Newsom ætlar að kæra Trump Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2025 15:51 Gavin Newsom ríkisstjóri segir Trump setja olíu á eld mótmælanna með framgöngu sinni. Getty/Justin Sullivan Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ Mótmæli hafa staðið yfir í Los Angeles frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) sem fór í fleiri rassíur um borgina og handtók fjölda fólks án tilefnis. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðliða, gegn óskum Newsom, undir því yfirskyni að hætta væri á allsherjaruppreisn. Fulltrúar valdstjórnarinnar hafa beitt bæði gúmmíkúlum og táragasi gegn mótmælendum og særðu meðal annarra ástralska fréttakonu í beinni útsendingu. Kveikt var í bílum í nótt og á sjötta tug mótmælenda hafa verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Lögreglan í Los Angeles hefur lýst því yfir að mótmælin séu „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð.“ Í færslu sem Newsom ríkisstjóri birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að þetta sé nákvæmlega það sem Trump vilji, hann hafi sett olíu á eldinn og hafi með ólögmætum hætti þjóðnýtt þjóðvarðlið Kaliforníu í þágu landsstjórnarinnar. This is exactly what Donald Trump wanted.He flamed the fires and illegally acted to federalize the National Guard.The order he signed doesn’t just apply to CA.It will allow him to go into ANY STATE and do the same thing.We’re suing him.pic.twitter.com/O3RAGlp2zo— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 9, 2025 Forsetatilskipunin sem hann undirritaði til að fá sínu fram varði ekki aðeins Kaliforníu heldur geri honum kleift að beita þessu valdi í hvaða ríki Bandaríkjanna sem er. Hann segist munu stefna Trump. Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, hefur beðið Trump um að afturkalla þjóðvarðliðið. Hún segir Trump stigmagna átökin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Mótmæli hafa staðið yfir í Los Angeles frá því á föstudag vegna framgöngu Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) sem fór í fleiri rassíur um borgina og handtók fjölda fólks án tilefnis. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðliða, gegn óskum Newsom, undir því yfirskyni að hætta væri á allsherjaruppreisn. Fulltrúar valdstjórnarinnar hafa beitt bæði gúmmíkúlum og táragasi gegn mótmælendum og særðu meðal annarra ástralska fréttakonu í beinni útsendingu. Kveikt var í bílum í nótt og á sjötta tug mótmælenda hafa verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Lögreglan í Los Angeles hefur lýst því yfir að mótmælin séu „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð.“ Í færslu sem Newsom ríkisstjóri birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að þetta sé nákvæmlega það sem Trump vilji, hann hafi sett olíu á eldinn og hafi með ólögmætum hætti þjóðnýtt þjóðvarðlið Kaliforníu í þágu landsstjórnarinnar. This is exactly what Donald Trump wanted.He flamed the fires and illegally acted to federalize the National Guard.The order he signed doesn’t just apply to CA.It will allow him to go into ANY STATE and do the same thing.We’re suing him.pic.twitter.com/O3RAGlp2zo— Gavin Newsom (@GavinNewsom) June 9, 2025 Forsetatilskipunin sem hann undirritaði til að fá sínu fram varði ekki aðeins Kaliforníu heldur geri honum kleift að beita þessu valdi í hvaða ríki Bandaríkjanna sem er. Hann segist munu stefna Trump. Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, hefur beðið Trump um að afturkalla þjóðvarðliðið. Hún segir Trump stigmagna átökin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30 Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58 Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Trump sendir þjóðvarðlið til Los Angeles Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að senda tvö þúsund menn úr þjóðvarliði Kaliforníu til Los Angeles og úthverfa, þrátt fyrir að Gavin Newsom, ríkisstjóri, hafi mótmælt því. Forsetinn vill nota hermennina til að kveða niður mótmæli sem haldin hafa verið gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) í borginni. 8. júní 2025 08:30
Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. 9. júní 2025 08:58
Mótmæli og átök eftir áhlaup ICE í Los Angeles Til átaka kom milli mótmælenda og starfsmanna Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) eftir að tugir voru handsamaðir í áhlaupum ICE víðsvegar um Los Angeles í gær. Karen Bass, borgarstjóri, segir aðgerðum ICE í borginni ætlað að skapa ótta meðal íbúa. 7. júní 2025 11:00