkinn skaða arfleifð sína í beinni útsendingu. Höfundur er lögmaður og sjálfstæðismaður (með litlu essi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum var illa brugðið þegar þeir heyrðu ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur um bókun 35 6. júní sl. [Innskot: Ég o.fl. erum enn sjálfsstæðismenn með litlu ess-i í þeim skilningi að við aðhyllumst Sjálfstæðisstefnuna, öfugt við flokksforystuna]. Meðan ég hlustaði á ræðu formannsins varð mér hugsað til allra þeirra gömlu Sjálfstæðismanna sem hvíla nú undir grænni torfu með gullmerkin sín frá flokknum fyrir ötult starf í þágu flokksins sem þeir trúðu að væri málsvari frelsis: Einstaklingsfrelsis; frelsis til orðs og æðis; atvinnufrelsis; athafnafrelsis; verslunarfrelsis; markaðsfrelsis; akademísks frelsis o.s.frv., þar sem allt gekk út á að hafna miðstýringu og pólitísku handafli. Við trúðum því (og trúum því enn) að mögulegt sé fyrir menn (og þjóðir) að stjórna eigin för, taka sjálfstæðar ákvarðanir og hugsa sjálfstætt. Ræða Guðrúnar var uppfull af öfugmælum og rangfærslum: EES var ekki samþykktur á Alþingi með "yfirgnæfandi meirihluta" (atkvæði féllu 33-30). Alþingi mun aldrei "ákveða annað", þ.e. setja lög þvert gegn EES skuldbindingum sem við höfum undirgengist, því það myndi framkalla skaðabótamál og samningsbrotamál Vélræn, athugasemdalaus og anndmælalaus innleiðing í rúmlega 30 ár réttlætir ekki fyrirvaralausa orðnotkun um að þessar EES reglur séu "íslensk lög" Íslendingar hafa varið bókun 35 í yfir 30 ár og þurfa ekki að gefast upp baráttulaust fyrir ESA Guðrún fellur í þá gryfju að einblína á réttindi sem EES veitir en gleymir því að EES fylgja óteljandi skuldbindingar sem fyrr eða síðar munu bíta fast þjóð sem í andvaraleysi innleiðir allar reglur og festir sig þar með sífellt fastar í fjötra ESB Frumvarpið um bókun 35 tryggir ekki fyrirsjáanleika, heldur þvert á móti dregur úr fyrirsjáanleika þegar Íslendingar geta ekki lengur treyst því að ný lög frá Alþingi muni standast gagnvart eldri EES-skuldbindingum þetta eykur því hvorki "lagaskýrleika" né réttaröryggi Ísland á ekki "allt undir" EES samningnum. EES er lítill hluti heimsmarkaðar. Aðrar þjóðir flytja vörur og þjónustu inn á EES svæðið án þess að flytja inn EES reglur og án þess að afsala sér æðsta dómsvaldi um þær reglur. Einhvers staðar á langri leið varð Flokkurinn viðskila við stefnu sína. Það er eina skýringin á því fylgistapi sem orðið hefur. Hugsjónamennirnir urðu heimilislausir í pólitískum skilningi. Hinir (flokksmennirnir) þrömmuðu áfram eftir flokkslínunni, þ.e. þeir sem ekki gátu hugsað sér að svíkja flokkinn með því að berjast lengur fyrir stefnu hans. Á þessari vegferð hefur það gleymst að einstaklingsfrelsið (og sjálfstæði landsins) er fólgið í því að hafa sjálfstæða skoðun, geta skipt um skoðun og hafa kjark til að standa með sjálfum sér og segja frá því. Frelsið verður aldrei varið með undirgefni og þægð. Síðastnefndu skilaboðin voru þó rauði þráðurinn í framangreindri ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að Íslendingum "BERI" að sýna hollustu og þægð því kerfi sem reist hefur verið í kringum EES samninginn. EES, eins og það hefur þróast, er dæmi um nýja tegund stjórnkerfis, sem seilist sífellt lengra inn í atvinnulífið, félagslífið og persónulegt líf okkar, stjórnkerfis sem krefst andmælalausrar innleiðingar og undirgefni íslensks þjóðfélags gagnvart erlendu valdi sem við höfum enga stjórn á. Þegar hlustað er á ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttir vaknar sú spurning hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að Íslendingar veiki löggjafarvaldið, gefi frá sér æðsta dómsvald og afhendi framkvæmdavaldið til Brussel? Hver ætlar að vera málsvari frelsisins þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt niður kyndilinn? Frelsi manna og þjóða er nú ógnað úr öllum áttum. Fasistahreyfingar aðhyllast miðstýringu og valdbeitingu. And-fasistar (Antifa) aðhyllast miðstýrða hugmyndafræðilega einsleitni sem innleiða má með ofbeldi. Stærsta frelsisógnin kemur þó ekki þaðan, heldur frá persónulegum viðhorfum okkar sjálfra og viðhorfum sem fest hafa rætur innan stofnana (og flokka) sem treysta sér ekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem frelsið leggur okkur á herðar og vilja þess í stað afhenda valdataumana til ytra valds, sem krefst aga, einsleitni og ósjálfstæðis. Mikilvægasta frelsisbaráttan fer fram í okkar eigin hjarta og innan okkar eigin stofnana (og flokka). Öll höfum við innbyggða frelsisþrá, en það er líka mannlegt að vilja gangast undir vilja, vald eða áhrif annarra. Í síðarnefndu gryfjuna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fallið. Nú reiðum við sjálfstæðismenn (með litlu ess-i) okkur á málflutning Miðflokksmanna. Ef eitthvað i þessum línum hér að ofan getur orðið þeim að gagni í andófi gegn þeim sem vilja veikja Alþingi og skerða fullveldið, þá yrði það örlítil huggun gegn þeim harmi að sjá Sjálfstæðisflokkinn skaða arfleifð sína í beinni útsendingu. Höfundur er lögmaður og sjálfstæðismaður (með litlu essi).