Alþjóðlegir sérfræðingar ræða baráttuna gegn myglu í Hörpu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. júní 2025 12:02 Sylgja Dögg hefur um árabil starfað við að greina raka- og mygluvandræði í húsum og við að stemma stigu gegn þeim. Vísir/Arnar Alþjóðleg ráðstefna um innivist og heilnæmar byggingar hefst í dag í Hörpu. Ráðstefnustjóri segir alveg ljóst að raka- og mygluvandræði séu ekki sér íslensk vandamál en fjöldi erlendra sérfræðinga heldur erindi á ráðstefnunni sem stendur til miðvikudags. Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík. Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Ráðstefnan ber heitið Heilnæmar byggingar og er um að ræða vísindaráðstefnu sem haldin er árlega en þetta er í fyrsta sinn sem hún er haldin á Íslandi. Opnunarathöfn fer fram í Hörpu í dag og svo fer ráðstefnan sjálf fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir ráðstefnustjóri og lýðheilsufræðingur hjá VERKVIT segir viðfangsefni ráðstefnunnar aldrei hafa verið mikilvægari en nú þegar oft og ítrekað berast fréttir af raka- og mygluvandræðum í húsum hérlendis. „Þarna eru vísindamenn frá fjörutíu löndum sem hittast og deila reynslu og þekkingu og nýjustu rannsóknum og við erum auðvitað bara mjög stolt af því að fá þessa ráðstefnu til Íslands og vonandi lærum vð sem mest og getum miðla okkar þekkingu og reynslu til annarra landa í þessum málum því öll viljum vð búa í heilbrigðum húsum er það ekki.“ Sylgja hefur um árabil starfað í byggingaiðnaðinum hér á landi og sérstaklega hugað að raka- og mygluvandræðum. Hún hefur sjálf sótt ráðstefnuna erlendis um árabil. „Við búum öll í húsum og það skiptir okkur öll máli að inniloftið í þessum húsum sé í lagi, það sem er mismunandi á milli okkar er að við erum með mismunandi ytri aðstæður og við hér heima erum með sérstakar áskoranir með slagregn og veður þannig við erum öll saman í þessu vandamáli á þessari jörðu skal ég segja, á meðan við búum í húsum.“ Lykilatriði sé að komast að því hvaða sameiginlegu áskoranir liggja fyrir í bransanum þegar kemur að myglu- og rakavandræðum. „Við finnum áskoranirnar, við finnum vonandi einhverjar lausnir og ekki síst að fá reynslu frá öðrum svo við séum ekki að gera kannski sömu mistökin út um allan heim varðandi þessi mál, vegna þess að þessi mál eru erfið, við erum að fikra okkur áfram í því að þekkja inniloftið hjá okkur og hvaða áhrifaþættir það eru sem hafa áhrif á heilbrigði og vellíðan og við ætlum bara líka að leggja til málanna frá Íslandi, það eru íslenskir fyrirlesarar á morgun, það verður mjög spennandi að heyra það.“ Sylgja ræddi ráðstefnuna og myglu- og rakavandræði í Bítinu á Bylgjunni í apríl síðastliðnum ásamt Ólafi Wallevik prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Hús og heimili Húsnæðismál Mygla Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira