Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 23:24 Fjöldi fólks mætti á minningarathöfn í miðborg Grenz í kvöld. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki. EPA Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz. „Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“ Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
„Þetta er rosalegt áfall, maður trúir þessu ekki. Þetta er raunveruleiki sem maður nær ekki utan um,“ segir Þóra Margrét Guðmundsdóttir, sem búsett er í Graz í Austurríki, í samtali við fréttastofu. Tvö af þremur börnum hennar ganga í aðra menntaskóla í borginni. Fékk skilaboð frá vinnufélaga Þóra Margrét var að vinna heima hjá sér í morgun þegar hún fékk skilaboð frá vinnufélaga hún er spurð hvort börnin hennar séu nokkuð í BORG-menntaskólanum við Dreierschützengasse. Þegar hún opnaði vefmiðlana áttaði hún sig á því hvað gengi á. „Það voru margir sem höfðu samband við mig, fólk veit náttúrlega ekki nákvæmlega í hvaða skóla börnin mín eru,“ segir Þóra Margrét. Stúdentspróf standa nú yfir í menntaskólum Graz þannig að í einhverjum skólum var frídagur í dag en öðrum ekki. Dóttir hennar var til að mynda í fríi en ekki sonur hennar. Sonurinn kom fyrr heim úr skólanum vegna árásarinnar. Þóra Margrét Guðmundsdóttir er búsett í Graz. EPA „Þegar maður er sjálfur með börn á þessum aldri getum við sett okkur í spor foreldra sem komu að ná í börnin sín og þurftu að bíða eftir upplýsingum um þau,“ segir Þóra. „Maður brotnar niður við að hugsa um þessa foreldra.“ Árásarmaðurinn er meðal ellefu látinna eftir skotárásina. Hann er sagður fyrrverandi nemandi við skólann sem taldi sig þolanda eineltis í skólanum. Þýskir miðlar segja að hann hafi svipt lífi í kjölfar árásarinnar og fundist látinn inni á salerni skólans. Þóra telur líklegt að árásin muni hafa áhrif á bæði öryggismál og vopnalög í landinu en einnig mál tengd einelti. „Ef það kemur í ljós að einelti hefur komið þessu af stað verður líklegast líka reynt að passa upp á hvernig krökkunum líður í skólanum ef einelti er ástæða fyrir því að hann gerir þetta.“ Hún segir árásina jafnframt ýfa upp gömul sár, en nærri slétt tíu ár eru síðan maður ók bíl á hóp fólks í miðbæ Graz með þeim afleiðingum að þrír létust og tugir særðust. Sú árás var gerð þann 20. júní 2015. „Maður er hvergi óhultur þó maður sé í svona öruggri borg.“
Austurríki Íslendingar erlendis Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira