Þið dirfist að kalla mig fasista og rasista? Davíð Bergmann skrifar 13. júní 2025 06:00 Þegar ég sé fréttamyndir á netinu af ungum rússneskum hermönnum sem eiga að vera í blóma lífsins, liggjandi í drullunni í skotgröfum í austurhluta Úkraníu, sundurskotnir, rennur kalt vatn á milli herðablaðanna hjá mér. Þegar það er möguleiki að skattpeningar mínir hafi fjármagnað skotfærin sem hæfðu þessa ungu menn. Til hverra skyldu þessir ungu menn hafa verið að hugsa þarna liggjandi í forunni með vini sína sundursprengda og skotna allt í kringum sig, kannski líka að taka síðustu andardrættina sárkvaldir og hrópandi á almættið? Kannski voru þeir „heppnir“ og komust heim til mömmu og pabba gömlu í sveitinni eða kærustunnar sem var heima ólétt og beið? Að vísu örkrumlaðir því kúlurnar sem við fjármögnuðum sundurslitu mænur þeirra og þeirra bíður að vera bundnir við hjólastól það sem eftir er. Hvað veit maður? Eru þetta ekki sviðsmyndir sem gætu hafa átt sér stað? Eða fóru kúlurnar sem við útveguðum bara í það að skjóta niður óvinadróna? En vorum við spurð einhvern tímann hvort við værum sammála því að vera þátttakandi í þessum hildarleik, ekki svo ég muni, ekki frekar en að borga undir fólk sem hefur komið hingað til að leita hælis af ýmsum ástæðum og það fólk á að fá fría menntun, heilbrigðisþjónustu og húsaskjól á minn og þinn kostnað. Svo það sé sagt þá tek ég ekki afstöðu með hvorugum aðilunum í stríðinu í Úkraníu en við erum að setja fé í annan aðilann og þess vegna tók ég þetta dæmi. Hins vegar tek ég afstöðu til þess að kaupa skotfæri og vopn; ef við eigum að gera eitthvað þá eigum við að dæla meiri peningum í alþjóðastarf eins og Rauða krossinn til að vinna að mannúð en ekki fóðra stríðsrekstur, við erum einu sinni herlaust land og þannig vil ég hafa það áfram og við eigum ekki að vera að stilla okkur upp á skotskífuna í valdabaráttu heimveldanna. Hroka-elítan En á sama tíma liggur gamla fólkið okkar á göngum spítalanna og fær ekki þá þjónustu sem það þarf! Stjórnmálaelítan og hirðin í kringum hana er á sama tíma með þá tilætlunarsemi að ég verði að skilja það að hælisleitendur og innflytjendur eigi að ganga fyrir en ekki gamla fólkið okkar sem hefur skilað sínu margfalt til samfélagsins og sem verðskuldar áhyggjulaust ævikvöld. En þannig er það ekki því forgangurinn er að dæla fé annaðhvort í tilgangslaust stríð eða bjarga öllum öðrum í heiminum af því að við erum svo „góð“. Er von að maður sé farinn að spyrja sig þessara spurninga hver sé að skapa fasismann, þegar pabbi heitinn komst ekki að á hjúkrunarheimili fyrr en á nítugasta og fyrsta aldursárinu og hann dó tveimur vikum síðar? Þá fætinum styttri með illkynja æxli djúpt ofan í lunga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn á þremur rifjum og kominn með sprungu í mjöðm eftir að hafa dottið heima hjá sér ítrekað og öldruð kona hans að hjúkra honum og sjálf veik. Ekki fékk hann inni á hjúkrunarheimili, í sínum heimabæ sem var Kópavogur í 60 ár, heldur var honum komið fyrir á Akranesi. Hann var rúmliggjandi allan tímann og komst eiginlega aldrei til meðvitundar þar. Núna situr mamma ein eftir, áttatíu og fjögurra ára, eftir í húsinu þeirra sem er á þremur pöllum þó svo að endurhæfingateymi á Landakoti hafi mælt með því, eftir að hún mjaðmagrindarbrotnaði heima hjá sér við að falla í stiga, að hún færi á hjúkrunarheimili en svarið frá Landlæknisembættinu var „computer say´s NO.“ Samt með hættulega lágan blóðþrýsting sem veldur hjá henni jafnvægisleysi sem var orsökin fyrir mjaðmagrindarbrotinu. Hann lá oft, og mörgum sinnum og í mörg ár, á göngum spítalanna og var lagður inn á spítala þegar hjúkrunarheimili hefði dugað honum til að fá þá þjónustu sem hann þurfti. Það sama er uppi á teningnum hjá mömmu gömlu; hún leggst inn á spítala reglulega einfaldlega vegna þess að hún kemst ekki að á hjúkrunarheimili sem er sú þjónusta sem ætti að vera í boði fyrir hana. Og ég er kallaður fasisti og rasisti! Computer says NO Haldið þið að ég sé þá mikið að velta fyrir mér þörfum hælisleitenda hér á landi og innflytjenda þegar að computer say´s NO við fólkið mitt sem hefur tvímælalaust unnið fyrir því á lífsleiðinni að fá áhyggjulaust ævikvöld en fær það ekki? Svo þegar eitthvað hrokamennta- og stjórnmálaelítulið sem ég efast um að hafi fengið blöðrur á fingur við að vinna almenna vinnu með tveimur jafnsterkum en í staðinn nagað blýanta meira og minna allt sitt líf, drukkið cafe latte á kaffhúsum og segir á innsoginu þið þarna eruð rasistar og fasistar og hvernig drifist ykkur að vefa þjóðfána okkar. Kannski ætti þetta elítulið sem horfir á almenning með fyrirlitningu og hroka og er tilbúið að fóðra stríðsmaskínuna í öðrum heimshluta en fordæmir stríð annars staðar í heiminum að fara að hugsa sinn gang. Hvað verðum við langt að bíða þess að hatursdeild lögreglunnar verði sigað á okkur vegna okkar fasísku skoðanna? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég sé fréttamyndir á netinu af ungum rússneskum hermönnum sem eiga að vera í blóma lífsins, liggjandi í drullunni í skotgröfum í austurhluta Úkraníu, sundurskotnir, rennur kalt vatn á milli herðablaðanna hjá mér. Þegar það er möguleiki að skattpeningar mínir hafi fjármagnað skotfærin sem hæfðu þessa ungu menn. Til hverra skyldu þessir ungu menn hafa verið að hugsa þarna liggjandi í forunni með vini sína sundursprengda og skotna allt í kringum sig, kannski líka að taka síðustu andardrættina sárkvaldir og hrópandi á almættið? Kannski voru þeir „heppnir“ og komust heim til mömmu og pabba gömlu í sveitinni eða kærustunnar sem var heima ólétt og beið? Að vísu örkrumlaðir því kúlurnar sem við fjármögnuðum sundurslitu mænur þeirra og þeirra bíður að vera bundnir við hjólastól það sem eftir er. Hvað veit maður? Eru þetta ekki sviðsmyndir sem gætu hafa átt sér stað? Eða fóru kúlurnar sem við útveguðum bara í það að skjóta niður óvinadróna? En vorum við spurð einhvern tímann hvort við værum sammála því að vera þátttakandi í þessum hildarleik, ekki svo ég muni, ekki frekar en að borga undir fólk sem hefur komið hingað til að leita hælis af ýmsum ástæðum og það fólk á að fá fría menntun, heilbrigðisþjónustu og húsaskjól á minn og þinn kostnað. Svo það sé sagt þá tek ég ekki afstöðu með hvorugum aðilunum í stríðinu í Úkraníu en við erum að setja fé í annan aðilann og þess vegna tók ég þetta dæmi. Hins vegar tek ég afstöðu til þess að kaupa skotfæri og vopn; ef við eigum að gera eitthvað þá eigum við að dæla meiri peningum í alþjóðastarf eins og Rauða krossinn til að vinna að mannúð en ekki fóðra stríðsrekstur, við erum einu sinni herlaust land og þannig vil ég hafa það áfram og við eigum ekki að vera að stilla okkur upp á skotskífuna í valdabaráttu heimveldanna. Hroka-elítan En á sama tíma liggur gamla fólkið okkar á göngum spítalanna og fær ekki þá þjónustu sem það þarf! Stjórnmálaelítan og hirðin í kringum hana er á sama tíma með þá tilætlunarsemi að ég verði að skilja það að hælisleitendur og innflytjendur eigi að ganga fyrir en ekki gamla fólkið okkar sem hefur skilað sínu margfalt til samfélagsins og sem verðskuldar áhyggjulaust ævikvöld. En þannig er það ekki því forgangurinn er að dæla fé annaðhvort í tilgangslaust stríð eða bjarga öllum öðrum í heiminum af því að við erum svo „góð“. Er von að maður sé farinn að spyrja sig þessara spurninga hver sé að skapa fasismann, þegar pabbi heitinn komst ekki að á hjúkrunarheimili fyrr en á nítugasta og fyrsta aldursárinu og hann dó tveimur vikum síðar? Þá fætinum styttri með illkynja æxli djúpt ofan í lunga, höfuðkúpubrotinn og rifbeinsbrotinn á þremur rifjum og kominn með sprungu í mjöðm eftir að hafa dottið heima hjá sér ítrekað og öldruð kona hans að hjúkra honum og sjálf veik. Ekki fékk hann inni á hjúkrunarheimili, í sínum heimabæ sem var Kópavogur í 60 ár, heldur var honum komið fyrir á Akranesi. Hann var rúmliggjandi allan tímann og komst eiginlega aldrei til meðvitundar þar. Núna situr mamma ein eftir, áttatíu og fjögurra ára, eftir í húsinu þeirra sem er á þremur pöllum þó svo að endurhæfingateymi á Landakoti hafi mælt með því, eftir að hún mjaðmagrindarbrotnaði heima hjá sér við að falla í stiga, að hún færi á hjúkrunarheimili en svarið frá Landlæknisembættinu var „computer say´s NO.“ Samt með hættulega lágan blóðþrýsting sem veldur hjá henni jafnvægisleysi sem var orsökin fyrir mjaðmagrindarbrotinu. Hann lá oft, og mörgum sinnum og í mörg ár, á göngum spítalanna og var lagður inn á spítala þegar hjúkrunarheimili hefði dugað honum til að fá þá þjónustu sem hann þurfti. Það sama er uppi á teningnum hjá mömmu gömlu; hún leggst inn á spítala reglulega einfaldlega vegna þess að hún kemst ekki að á hjúkrunarheimili sem er sú þjónusta sem ætti að vera í boði fyrir hana. Og ég er kallaður fasisti og rasisti! Computer says NO Haldið þið að ég sé þá mikið að velta fyrir mér þörfum hælisleitenda hér á landi og innflytjenda þegar að computer say´s NO við fólkið mitt sem hefur tvímælalaust unnið fyrir því á lífsleiðinni að fá áhyggjulaust ævikvöld en fær það ekki? Svo þegar eitthvað hrokamennta- og stjórnmálaelítulið sem ég efast um að hafi fengið blöðrur á fingur við að vinna almenna vinnu með tveimur jafnsterkum en í staðinn nagað blýanta meira og minna allt sitt líf, drukkið cafe latte á kaffhúsum og segir á innsoginu þið þarna eruð rasistar og fasistar og hvernig drifist ykkur að vefa þjóðfána okkar. Kannski ætti þetta elítulið sem horfir á almenning með fyrirlitningu og hroka og er tilbúið að fóðra stríðsmaskínuna í öðrum heimshluta en fordæmir stríð annars staðar í heiminum að fara að hugsa sinn gang. Hvað verðum við langt að bíða þess að hatursdeild lögreglunnar verði sigað á okkur vegna okkar fasísku skoðanna? Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar