Brottvísanir sem öllum var sama um Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 7. júní 2025 13:31 Það eru blikur á lofti. Núverandi ríkisstjórn virðist lítið vilja ræða málefni innflytjenda og hælisleitenda, fyrir utan stöku veitingu ríkisborgararéttar. Á sama tíma keppast andstæðar fylkingar við að reyna að hafa áhrif á stefnu yfirvalda í þessum málaflokki. Mótmælafundir beggja fylkinga síðustu helgi fóru friðsamlega fram þótt komið hafi til orðaskipta milli nokkurra aðila. Það áhugaverða er að fylkingarnar tvær gagnrýna yfirvöld fyrir að vera ýmist of frjálslynd eða íhaldssöm þegar kemur að málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Líklega er hvorug afstaðan rétt, því ríkisstjórnin virðist vísvitandi hafa forðast að móta afgerandi stefnu í þessum málaflokki yfirhöfuð. Stefna yfirvalda í innflytjendamálum markast fyrst og fremst af milliríkjasamningum sem eru mun eldri en núverandi ríkisstjórn. Landamæri Íslands standa galopin flestum Evrópubúum vegna Schengen-samstarfsins. Til viðbótar við frjálst flæði evrópsks vinnuafls til og frá landinu hefur fjölda fólks frá öðrum heimshlutum verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi. Í ákveðnum mæli eru fólksflutningar bæði óhjákvæmilegir og jákvæðir. Til dæmis hefði byggð á Íslandi trúlega lognast út af vegna erfðafræðilegs fábreytileika ef ekki hefði verið fyrir sjómenn frá fjarlægum löndum sem skildu eftir sig afkomendur. Samfélagið reiðir sig auk þess á vinnuframlag og þekkingu innflytjenda að ýmsu leyti. Hins vegar er ljóst að það er nauðsynlegt að hafa einhvers konar eftirlit með því hverjir fái hér dvalarleyfi. Brottvísanir sem enginn mótmælti Það heyrir til undantekninga að hælisleitendum sé vísað úr landi. Engu að síður liggur fyrir að lögum samkvæmt er heimilt að vísa fólki burt, jafnt þeim sem koma utan Schengen-svæðisins og innan þess. Sem dæmi um það má nefna brottvísanir liðsmanna Bandidos-samtakanna fyrir nokkrum árum. Ástæðurnar fyrir brottvísununum voru öllum augljósar. Liðsmönnum Bandidos var vísað úr landi því þeir tilheyrðu samtökum sem eru þekkt fyrir að virða landslög að vettugi. Enginn mótmælti þessum brottvísunum. Öllum var sama. En liðsmenn Bandidos eru ekki einu einstaklingarnir sem varhugavert er að bjóða velkomna. Vitanlega starfar fjöldi samtaka á heimsvísu sem á einn eða annan hátt gætu unnið samfélaginu mein. Meðal þeirra eru hin ýmsu íslamistasamtök. Áður en lengra er haldið er vissara að taka fram að íslamismi er ekki það sama og íslam. Íslamismi er pólitísk stefna en íslam er trú. Helsta baráttumál íslamisma er algjör samruni ríkis og trúar (íslam) og að landslög byggi á aldagömlum lagabálkum íslam, svonefndum sharialögum. Íslamismi – andlýðræðisleg pólitísk stefna Upphaf íslamisma má rekja til Rashid Rida (1865-1935) sem var múslimi frá hinu sáluga Tyrkjaveldi. Á 20. öldinni þróuðust hugmyndir hans í pólitíska stefnu sem var í raun andóf gegn vestrænum lýðræðishugmyndum. Í hans huga var helsta vandamál lýðræðisins að almenningur gat kosið hvern sem var á þing til að hafa áhrif á landslög. Þingið gæti þar með sett lög sem væru í ósamræmi við sharialög. Í huga Rashid var þetta óbærileg tilhugsun. Að hans mati ættu einungis þeir sem þekktu lagabálka íslam erindi inn á þing til að setja landslög. Samkvæmt þeim formerkjum ætti aðeins lítill hópur trúaðra fræðimanna rétt á að sitja á þingi. Það segir sig sjálft að þetta er uppskrift að andlýðræðislegu einræðiskerfi. Það er lítil furða að íslamismi er helsta ástæða þess að lýðræði hefur aldrei náð að skjóta rótum í múslimaheiminum. Mikilvægasta atriðið sem hér hefur komið fram er að íslamistar hafna lögum sem eru í ósamræmi við þeirra eigin lagabálka. Með öðrum orðum hafa þeir hafnað samfélagssáttmála vestrænna ríkja, jafnvel áður en þeir setjast þar að. Hafa ber í huga að íslenskum yfirvöldum ber engin skylda að bjóða íslamista velkomna, ekkert frekar en meðlimi Bandidos-samtakanna. Þetta er ekki spurning um mannréttindi. Hvort sem um er að ræða Hamasliða á Gazasvæðinu eða Talíbana í Afganistan hafa þeir tekið sig út fyrir sviga með afstöðu sinni. Draumórar um engin landamæri Meðal þeirra sem stóðu fyrir mótmælum gegn brottvísunum síðustu helgi voru samtök sem kallast No Borders. Meðlimir samtakanna láta sig dreyma um að stöðugt flæði fólks milli heimshluta muni að lokum útrýma átökum sem byggja á menningarlegum mismun. En væntingar þeirra eru óraunhæfar. Sumar gjár er ekki hægt að brúa. Ólíkir hagsmunir menningarheima gera það að verkum að ákveðin höft á flutningi fólks milli heimshluta munu alltaf vera nauðsynleg. Það ber auk þess að hafa í huga að í draumaveröld No Borders væri meðlimum Bandidos og annarra glæpasamtaka heimilt að flakka til og frá Íslandi að vild. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að skella öllu í lás. En það er ekki heldur hægt að skilja dyrnar eftir galopnar. Yfirvöld þurfa að finna meðalveg þar sem þeim sem hafna lögum og reglum landsins er haldið í burtu, hvort sem um er að ræða yfirlýsta íslamista eða liðsmenn Bandidos-samtakanna. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti. Núverandi ríkisstjórn virðist lítið vilja ræða málefni innflytjenda og hælisleitenda, fyrir utan stöku veitingu ríkisborgararéttar. Á sama tíma keppast andstæðar fylkingar við að reyna að hafa áhrif á stefnu yfirvalda í þessum málaflokki. Mótmælafundir beggja fylkinga síðustu helgi fóru friðsamlega fram þótt komið hafi til orðaskipta milli nokkurra aðila. Það áhugaverða er að fylkingarnar tvær gagnrýna yfirvöld fyrir að vera ýmist of frjálslynd eða íhaldssöm þegar kemur að málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Líklega er hvorug afstaðan rétt, því ríkisstjórnin virðist vísvitandi hafa forðast að móta afgerandi stefnu í þessum málaflokki yfirhöfuð. Stefna yfirvalda í innflytjendamálum markast fyrst og fremst af milliríkjasamningum sem eru mun eldri en núverandi ríkisstjórn. Landamæri Íslands standa galopin flestum Evrópubúum vegna Schengen-samstarfsins. Til viðbótar við frjálst flæði evrópsks vinnuafls til og frá landinu hefur fjölda fólks frá öðrum heimshlutum verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi. Í ákveðnum mæli eru fólksflutningar bæði óhjákvæmilegir og jákvæðir. Til dæmis hefði byggð á Íslandi trúlega lognast út af vegna erfðafræðilegs fábreytileika ef ekki hefði verið fyrir sjómenn frá fjarlægum löndum sem skildu eftir sig afkomendur. Samfélagið reiðir sig auk þess á vinnuframlag og þekkingu innflytjenda að ýmsu leyti. Hins vegar er ljóst að það er nauðsynlegt að hafa einhvers konar eftirlit með því hverjir fái hér dvalarleyfi. Brottvísanir sem enginn mótmælti Það heyrir til undantekninga að hælisleitendum sé vísað úr landi. Engu að síður liggur fyrir að lögum samkvæmt er heimilt að vísa fólki burt, jafnt þeim sem koma utan Schengen-svæðisins og innan þess. Sem dæmi um það má nefna brottvísanir liðsmanna Bandidos-samtakanna fyrir nokkrum árum. Ástæðurnar fyrir brottvísununum voru öllum augljósar. Liðsmönnum Bandidos var vísað úr landi því þeir tilheyrðu samtökum sem eru þekkt fyrir að virða landslög að vettugi. Enginn mótmælti þessum brottvísunum. Öllum var sama. En liðsmenn Bandidos eru ekki einu einstaklingarnir sem varhugavert er að bjóða velkomna. Vitanlega starfar fjöldi samtaka á heimsvísu sem á einn eða annan hátt gætu unnið samfélaginu mein. Meðal þeirra eru hin ýmsu íslamistasamtök. Áður en lengra er haldið er vissara að taka fram að íslamismi er ekki það sama og íslam. Íslamismi er pólitísk stefna en íslam er trú. Helsta baráttumál íslamisma er algjör samruni ríkis og trúar (íslam) og að landslög byggi á aldagömlum lagabálkum íslam, svonefndum sharialögum. Íslamismi – andlýðræðisleg pólitísk stefna Upphaf íslamisma má rekja til Rashid Rida (1865-1935) sem var múslimi frá hinu sáluga Tyrkjaveldi. Á 20. öldinni þróuðust hugmyndir hans í pólitíska stefnu sem var í raun andóf gegn vestrænum lýðræðishugmyndum. Í hans huga var helsta vandamál lýðræðisins að almenningur gat kosið hvern sem var á þing til að hafa áhrif á landslög. Þingið gæti þar með sett lög sem væru í ósamræmi við sharialög. Í huga Rashid var þetta óbærileg tilhugsun. Að hans mati ættu einungis þeir sem þekktu lagabálka íslam erindi inn á þing til að setja landslög. Samkvæmt þeim formerkjum ætti aðeins lítill hópur trúaðra fræðimanna rétt á að sitja á þingi. Það segir sig sjálft að þetta er uppskrift að andlýðræðislegu einræðiskerfi. Það er lítil furða að íslamismi er helsta ástæða þess að lýðræði hefur aldrei náð að skjóta rótum í múslimaheiminum. Mikilvægasta atriðið sem hér hefur komið fram er að íslamistar hafna lögum sem eru í ósamræmi við þeirra eigin lagabálka. Með öðrum orðum hafa þeir hafnað samfélagssáttmála vestrænna ríkja, jafnvel áður en þeir setjast þar að. Hafa ber í huga að íslenskum yfirvöldum ber engin skylda að bjóða íslamista velkomna, ekkert frekar en meðlimi Bandidos-samtakanna. Þetta er ekki spurning um mannréttindi. Hvort sem um er að ræða Hamasliða á Gazasvæðinu eða Talíbana í Afganistan hafa þeir tekið sig út fyrir sviga með afstöðu sinni. Draumórar um engin landamæri Meðal þeirra sem stóðu fyrir mótmælum gegn brottvísunum síðustu helgi voru samtök sem kallast No Borders. Meðlimir samtakanna láta sig dreyma um að stöðugt flæði fólks milli heimshluta muni að lokum útrýma átökum sem byggja á menningarlegum mismun. En væntingar þeirra eru óraunhæfar. Sumar gjár er ekki hægt að brúa. Ólíkir hagsmunir menningarheima gera það að verkum að ákveðin höft á flutningi fólks milli heimshluta munu alltaf vera nauðsynleg. Það ber auk þess að hafa í huga að í draumaveröld No Borders væri meðlimum Bandidos og annarra glæpasamtaka heimilt að flakka til og frá Íslandi að vild. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að skella öllu í lás. En það er ekki heldur hægt að skilja dyrnar eftir galopnar. Yfirvöld þurfa að finna meðalveg þar sem þeim sem hafna lögum og reglum landsins er haldið í burtu, hvort sem um er að ræða yfirlýsta íslamista eða liðsmenn Bandidos-samtakanna. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar