Fullyrðing um slaufun verknámsskóla „kolröng“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 10. júní 2025 13:52 Guðmundur Ingi Kristinsson er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Einar Barna- og menntamálaráðherra segir hliðrun þrjú hundruð milljóna króna fyrir uppbyggingu fjögurra verknámsskóla fram á næsta ár ekki hafa áhrif á framkvæmdirnar. Annar áfangi framkvæmdanna hefjist í sumar. Forsætisráðherra segir að byggingarnar muni rísa fljótlega. Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“ Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti athygli á tilfærslu þrjú hundruð milljóna króna, fjármagni sem eyrnamerkt var í uppbyggingu fjögurra verknámsskóla. Hann tilkynnti að verkefninu hefði verið slaufað sem að sögn Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, sé ekki rétt. Umræddir framhaldsskólar eru Menntaskólinn á Ísafirði, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Þá telst einnig með Fjölbrautarskólinn í Breiðholti en framkvæmdir við skólann hófust seinast á síðasta ári. Í ræðustól á Alþingi í síðustu viku sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, barna- og menntamálaráðherra, að um væri að ræða forgangsvinnu og ekki væri verið að draga lappirnar í þessu verkefni. „Við erum að fara af stað með allt saman þannig þessi fullyrðing að þetta væri ekki í gangi er alveg kolröng,“ segir Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Þetta er stórfurðulegt mál því þarna var bara tilfærsla á þrjú hundruð milljónum. Við erum með 2,6 milljarða í sjóð tilbúið til þess að fara af stað. Við erum hafin í Breiðholtinu og við erum að fara taka núna fjóra skóla.“ „Það er þannig í dag að það eru um 2,6 milljarðar króna af uppsafnaðri fjárfestingarheimild fyrir viðbyggingu við verknámsskóla. Þessi ríkisstjórn ætlar að fara í að framkvæma það sem síðasta ríkisstjórn sagðist ætla að gera, að fara af stað með viðbyggingu við fjóra verknámsskóla,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. „Allir þessir verknámsskólar munu sjá viðbyggingar rísa núna fljótlega. Við þurfum auðvitað að gera þetta í réttum skrefum en strax núna verður farið í hönnun,“ segir hún. Í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins kemur fram að annar áfangi í uppbyggingunni hefjist í sumar. „Flutningur fjárheimilda í málaflokknum milli ára í þeirri fjármálaáætlun sem liggur fyrir á Alþingi hefur ekki áhrif hvað þetta varðar,“ segir í tilkynningunni. Ætti ekki að hafa áhrif á styrkinn Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hafði ekki frétt af tilfærslu fjármagnsins er fréttastofa náði tali af henni um helgina. „Við höfum ekki fengið neitt formlegt um að þetta sé staðreynd,“ sagði Sigríður. Ísafjarðarbær hafði sótt um í fisekldissjóð til að leggja í byggingu verknámshúss á Ísafirði. Hún óttaðist að ef bygging viðbyggingar við skólans yrði frestað myndi fjármagnið brenna inni. Guðmundur Ingi segir að svo verði ekki. „Það á ekki að gera það, það verður engin seinkun, það verður bara drifið í þessu.“
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira