Þéttur eða þríklofinn Sjálfstæðisflokkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2025 16:00 Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Umræða og atkvæðagreiðsla um húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar var í borgarstjórn Reykjavíkur í vikunni. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kaus gegn henni. Þau eru á móti húsnæðisuppbyggingu, á móti borgarlínu, á móti þéttingu byggðar og vilja ekki að samfélagið greiði niður húsnæði fyrir þau sem þess þurfa. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni er eins og veðrið – óútreiknanlegur, stendur stundum þétt saman en svo koma tímar þar sem hann er sundurtættur og þríklofinn. Einn daginn er hann fylgjandi uppbyggingu en svo koma tímar þar sem hann situr hjá og talar jafnvel gegn henni. Sá armur sem virðist vera hlynntur þéttingu byggðar fór í uppbyggingu á þéttingarreit við Valhöll, þar sem höfuðstöðvar flokksins eru. Þar mátti byggja fyrir fólk. Á Valhallarreitnum eru byggðar tugir íbúða í fjölbýlishúsum, skrifstofuhúsnæði og bílakjallari. Samtals seldi Sjálfstæðisflokkurinn þéttingareiti þar fyrir 564 milljónir króna á tveimur árum. Til viðbótar er fasteignamat fasteigna og lóða í eigu flokksins rúmlega milljarður króna. Fyrir vikið er Sjálfstæðisflokkurinn miklu ríkari en allir aðrir flokkar á Íslandi. Vegna þéttingar á byggð. Það má hins vegar ekki byggja annars staðar í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn talar gegn þéttingu í Grafarvogi, vinnur gegn þéttingu í Breiðholti og situr hjá við uppbyggingu í Skerjafirði. Þar má ekki byggja fyrir fólk. Sjálfstæðisflokkurinn á móti húsnæðisuppbyggingu Sjálfstæðisflokknum virðist ekki vera annt um mannlífið í borginni, vilja ekki sporna gegn einmanaleika með fjölbreyttum búsetuformum, virðast hafna því að maður er manns gaman, fólk laðist að öðru fólki – að blómleg borgarbyggð eykur bæði lífsgæði, fjárfestingu og atvinnustarfsemi. Fulltrúar flokksins átta sig ekki á fjárhagslegum ávinningi af þéttingu byggðar fyrir borgarsjóð, bara kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er á móti því að nýta sem best sameiginlega innviði og afneitar því að nýfjárfestingar takmarki möguleika á annarri fjárfestingu á meðan þeir básúna í öllum fjölmiðlum um hversu slæm fjárhagsstaða borgarsjóðs er, að borgin sé á barmi gjaldþrots. Þau notast við orðið ofurþétting, orð sem flokksfélagar þeirra eru farnir að nota víðar, ekki bara í borginni heldur á þingi og fjölmiðlum í neikvæðum tilgangi. Sjálfstæðisflokkurinn á móti betri loftgæðum og vistvænum ferðamátum? Svo virðist vera að kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokks, bæði í sveit og á þingi, virðist vera slétt sama um loftgæði borgarbúa. Þeir virðast ekki vilja tryggja sömu gæði til næstu kynslóða. Það er grátlegt að horfa um þríklofinn borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til Borgarlínu og hágæða almenningssamgangna með hliðsjón af uppbyggingu í borginni. Hluti er á móti Borgarlínu, hluti sat sjá og hluti var hlynntur henni. Hluti kjörinna fulltrúa innan Sjálfstæðisflokksins afneitar hreinlega þeirra staðreynd að Reykvíkingum muni halda áfram að fjölga. Það mun samt sem áður gerast. Fleira fólk þýðir fleiri bílar. Spár gera ráð fyrir að bílunum muni fjölga um 70 á viku, 3.640 á ári eða 14.560 á einu kjörtímabili. Hvernig sér Sjálfstæðisflokkurinn sér fyrir sér að leysa úr vanda tengdum þessari auknu umferð, húsnæðisskorti og loftgæðum, því svarar hann ekki. Dapurleg framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins á Reykjavík Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjavík er dapurleg. Hvernig er hægt að vera á móti uppbyggingu húsnæðis í þágu fjölbreyttra hópa, hópa sem mörg eru í brýnni húsnæðisþörf, á móti þéttingu byggðar, á móti Borgarlínu, á móti hreinu lofti, á móti betri nýtingu samfélagslegra innviða, á móti betri ráðstöfun borgarsjóðs? Fyrir hvað stendur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun