Þegar undirskrift skiptir máli – um gervigreind, vottun og verðmæti mannlegra athafna Henning Arnór Úlfarsson skrifar 5. júní 2025 08:02 Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Ég sit við skrifborðið mitt og skrifa undir nokkur hundruð útskriftarskírteini. Hvert og eitt þeirra er í tvíriti – eitt er íslenska útgáfan og hitt sú enska. Þegar ég hef lokið við undirskriftirnar tek ég bunkann með mér til rektors Háskólans í Reykjavík, sem skrifar einnig undir hvert og eitt skírteini. Þessi hefðbundna athöfn, sem virðist á yfirborðinu bæði tímafrek og auðveldlega sjálfvirknivædd, ber með sér ákveðinn boðskap: það felst virðing í því að manneskja framkvæmi hana. Auðvitað væri tæknilega auðvelt að skipta þessu ferli út fyrir stimpil eða jafnvel prentaða undirskrift. En með því að fólk riti nafnið sitt með penna á skírteinin gefum við þeim dýpri merkingu. Við segjum við útskriftarnemana: Við sjáum ykkur, við metum ykkur, og við vottum árangur ykkar með undirskriftinni. Þessi athöfn er lýsandi dæmi um stærra samfélagslegt samtal sem nú á sér stað um notkun gervigreindar. Já, margt má gera með vélum – og það á líka við í störfum okkar tölvunarfræðinga. Gervigreind getur leyst ákveðin verkefni, hvort sem það er greining gagna, gerð efnis, eða jafnvel forritun. En sum verkefni fá einfaldlega meira vægi þegar þau eru unnin af manneskju. Þetta á ekki bara við um undirskriftir heldur líka um forrit sem eru vel hönnuð, með mannlega innsýn, skýrleika og ábyrgð að leiðarljósi. Framundan verður sífellt mikilvægara að geta vottað hver gerði hvað – hvort sem það er listaverk, fræðigrein, eða hugbúnaður. Hvernig vitum við hvort eitthvað var skrifað af manneskju eða gervigreind? Hver ber ábyrgð á hverju? Þar koma dulmálsfræði og bálkakeðjur (e. cryptography and blockchains) inn í myndina – tæknin sem gerir okkur kleift að rekja uppruna verks, festa í sessi hver bjó það til, og tryggja að það sem við leggjum mat á sé raunverulega það sem það segist vera. Tölvunarfræðin er fagið sem sameinar allt þetta: hvernig við hönnum gervigreind, hvenær við ættum – og ættum ekki – að nota hana, hvernig við vottum og verndum verk, og hvernig við tryggjum að tæknin þjóni fólki en ekki öfugt. Ef þig langar að vera hluti af því að móta þessa framtíð, þá er tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík rétti staðurinn fyrir þig. Við bjóðum ekki bara upp á tæknilega færni – heldur líka álit, innsýn og ábyrgð. Taktu þátt í að stýra byltingu atvinnulífs og samfélagsins með okkur! Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun