Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði Árni Guðmundsson skrifar 7. júní 2025 09:00 Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skóla- og menntamál Árni Guðmundsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það var leitt að heyra af leiftursnöggum skipulagsbreytingum í æskulýðsmálum á Akureyri. Aðferðafræðin söm og í Hafnarfirði þegar heill málaflokkur var umræðulaust lagður niður og tekið upp fyrirkomulag sem að mestu var aflagt um og eftir 1980 og kallaðist félagsstarf í skólum. Báðar þessar breytingar eiga það sannmerkt að þær voru ekki gerðar í neinu samtali eða samráði við fag eða fræðavettvanginn og hvað þá við börnin og ungmennin. Atburðarrásin minnir einna helst á harðsvíraðar sviptingar og átök sem stundum eiga sér stað í viðskiptalífinu og eru ekki til eftirbreytni. Það sem gerir þessa breytingu á Akureyri sérstaka er að það er löngu vitað og liggur í hlutarins eðli að hlutverk næsta bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði verður að fagvæða þessa mikilvægu starfsemi og hefja til vegs að nýju. Í þeim gögnum, um þessar skipulagsbreytingar, sem ég hef séð eru engar fag- eða fræðilegar forsendur fyrir þessu, en þar má finna grundvallar skilningsleysi á mikilvægri starfsemi félagsmiðstöðva. Málaflokkurinn og foræði hans er með þessum breytingum í raun og í verki komin á hendi faghóps sem hefur takmarkaða þekkingu á starfinu. Hvaða sérþekkingu hafa skólastjórar á sviði tómstunda- og félagsmálafræða? Í kennaranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ekkert námskeið í tómstunda- og félagsmálafræðum. Starfslýsingar í þessu skipulagi eru í takt við ofur skólaliða, liðléttinga, í því sem flokka má sem hefðbundið skólastarf s.s. viðveru í frímínútum, aðstoð við hópa o.fl í þessum dúr og nánast allt á forsendum skólans. Velta má fyrir sér hvort skólinn eigi marka alla tilveru barna og ungmenna. Eiga Akureyrisk ungmenni sem af einhverjum ástæðum tekst ekki að aðalaga sig agavaldi skólans að gjalda þess í frítíma sínum? Er ekki bara tilvalið að skólastjórar sinni alfarið því sem þeir eru bestir í, sem að öllu jöfnu er að reka skóla? Hafa skólastjórnendur ekki nú þegar nóg á sínum herðum. Verkefnið er annað og felst í því að skapa forsendur til þess reka félagsmiðstöðvar. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til félagsmiðstöðva hafa undanfarin ár verið af skornum skammti, málflokkurinn verið undir fjármagnaður. Í því liggur vandinn. Ef það þykir nauðsynlegt að breyta skipulagi þá er gott að leita að uppbyggilegri fyrirmynd en skipan Hafnfirskra æskulýðsmála. Í þessum efnum má benda á skipulag Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og ekki síst á vandaða starfsskrá SFS sem er leiðarljósi í góðu félagsmiðstöðvastarfi og sjá má hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/starfsskra_fristundamidst_2015-lores.pdf Það er vissulega margt annað sem mætti tína til en verður ekki gert í stuttu greinarkorni eins og þessu. Kjarni málsins er sá að það er verulegt rými til raunverulegra framfara. Ég skora á bæjaryfirvöld að vinda ofan af þessu og endurskoða þessa ákvörðun í því ljósi. Fagmennska, fræðileg þekking, samráð, samvinna, þarfir og vilji barna og ungmenna eru grundvallaratriði. Í því felst raunverulega verðmætasköpun. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun