Sá tapar sem fyrstur nefnir nasistana: gengisfelling orðsins „rasisti“ Birgir Finnsson skrifar 10. júní 2025 11:01 Í árdaga internetsins, löngu fyrir tilkomu samfélagsmiðla og áður en nokkur hafði heyrt orðið "woke", var oft mikið rifist á spjallþráðum hér og þar um netið. Þá, líkt og nú, hafði fólk sterkar skoðanir á málefnum og oft gekk mikið á þegar harkalega var tekist á í umræðuhópum. Þá átti „nasistavörnin“ sína stuttu gullöld. Það var vinsælt lokaúrræði rökþrota rifrildisseggja, sem komnir voru út í horn í málflutningi sínum, að líkja andstæðingi sínum við Hitler og/eða nasistana, enda eru nasistarnir réttilega taldir dreggjar mannsorpsins og versti söfnuður sem hægt er að hugsa sér. Svo rammt kvað að þessu að árið 1990 setti rithöfundurinn Michael Godwin fram Lögmál Godwins, sem hljómar þannig að eftir því sem umræða á netinu dregst lengur þeim meira aukast líkurnar á að einhver þáttakandi líki andstæðingi sínum við nasistana. Godwin vildi réttilega meina að þessi óábyrga misnotkun nasistastimpilsins drægi úr alvarleika Helfararinnar og annarra voðaverka Þriðja Ríkisins. Þetta lögmál dreifðist hratt um spjallþræðina. Fólk áttaði sig á að það að segja andstæðing sinn "nasista" var auðvitað ekki marktækt með neinu móti og ekki svaravert innlegg í umræðuna. Þetta væri einungis lokatilraun rökþrota manna til að vinna ritdeilu með því að segja andstæðing sinn svo illan og vondan að allt sem hann segði og skrifaði væri ómarktækt í ljósi þessarar yfirþyrmandi mannvonsku.Þetta varð til þess að umsjónaraðilar margra spjallþráða og umræðuhópa settu sér hefð sem enn má víða finna: þegar nasista- eða Hitlers samanburður er gerður, þá telst umræðan þar með á enda. Spjallþræðinum er umsvifalaust lokað og sá sem gerði samanburðinn hefur sjálfkrafa tapað. Með öðrum orðum: sá sem fyrstur kallar hinn "nasista" hefur þar með tapað umræðunni. Í dag er býsna fágætt að fólki sé líkt við nasista einungis fyrir það eitt að vera ósammála einhverjum. Það gerist þó af og til. Fyrir nokkrum dögum var nasistavörninni t.d. beitt af ónefndum starfsmanni Reykjavíkurborgarí opinni Facebook færslu, þegar hún - við góðan róm m.a. fyrrum alþingismanna- lýsti yfir að réttast væri að "berja nasistana" sem voru að mótmæla á Austurvelli. Þetta var skemmtilega retro tilraun til að stöðva umræðuna, svipað og maður sá fyrir 30-40 árum á netinu. En annað orð hefur að mestu tekið við og er af vissum hópum notað af jafnvel enn meira offorsi en nasistasamlíkingin var áður. Það er hið mjög svo gildishlaðna orð "rasisti". Rasistarnir eru nefninlega hinir nýju nasistar. Í dag er þetta það versta sem hægt er að segja um einhvern: ef þú ert rasisti þá ertu einfaldlega svo yfirþyrmandi illur einstaklingur að þú átt þér engar málsbætur. Ef einhver kallar þig rasista, eða segir skoðanir þínar bera keim af rasisma, þá áttu bara að hundskast út í horn, halda þér saman og hætta undir eins öllum samskiptum við gott og siðmenntað fólk (líkt og t.d. þann sem kallaði þig "rasista" og sem er án efa mu betri og vandaðri einstaklingur en þú). Í dag er augljóslega verið að nota hugtakið á sama hátt og nasistarnir voru notaðir hérna áður fyrr - sem ódýra og ómerkilega leið til að komast hjá því að ræða það sem máli skiptir með því að setja stimpil á andstæðinginni og slá allan hans málflutning út af borðinu sem ómarktæka mannvonsku. Þegar vissir hópar eru komnir út í horn með málflutning sinn og eiga engin málefnaleg svör lengur, þá grípa þeir til þess lokaúrræðis að kalla andstæðing sinn "rasista" og telja sig þar með hafa unnið rökræðuna, því við slíku rothöggi sé ekkert svar. Ansi margir byrja jafnvel umræðuna á að kalla andstæðinginn "rasista" um leið og bjallan glymur til að reyna að ná rothögginu strax í upphafi fyrstu lotu og kæfa þannig umræðuna áður en hún nær að komast á flug. Sumir nota kanski annað og fínna orðalag, en aðferðafræðin er sú sama. T.d. kvaddi sér nýlega hljóðs maður sem af mörgum er talinn einn af æðstu klerkum góða fólksins á Íslandi, og kallaði erlendan fyrirlesara sem hingað kom "aula" og "vondan mann", án þess auðvitað að svara orðræðu fyrirlesarans málefnalega á nokkurn hátt. Sömuleiðis hefur sitjandi ráðherra - með eftirtektarverðu drambi - nýverið kallað mótmælendur á Austurvelli "jaðarhóp" og "fordómafulla" og þannig ýjað að því að það þurfi ekkert að taka mark á svoleiðis fólki. Hugsanlega er ráðherrann sammála verkefnastjóranum hjá Reykjavíkurborg um að þetta séu bara nasistar sem eigi að lemja. Þessi óábyrga misnotkun á hugtakinu "rasisti" dregur auðvitað tennurnar úr hugtakinu og gerir bara lítið úr þeirri hættu sem stafar af raunverulegum kynþáttafordómum. Þegar ákveðnir hópar góla í sífellu um fordóma og rasisma hjá þeim sem hafa bara aðrar skoðanir, þá verður venjulegt fólk - og ekki bara þeir sem verið er að stimpla í það skiptið - dofið og ónæmt fyrir hávaðanum, og etv. ekki jafn vel á varðbergi gagnvart eiginlegu kynþáttahatri (ekki ósvipað og með drenginn sem æpti í sífellu "Úlfur! Úlfur!" í sögunni). En auðvitað er allt þetta fólk með skoðanirnar sínar ekki rasistar, ekki frekar en fólkið hérna áður fyrr var nasistar. Við vitum alveg að inn á milli eru einstaklingar sem eiga stimpilinn hugsanlega skilið, en meginþorri þeirra sem eru á svo yfirborðskenndan hátt stimplaðir "rasistar" eru það augljóslega ekki. Þetta er bara venjulegt fólk sem hefur sér það eitt til sakar unnið að hafa áhyggjur og vera með skoðanir sem einhverjum öðrum finnst óþægilegar og erfiðar og treystir sér ekki til að ræða málefnalega. Ef einhverjum finnst sér ógnað eða hefur áhyggjur af samfélaginu og framtíðinni þá á að sýna fólki þá virðingu að ræða við það, hlusta á áhyggjur þess og reyna að finna hvort raunverulegt vandamál sé til staðar og ef svo þá ræða hvernig hægt er að leysa það þannig að sátt ríki um. Það á ekki að afskrifa fólk sem "rasista" eða "jaðarhóp" bara vegna þess að þú ýmist nennir ekki, getur ekki eða þorir ekki að taka umræðuna. Það er bæði ómerkilegt og lágkúrulegt. Svona talar fólk sem stendur stuggur af frjálsri umræðu, þolir engar skoðanir aðrar en sínar eigin og vill bara stöðva samtalið. Svona talar líka fólk sem virðist svo logandi hrætt við að vera útskúfað sjálft að það þorir ekki öðru en að dyggðaskreyta sig af öllum lífs og sálar kröftum og ætíð meira en næsti maður. Og svona talar fólk sem hefur vondan málstað að verja og getur ekkert nema reyna að hæða, smána og hræða aðrar skoðanir í burtu með því að draga fram versta stimpil sem hægt er að setja á nokkurn mann ... og vona að það dugi til að allar aðrar raddir þagni. Auðvitað er þetta ekkert annað en grófasta skoðanakúgun af hálfu þeirra sem óttast framar öllu að missa tökin á tíðarandanum.En það sjá flestir orðið í gegnum þetta. Út af þessari skefjalausu misnotkun þá hefur hugtakið "rasismi" misst allan kraft og verið gengisfellt svo rækilega að ásökunin "rasisti" hefur ekkert bit lengur. Því á kjarninn í lögmáli Godwins við enn þann dag í dag: Sá sem fyrstur kallar andstæðing sinn "nasista", "rasista", "fordómafullan", segir hann í "jaðarhóp" eða notar einhvern annan niðrandi og lítillækkandi stimpil hefur þar með afhjúpað sig sem málefnalega gjaldþrota og hefur því sjálfkrafa tapað umræðunni. Líkt og áður fyrr þá þarf bara að gæta þess að gefa slíku fólki ekki athygli heldur loka þræðinum og halda samtalinu áfram annars staðar. Höfundur er fréttafíkill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í árdaga internetsins, löngu fyrir tilkomu samfélagsmiðla og áður en nokkur hafði heyrt orðið "woke", var oft mikið rifist á spjallþráðum hér og þar um netið. Þá, líkt og nú, hafði fólk sterkar skoðanir á málefnum og oft gekk mikið á þegar harkalega var tekist á í umræðuhópum. Þá átti „nasistavörnin“ sína stuttu gullöld. Það var vinsælt lokaúrræði rökþrota rifrildisseggja, sem komnir voru út í horn í málflutningi sínum, að líkja andstæðingi sínum við Hitler og/eða nasistana, enda eru nasistarnir réttilega taldir dreggjar mannsorpsins og versti söfnuður sem hægt er að hugsa sér. Svo rammt kvað að þessu að árið 1990 setti rithöfundurinn Michael Godwin fram Lögmál Godwins, sem hljómar þannig að eftir því sem umræða á netinu dregst lengur þeim meira aukast líkurnar á að einhver þáttakandi líki andstæðingi sínum við nasistana. Godwin vildi réttilega meina að þessi óábyrga misnotkun nasistastimpilsins drægi úr alvarleika Helfararinnar og annarra voðaverka Þriðja Ríkisins. Þetta lögmál dreifðist hratt um spjallþræðina. Fólk áttaði sig á að það að segja andstæðing sinn "nasista" var auðvitað ekki marktækt með neinu móti og ekki svaravert innlegg í umræðuna. Þetta væri einungis lokatilraun rökþrota manna til að vinna ritdeilu með því að segja andstæðing sinn svo illan og vondan að allt sem hann segði og skrifaði væri ómarktækt í ljósi þessarar yfirþyrmandi mannvonsku.Þetta varð til þess að umsjónaraðilar margra spjallþráða og umræðuhópa settu sér hefð sem enn má víða finna: þegar nasista- eða Hitlers samanburður er gerður, þá telst umræðan þar með á enda. Spjallþræðinum er umsvifalaust lokað og sá sem gerði samanburðinn hefur sjálfkrafa tapað. Með öðrum orðum: sá sem fyrstur kallar hinn "nasista" hefur þar með tapað umræðunni. Í dag er býsna fágætt að fólki sé líkt við nasista einungis fyrir það eitt að vera ósammála einhverjum. Það gerist þó af og til. Fyrir nokkrum dögum var nasistavörninni t.d. beitt af ónefndum starfsmanni Reykjavíkurborgarí opinni Facebook færslu, þegar hún - við góðan róm m.a. fyrrum alþingismanna- lýsti yfir að réttast væri að "berja nasistana" sem voru að mótmæla á Austurvelli. Þetta var skemmtilega retro tilraun til að stöðva umræðuna, svipað og maður sá fyrir 30-40 árum á netinu. En annað orð hefur að mestu tekið við og er af vissum hópum notað af jafnvel enn meira offorsi en nasistasamlíkingin var áður. Það er hið mjög svo gildishlaðna orð "rasisti". Rasistarnir eru nefninlega hinir nýju nasistar. Í dag er þetta það versta sem hægt er að segja um einhvern: ef þú ert rasisti þá ertu einfaldlega svo yfirþyrmandi illur einstaklingur að þú átt þér engar málsbætur. Ef einhver kallar þig rasista, eða segir skoðanir þínar bera keim af rasisma, þá áttu bara að hundskast út í horn, halda þér saman og hætta undir eins öllum samskiptum við gott og siðmenntað fólk (líkt og t.d. þann sem kallaði þig "rasista" og sem er án efa mu betri og vandaðri einstaklingur en þú). Í dag er augljóslega verið að nota hugtakið á sama hátt og nasistarnir voru notaðir hérna áður fyrr - sem ódýra og ómerkilega leið til að komast hjá því að ræða það sem máli skiptir með því að setja stimpil á andstæðinginni og slá allan hans málflutning út af borðinu sem ómarktæka mannvonsku. Þegar vissir hópar eru komnir út í horn með málflutning sinn og eiga engin málefnaleg svör lengur, þá grípa þeir til þess lokaúrræðis að kalla andstæðing sinn "rasista" og telja sig þar með hafa unnið rökræðuna, því við slíku rothöggi sé ekkert svar. Ansi margir byrja jafnvel umræðuna á að kalla andstæðinginn "rasista" um leið og bjallan glymur til að reyna að ná rothögginu strax í upphafi fyrstu lotu og kæfa þannig umræðuna áður en hún nær að komast á flug. Sumir nota kanski annað og fínna orðalag, en aðferðafræðin er sú sama. T.d. kvaddi sér nýlega hljóðs maður sem af mörgum er talinn einn af æðstu klerkum góða fólksins á Íslandi, og kallaði erlendan fyrirlesara sem hingað kom "aula" og "vondan mann", án þess auðvitað að svara orðræðu fyrirlesarans málefnalega á nokkurn hátt. Sömuleiðis hefur sitjandi ráðherra - með eftirtektarverðu drambi - nýverið kallað mótmælendur á Austurvelli "jaðarhóp" og "fordómafulla" og þannig ýjað að því að það þurfi ekkert að taka mark á svoleiðis fólki. Hugsanlega er ráðherrann sammála verkefnastjóranum hjá Reykjavíkurborg um að þetta séu bara nasistar sem eigi að lemja. Þessi óábyrga misnotkun á hugtakinu "rasisti" dregur auðvitað tennurnar úr hugtakinu og gerir bara lítið úr þeirri hættu sem stafar af raunverulegum kynþáttafordómum. Þegar ákveðnir hópar góla í sífellu um fordóma og rasisma hjá þeim sem hafa bara aðrar skoðanir, þá verður venjulegt fólk - og ekki bara þeir sem verið er að stimpla í það skiptið - dofið og ónæmt fyrir hávaðanum, og etv. ekki jafn vel á varðbergi gagnvart eiginlegu kynþáttahatri (ekki ósvipað og með drenginn sem æpti í sífellu "Úlfur! Úlfur!" í sögunni). En auðvitað er allt þetta fólk með skoðanirnar sínar ekki rasistar, ekki frekar en fólkið hérna áður fyrr var nasistar. Við vitum alveg að inn á milli eru einstaklingar sem eiga stimpilinn hugsanlega skilið, en meginþorri þeirra sem eru á svo yfirborðskenndan hátt stimplaðir "rasistar" eru það augljóslega ekki. Þetta er bara venjulegt fólk sem hefur sér það eitt til sakar unnið að hafa áhyggjur og vera með skoðanir sem einhverjum öðrum finnst óþægilegar og erfiðar og treystir sér ekki til að ræða málefnalega. Ef einhverjum finnst sér ógnað eða hefur áhyggjur af samfélaginu og framtíðinni þá á að sýna fólki þá virðingu að ræða við það, hlusta á áhyggjur þess og reyna að finna hvort raunverulegt vandamál sé til staðar og ef svo þá ræða hvernig hægt er að leysa það þannig að sátt ríki um. Það á ekki að afskrifa fólk sem "rasista" eða "jaðarhóp" bara vegna þess að þú ýmist nennir ekki, getur ekki eða þorir ekki að taka umræðuna. Það er bæði ómerkilegt og lágkúrulegt. Svona talar fólk sem stendur stuggur af frjálsri umræðu, þolir engar skoðanir aðrar en sínar eigin og vill bara stöðva samtalið. Svona talar líka fólk sem virðist svo logandi hrætt við að vera útskúfað sjálft að það þorir ekki öðru en að dyggðaskreyta sig af öllum lífs og sálar kröftum og ætíð meira en næsti maður. Og svona talar fólk sem hefur vondan málstað að verja og getur ekkert nema reyna að hæða, smána og hræða aðrar skoðanir í burtu með því að draga fram versta stimpil sem hægt er að setja á nokkurn mann ... og vona að það dugi til að allar aðrar raddir þagni. Auðvitað er þetta ekkert annað en grófasta skoðanakúgun af hálfu þeirra sem óttast framar öllu að missa tökin á tíðarandanum.En það sjá flestir orðið í gegnum þetta. Út af þessari skefjalausu misnotkun þá hefur hugtakið "rasismi" misst allan kraft og verið gengisfellt svo rækilega að ásökunin "rasisti" hefur ekkert bit lengur. Því á kjarninn í lögmáli Godwins við enn þann dag í dag: Sá sem fyrstur kallar andstæðing sinn "nasista", "rasista", "fordómafullan", segir hann í "jaðarhóp" eða notar einhvern annan niðrandi og lítillækkandi stimpil hefur þar með afhjúpað sig sem málefnalega gjaldþrota og hefur því sjálfkrafa tapað umræðunni. Líkt og áður fyrr þá þarf bara að gæta þess að gefa slíku fólki ekki athygli heldur loka þræðinum og halda samtalinu áfram annars staðar. Höfundur er fréttafíkill.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun