Brottvísanir sem öllum var sama um Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 7. júní 2025 13:31 Það eru blikur á lofti. Núverandi ríkisstjórn virðist lítið vilja ræða málefni innflytjenda og hælisleitenda, fyrir utan stöku veitingu ríkisborgararéttar. Á sama tíma keppast andstæðar fylkingar við að reyna að hafa áhrif á stefnu yfirvalda í þessum málaflokki. Mótmælafundir beggja fylkinga síðustu helgi fóru friðsamlega fram þótt komið hafi til orðaskipta milli nokkurra aðila. Það áhugaverða er að fylkingarnar tvær gagnrýna yfirvöld fyrir að vera ýmist of frjálslynd eða íhaldssöm þegar kemur að málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Líklega er hvorug afstaðan rétt, því ríkisstjórnin virðist vísvitandi hafa forðast að móta afgerandi stefnu í þessum málaflokki yfirhöfuð. Stefna yfirvalda í innflytjendamálum markast fyrst og fremst af milliríkjasamningum sem eru mun eldri en núverandi ríkisstjórn. Landamæri Íslands standa galopin flestum Evrópubúum vegna Schengen-samstarfsins. Til viðbótar við frjálst flæði evrópsks vinnuafls til og frá landinu hefur fjölda fólks frá öðrum heimshlutum verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi. Í ákveðnum mæli eru fólksflutningar bæði óhjákvæmilegir og jákvæðir. Til dæmis hefði byggð á Íslandi trúlega lognast út af vegna erfðafræðilegs fábreytileika ef ekki hefði verið fyrir sjómenn frá fjarlægum löndum sem skildu eftir sig afkomendur. Samfélagið reiðir sig auk þess á vinnuframlag og þekkingu innflytjenda að ýmsu leyti. Hins vegar er ljóst að það er nauðsynlegt að hafa einhvers konar eftirlit með því hverjir fái hér dvalarleyfi. Brottvísanir sem enginn mótmælti Það heyrir til undantekninga að hælisleitendum sé vísað úr landi. Engu að síður liggur fyrir að lögum samkvæmt er heimilt að vísa fólki burt, jafnt þeim sem koma utan Schengen-svæðisins og innan þess. Sem dæmi um það má nefna brottvísanir liðsmanna Bandidos-samtakanna fyrir nokkrum árum. Ástæðurnar fyrir brottvísununum voru öllum augljósar. Liðsmönnum Bandidos var vísað úr landi því þeir tilheyrðu samtökum sem eru þekkt fyrir að virða landslög að vettugi. Enginn mótmælti þessum brottvísunum. Öllum var sama. En liðsmenn Bandidos eru ekki einu einstaklingarnir sem varhugavert er að bjóða velkomna. Vitanlega starfar fjöldi samtaka á heimsvísu sem á einn eða annan hátt gætu unnið samfélaginu mein. Meðal þeirra eru hin ýmsu íslamistasamtök. Áður en lengra er haldið er vissara að taka fram að íslamismi er ekki það sama og íslam. Íslamismi er pólitísk stefna en íslam er trú. Helsta baráttumál íslamisma er algjör samruni ríkis og trúar (íslam) og að landslög byggi á aldagömlum lagabálkum íslam, svonefndum sharialögum. Íslamismi – andlýðræðisleg pólitísk stefna Upphaf íslamisma má rekja til Rashid Rida (1865-1935) sem var múslimi frá hinu sáluga Tyrkjaveldi. Á 20. öldinni þróuðust hugmyndir hans í pólitíska stefnu sem var í raun andóf gegn vestrænum lýðræðishugmyndum. Í hans huga var helsta vandamál lýðræðisins að almenningur gat kosið hvern sem var á þing til að hafa áhrif á landslög. Þingið gæti þar með sett lög sem væru í ósamræmi við sharialög. Í huga Rashid var þetta óbærileg tilhugsun. Að hans mati ættu einungis þeir sem þekktu lagabálka íslam erindi inn á þing til að setja landslög. Samkvæmt þeim formerkjum ætti aðeins lítill hópur trúaðra fræðimanna rétt á að sitja á þingi. Það segir sig sjálft að þetta er uppskrift að andlýðræðislegu einræðiskerfi. Það er lítil furða að íslamismi er helsta ástæða þess að lýðræði hefur aldrei náð að skjóta rótum í múslimaheiminum. Mikilvægasta atriðið sem hér hefur komið fram er að íslamistar hafna lögum sem eru í ósamræmi við þeirra eigin lagabálka. Með öðrum orðum hafa þeir hafnað samfélagssáttmála vestrænna ríkja, jafnvel áður en þeir setjast þar að. Hafa ber í huga að íslenskum yfirvöldum ber engin skylda að bjóða íslamista velkomna, ekkert frekar en meðlimi Bandidos-samtakanna. Þetta er ekki spurning um mannréttindi. Hvort sem um er að ræða Hamasliða á Gazasvæðinu eða Talíbana í Afganistan hafa þeir tekið sig út fyrir sviga með afstöðu sinni. Draumórar um engin landamæri Meðal þeirra sem stóðu fyrir mótmælum gegn brottvísunum síðustu helgi voru samtök sem kallast No Borders. Meðlimir samtakanna láta sig dreyma um að stöðugt flæði fólks milli heimshluta muni að lokum útrýma átökum sem byggja á menningarlegum mismun. En væntingar þeirra eru óraunhæfar. Sumar gjár er ekki hægt að brúa. Ólíkir hagsmunir menningarheima gera það að verkum að ákveðin höft á flutningi fólks milli heimshluta munu alltaf vera nauðsynleg. Það ber auk þess að hafa í huga að í draumaveröld No Borders væri meðlimum Bandidos og annarra glæpasamtaka heimilt að flakka til og frá Íslandi að vild. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að skella öllu í lás. En það er ekki heldur hægt að skilja dyrnar eftir galopnar. Yfirvöld þurfa að finna meðalveg þar sem þeim sem hafna lögum og reglum landsins er haldið í burtu, hvort sem um er að ræða yfirlýsta íslamista eða liðsmenn Bandidos-samtakanna. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti. Núverandi ríkisstjórn virðist lítið vilja ræða málefni innflytjenda og hælisleitenda, fyrir utan stöku veitingu ríkisborgararéttar. Á sama tíma keppast andstæðar fylkingar við að reyna að hafa áhrif á stefnu yfirvalda í þessum málaflokki. Mótmælafundir beggja fylkinga síðustu helgi fóru friðsamlega fram þótt komið hafi til orðaskipta milli nokkurra aðila. Það áhugaverða er að fylkingarnar tvær gagnrýna yfirvöld fyrir að vera ýmist of frjálslynd eða íhaldssöm þegar kemur að málefnum innflytjenda og hælisleitenda. Líklega er hvorug afstaðan rétt, því ríkisstjórnin virðist vísvitandi hafa forðast að móta afgerandi stefnu í þessum málaflokki yfirhöfuð. Stefna yfirvalda í innflytjendamálum markast fyrst og fremst af milliríkjasamningum sem eru mun eldri en núverandi ríkisstjórn. Landamæri Íslands standa galopin flestum Evrópubúum vegna Schengen-samstarfsins. Til viðbótar við frjálst flæði evrópsks vinnuafls til og frá landinu hefur fjölda fólks frá öðrum heimshlutum verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi. Í ákveðnum mæli eru fólksflutningar bæði óhjákvæmilegir og jákvæðir. Til dæmis hefði byggð á Íslandi trúlega lognast út af vegna erfðafræðilegs fábreytileika ef ekki hefði verið fyrir sjómenn frá fjarlægum löndum sem skildu eftir sig afkomendur. Samfélagið reiðir sig auk þess á vinnuframlag og þekkingu innflytjenda að ýmsu leyti. Hins vegar er ljóst að það er nauðsynlegt að hafa einhvers konar eftirlit með því hverjir fái hér dvalarleyfi. Brottvísanir sem enginn mótmælti Það heyrir til undantekninga að hælisleitendum sé vísað úr landi. Engu að síður liggur fyrir að lögum samkvæmt er heimilt að vísa fólki burt, jafnt þeim sem koma utan Schengen-svæðisins og innan þess. Sem dæmi um það má nefna brottvísanir liðsmanna Bandidos-samtakanna fyrir nokkrum árum. Ástæðurnar fyrir brottvísununum voru öllum augljósar. Liðsmönnum Bandidos var vísað úr landi því þeir tilheyrðu samtökum sem eru þekkt fyrir að virða landslög að vettugi. Enginn mótmælti þessum brottvísunum. Öllum var sama. En liðsmenn Bandidos eru ekki einu einstaklingarnir sem varhugavert er að bjóða velkomna. Vitanlega starfar fjöldi samtaka á heimsvísu sem á einn eða annan hátt gætu unnið samfélaginu mein. Meðal þeirra eru hin ýmsu íslamistasamtök. Áður en lengra er haldið er vissara að taka fram að íslamismi er ekki það sama og íslam. Íslamismi er pólitísk stefna en íslam er trú. Helsta baráttumál íslamisma er algjör samruni ríkis og trúar (íslam) og að landslög byggi á aldagömlum lagabálkum íslam, svonefndum sharialögum. Íslamismi – andlýðræðisleg pólitísk stefna Upphaf íslamisma má rekja til Rashid Rida (1865-1935) sem var múslimi frá hinu sáluga Tyrkjaveldi. Á 20. öldinni þróuðust hugmyndir hans í pólitíska stefnu sem var í raun andóf gegn vestrænum lýðræðishugmyndum. Í hans huga var helsta vandamál lýðræðisins að almenningur gat kosið hvern sem var á þing til að hafa áhrif á landslög. Þingið gæti þar með sett lög sem væru í ósamræmi við sharialög. Í huga Rashid var þetta óbærileg tilhugsun. Að hans mati ættu einungis þeir sem þekktu lagabálka íslam erindi inn á þing til að setja landslög. Samkvæmt þeim formerkjum ætti aðeins lítill hópur trúaðra fræðimanna rétt á að sitja á þingi. Það segir sig sjálft að þetta er uppskrift að andlýðræðislegu einræðiskerfi. Það er lítil furða að íslamismi er helsta ástæða þess að lýðræði hefur aldrei náð að skjóta rótum í múslimaheiminum. Mikilvægasta atriðið sem hér hefur komið fram er að íslamistar hafna lögum sem eru í ósamræmi við þeirra eigin lagabálka. Með öðrum orðum hafa þeir hafnað samfélagssáttmála vestrænna ríkja, jafnvel áður en þeir setjast þar að. Hafa ber í huga að íslenskum yfirvöldum ber engin skylda að bjóða íslamista velkomna, ekkert frekar en meðlimi Bandidos-samtakanna. Þetta er ekki spurning um mannréttindi. Hvort sem um er að ræða Hamasliða á Gazasvæðinu eða Talíbana í Afganistan hafa þeir tekið sig út fyrir sviga með afstöðu sinni. Draumórar um engin landamæri Meðal þeirra sem stóðu fyrir mótmælum gegn brottvísunum síðustu helgi voru samtök sem kallast No Borders. Meðlimir samtakanna láta sig dreyma um að stöðugt flæði fólks milli heimshluta muni að lokum útrýma átökum sem byggja á menningarlegum mismun. En væntingar þeirra eru óraunhæfar. Sumar gjár er ekki hægt að brúa. Ólíkir hagsmunir menningarheima gera það að verkum að ákveðin höft á flutningi fólks milli heimshluta munu alltaf vera nauðsynleg. Það ber auk þess að hafa í huga að í draumaveröld No Borders væri meðlimum Bandidos og annarra glæpasamtaka heimilt að flakka til og frá Íslandi að vild. Það er ekki þar með sagt að það þurfi að skella öllu í lás. En það er ekki heldur hægt að skilja dyrnar eftir galopnar. Yfirvöld þurfa að finna meðalveg þar sem þeim sem hafna lögum og reglum landsins er haldið í burtu, hvort sem um er að ræða yfirlýsta íslamista eða liðsmenn Bandidos-samtakanna. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun