Orðsins fyllsta merking Eiríkur Kristjánsson skrifar 4. júní 2025 11:01 Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Til er sérstök rökvilla sem á ensku kallast „etymological fallacy“. Í henni felst að eldri eða upprunalegri merkingu orðs er gefið meira vægi í rökræðu en hún á skilið. Orðsifjar geta verið áhugaverðar en þeim ætti að taka með fyrirvara. Ef orð eins og „toxic“ eða „explosion“ eru notuð í nútímanum skiptir litlu máli að „hin sanna“ merking þeirra tengist bogum og lófataki – við vitum alveg hvað verið er að meina. Að þessu sögðu ætla ég samt að leyfa mér að falla í þessa gryfju, þó ekki sé nema til þess að komast í smá skjól frá júníblíðunni. Á dögunum voru stúdentar að útskrifast úr menntaskólum landsins og það gefur okkur færi á að tína til þrjú gömul orð, hvert úr sínu fornmálinu, og virða þau aðeins fyrir okkur. Fyrst ber að nefna „stúdent“, sem er lýsingarháttur (eins og nem-andi) af latnesku sögninni „studere“. Í latínu merkir þessi sögn að leggja stund á eitthvað, oftar en ekki af elju og áhuga. Þegar sagnaritarinn Tacitus segist ætla að gæta hlutleysis í frásögn sinni af fyrstu keisurunum, notar hann orðalagið „sine ira et studio“, þ.e. „án heiftar og ástríðu“. Stúdentar helga sig semsagt vinnu sinni „af ákafa“. (Ef orðið er rakið lengra aftur, fara að koma í ljós möguleg tengsl við íslenskt staut og indó-evrópskan barning, en við látum það liggja milli hluta.) Þá er það menntunin næst. Ef við lítum augnablik framhjá kynjapólitík nútímans, þá merkti menntun einhvern tíma í forneskjunni það að búa til manneskjur; að koma börnum til manns. Rétt eins og vinnan sem fer fram í líkamsræktarstöðvum landsins snýst ekki um tilfærslu á þungum hlutum, þá snýst menntaskólanám ekki um að Ísland eignist sem flestar rökfærsluritgerðir. Afurðin á að vera fólk sem skilur röksemdafærslur og hefur áhuga á að beita þeim. Menntaskólanemendur eru áhugavert fólk og það er gaman að vita hvað þeim finnst um lífið og tilveruna. Ein besta leiðin til að komast að því hvað manni finnst er að reyna að koma því á blað og leyfa öðrum að njóta þess. Að lokum er það skólinn sjálfur. Skóli er gamalt grískt (kvenkyns)orð sem fékk snemma nútímamerkingu sína. Uppruninn var þó sennilega eitthvað í ætt við „næði“ (og er reyndar fjarskyldur ættingi íslenska „sigursins“). Hugsunin hefur væntanlega verið sú að skóli sé frí frá líkamlegu og andlegu striti, þar sem nemendum gefst færi á að hugsa hugsanir til enda án truflunar. Ég valdi þessi þrjú orð af því að þau stóðu svo vel til höggsins eins og Þorgeir Hávarson orðaði það í denn. En „val“ á sér einmitt samheiti í eldra máli og gat þar heitið „lestur“. Stofninn er gamall, þótt laufið sé annað en forðum. En ljúkum þessu nú með einum orðsifjum enn, sem lesendur mega tengja að vild við ofanritað: Chat-bot er tvö sundurtætt orð, teipuð saman á sárinu. „Chat“ er styttri útgáfa af „chatter“, sem merkir innihaldslaust hjal eða dýrahljóð. „Bot“ er afturendinn af „robot“, sem Karel Capek bjó til á sínum tíma úr sama efniviði og „Arbeit“, „orphan og „erfiði“. Höfundur er menntaskólakennari.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun