Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 10:41 Skor er einn vinsælasti píluveitingastöðum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði. „Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“ Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
„Við vorum búin að velta þessu fyrir okkur lengi og verið í viðræðum við húseiganda,“ segir Bragi Ægisson, eigandi Skor, í samtali við fréttastofu. Gígantísk áhrif á reksturinn Vandræði tengd opnunartíma staðarins rekja sig aftur til ársins 2021, en í síðasta mánuði staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála synjun heilbrigðiseftirlitsins á beiðni um lengri opnunartíma. Heilbrigðiseftirlitið taldi aðstæður vegna hávaða heilsuspillandi og telur því ekki ásættanlegt að hafa opnunartímann lengri, en lúxusíbúðaeigendur í nágreninu höfðu ítrekað kvartað undan hávaða frá staðnum. Sótt var um leyfi til að hafa opið til klukkan 23 alla virka daga og til klukkan eitt um helgar. Nú er heimilt að hafa opið til klukkan 22 á virkum dögum og til klukkan 23 alla föstudaga, laugardaga og aðfaranætur frídaga. Bragi Ægisson eigandi staðarins segir rekstraraðila lengi hafa velt flutningum fyrir sér. Hinir styttri opnunartímar hafi haft „gígantísk“ áhrif á reksturinn. „Þetta er orðið ansi þreytt. Það er ekki hægt að reka stað, sama hversu vinsæll hann er, í þessu umhverfi þegar þú þarft að reka fólk út klukkan tíu,“ segir Bragi. Ekkert gefið „Við hlökkum til að opna dyrnar að þessu nýja rými sem verður eitt fullkomnasta íþróttamannvirki miðborgarinnar - með sjálf teljandi pílukasti fyrir alla, svalandi veitingum og hágæða aðstöðu til söngs fyrir einkasamkvæmi,“ segir í fréttatilkynningu sem Skor sendi frá sér fyrr í dag. Bragi segist einnig hafa þurft að loka karaoke-herberginu á staðnum og það hafi reynst mikil kvöð. Hann vonast til að geta opnað í nýju húsnæði á þessu ári. Búið sé að senda inn leyfisumsókn sem gerir ráð fyrir lengri opnunartíma til heilbrigðiseftirlitsins. Bragi segir engar íbúðir í næsta nágrenni við nýja húsnæðið, og er því vongóður um að fá leyfi fyrir opnunartíma til eitt um helgar og ellefu á virkum dögum. „Reynslan hefur þó kennt okkur að það er ekkert gefið í þeim efnum.“
Veitingastaðir Áfengi Pílukast Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Íbúar lúxusíbúða síður en svo sáttir við djammrekstur á jarðhæðinni Íbúar í lúxusíbúðunum að Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgötu 2 og 4) hafa kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að veita fyrirtækinu Rollsinum ehf. starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor, sem starfræktur er á neðstu hæð hússins. 21. nóvember 2022 12:29