Örvæntingafullir endó-sjúklingar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 11. júní 2025 08:32 Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Kvenheilsa Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það var átakanlegt að hlusta á viðtal Ríkisútvarpsins við unga konu með endómetríósu, endó. Konan er þjökuð af verkjum en fékk ekki sjúkdómsgreiningu fyrr en eftir að hafa gengið á milli lækna í sex ár og verið send heim ítrekað með verkjalyf. Greiningin fékkst loksins á Klíníkinni, en talið er að allt að tíu prósent kvenna þjáist af endó. Í umfjöllun RÚV um málið kom fram að verið sé að semja um greiðsluþátttöku fyrir 100 aðgerðir sem þegar hafa verið framkvæmdar á Klíníkinni. Þegar eru um 100 konur til viðbótar á biðlista eftir aðgerð þar. Því er útlit fyrir að þær þurfi að greiða fyrir heilbrigðisþjónustuna úr eigin vasa, vilji þær fá lausn sinna mála á þessu ári. Endósamtökin, samtök sjúklinga með sjúkdóminn, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessari stöðu. Aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu háð efnahag Á dögunum tók ég upp stöðu þessa viðkvæma sjúklingahóps í sérstakri umræðu um heilbrigðismál í þinginu. Þrautarganga sjúklinga með endó hefur verið með slíkum ólíkindum. Sjúkdómurinn getur valdið hryllilegum verkjum og ófrjósemi og þar til á síðasta kjörtímabili biðu konur lengi – sárþjáðar - eftir opinberri heilbrigðisþjónustu. Langt umfram viðmiðunarmörk landlæknis. Þær sem höfðu efni á, og reyndar líka þær sem höfðu það ekki, gáfust upp á biðinni og greiddu einkaaðilum háar fjárhæðir úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu. Í ákalli til stjórnvalda sögðu Endósamtökin það vera nöturlega staðreynd að aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Íslandi færi eftir efnahag. Heilbrigðisráðherra Viðreisnar prófaður Mikil bót varð á málum á síðasta kjörtímabili þegar þáverandi heilbrigðisráðherra samdi við einkaaðila um þjónustu endó-sjúklinga. Með því styttust biðlistar og endó-sjúklingar urðu jafnsettir í íslensku heilbrigðiskerfi, óháð efnahag. Stjórnmálamenn segjast gjarnan leggja áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og því er staðan sem nú er komin upp mikill prófsteinn á störf nýs heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller. Staðan er sömuleiðis prófsteinn á Samfylkinguna sem hefur lagt mikla áherslu á heilbrigðiskerfið í sínum málflutningi, en ekki síður á Viðreisn sem ber ábyrgð á setu Ölmu í þessari ríkisstjórn. Mun nýr heilbrigðisráðherra hugsa um hag endó-sjúklinga? Eða munu gamaldags hugsun og fordómar í garð einkaaðila byrgja henni sýn? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun