Hrottalegu ofbeldi lýst í ákæru á hendur Stefáni, Lúkasi og Matthíasi Árni Sæberg skrifar 4. júní 2025 16:06 Mennirnir voru upphaflega leiddir fyrir dómara og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í mars. Vísir/Anton Brink Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson hafa verið ákærðir fyrir manndráp í Gufunessmálinu svokallaða. Í ákærunni er hrottalegu ofbeldi mannanna í garð karlmanns á sjötugsaldri lýst. Þeir hafi til að mynda brotið fimm tennur í manninum eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans. Mennirnir þrír eru einnig ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Auk þeirra eru karlmaður og kona ákærð í málinu fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Hvorugt þeirra hefur náð tvítugsaldri. Í ákærunni, sem Ríkisútvarpið og DV hafa undir höndum, segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Beittu áhaldi í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi Þá segir að mennirnir hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að reikningum Hjörleifs. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Hjörleifur hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi Hjörleifs inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Skilinn eftir helsærður og bjargarlaus Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi hafi hópurinn skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann var fluttur á spítala en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Áralangur brotaferill og tengsl við Bankastrætis club-málið Stefán Blackburn, 34 ára, hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Lúkas Geir, sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Matthías Björn, sem er aðeins nítján ára, hefur ekki hlotið refsidóm, eftir því sem Vísir kemst næst. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24 Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Mennirnir þrír eru einnig ákærðir fyrir frelsissviptingu, rán og fjárkúgun. Auk þeirra eru karlmaður og kona ákærð í málinu fyrir peningaþvætti og hlutdeild í frelsissviptingu og ráni. Hvorugt þeirra hefur náð tvítugsaldri. Í ákærunni, sem Ríkisútvarpið og DV hafa undir höndum, segir að Stefán og Lúkas Geir hafi, með aðstoð konunnar, narrað Hjörleif Hauk Guðmundsson, 65 ára, af heimili hans í Þorlákshöfn og ekið honum að Hellisheiðarvirkjun. Á leiðinni hafi þeir beitt hann margvíslegu ofbeldi. Þeir hafi til að mynda brotið í honum fimm tennur, sett poka yfir höfuð hans og reynt að fá út úr honum aðgangsorð að bankareikningum hans. Beittu áhaldi í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi Þá segir að mennirnir hafi beðið Matthías Björn að hitta þá í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi. Þar hafi þeir beitt manninn frekara ofbeldi, með hnefahöggum, spörkum og ótilgreindu áhaldi. Þeir hafi áfram reynt að fá aðgang að reikningum Hjörleifs. Því næst hafi hópurinn farið með Hjörleif að leiksvæði í Gufunesi, þar sem ofbeldið hélt áfram. Hjörleifur hafi meðal annars verið dreginn eftir göngustíg. Þar hafi þeim tekist ætlunarverk sitt og millifært þrjár milljónir króna af reikningi Hjörleifs inn á reikning fjórða mannsins, sem ákærður er fyrir peningaþvætti. Sá var ekki á svæðinu en millifærði peningana um hæl inn á reikning Matthíasar Björns. Skilinn eftir helsærður og bjargarlaus Eftir að hafa náð fjármunum af Hjörleifi hafi hópurinn skilið hann eftir í Gufunesi helsærðan og bjargarlausan. Þá var klukkan að nálgast þrjú að morgni. Þar gengu vegfarendur fram á Hjörleif um klukkan 07, þar sem hann lá illa leikinn. Hann var fluttur á spítala en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Áralangur brotaferill og tengsl við Bankastrætis club-málið Stefán Blackburn, 34 ára, hefur hlotið nokkra dóma fyrir ofbeldisbrot en þar vakti mesta athygli Stokkseyrarmálið svokallaða. Þar var hann dæmdur í sex ára fangelsi en málið snerist um frelsissviptingu og líkamlegt ofbeldi gagnvart karlmanni sem numinn var á brott. Lúkas Geir, sem er 21 árs, hefur hlotið sex mánaða dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem hann framdi aðeins átján ára. Tekið var tillit til ungs aldurs hans við ákvörðun refsingar. Þá var Lúkas Geir á meðal brotaþola í Bankastræti Club málinu svokallaða þar sem hópur grímuklæddra karlmanna réðst inn á samnefndan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur með hnífa á lofti. Hann lýsti atvikinu í viðtali við FM957. Matthías Björn, sem er aðeins nítján ára, hefur ekki hlotið refsidóm, eftir því sem Vísir kemst næst.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Ölfus Tengdar fréttir Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24 Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Þurfa að gefa út ákæru á morgun ef gæsluvarðhaldið á að vera lengra Héraðssaksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald á hendur þremur sakborningum í máli sem hefur bæði verið kennt við Þorlákshöfn og Gufunes í Reykjavík, en þar er andlát karlmanns á sjötugsaldri til rannsóknar. 3. júní 2025 11:24
Rannsókn lokið í manndrápsmáli Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er lokið. Málið er komið á borð héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 30. maí 2025 20:41