Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli? Daði Rafnsson, Kristján Vigfússon, Margrét Manda Jónsdóttir og Martin Swift skrifa 11. júní 2025 10:15 Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Í ljósi þess að flugvél í aðflugi missti nefhjól sem hafnaði á Austurvelli er mikilvægt að stjórnvöld taki málið alvarlega. Oft er margmennt á Austurvelli en á sama tíma er flugumferð yfirgengilega mikil yfir miðborginni. Þetta er augljós öryggisógn þegar villta vestrið í flugumferð ríkir yfir helstu stjórnsýslubyggingum landsins, Landspítala og fjölmennustu byggð á Íslandi. Reglulega koma upp fréttamál vegna vanbúnaðar í öryggismálum tengdum Reykjavíkurflugvelli. Flugumferðarstjórar að horfa á enska boltann, djammari sem labbar inn fyrir girðingu flugvallarins, ökutæki sem keyra út á völl í aðflugi og ýmislegt fleira. Núna lendir nefhjól kennsluvélar hjá Alþingi á Austurvelli, en slíkar vélar taka oft á loft eða aðflug yfir barnaskóla í Kópavogi. En enginn virðist bera ábyrgð eða virka eftirlitsskyldu með starfsemi vallarins. Það er óásættanlegt að Hljóðmörk hafi engin viðbrögð fengið frá núverandi samgönguráðherra, sem hefur frá því snemma á árinu farið undan í flæmingi eða hunsað beiðnir okkar um ósk eftir samtali. Hægt er að sjá tölvupóstsamskipti okkar við ráðuneytið á Facebook síðu Hljóðmarkar, en þar höfum við lýst áhyggjum af öryggi á jörðu niðri. Ekki hefur tekist að fá fund með Samgöngustofu eða stjórn ISAVIA til að ræða lausnir. Samtökin hafa einnig reynt að ná sambandi við núverandi formenn ríkisstjórnarflokkanna án árangurs. Núverandi staða krefst skýrra aðgerða. Flugumferð sem snýst ekki um mannslíf, né áætlunarferðir út á land þarf að flytjast annað til að tryggja öryggi, hljóðvist og lífsgæði í mannvænni borg. Við mótmælum óhóflegri, óþarfa og stjórnlausri flugumferð sem truflar daglegt líf íbúanna. Það er kominn tími til að hlusta á og bregðast við, áður en verr fer heldur en í gær. Fyrir hönd íbúasamtakanna Hljóðmarkar Daði RafnssonKristján VigfússonMargrét Manda JónsdóttirMartin Swift
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar