Ekki mínir hagsmunir Berglind Hlín Baldursdóttir skrifar 4. júní 2025 09:30 Ég er bóndi og framleiði bæði kjöt og mjólk. Búið okkar hjóna framleiðir um það bil 18 tonn af kjöti árlega sem við höfum lagt inn hjá Kjarnafæði á Blönduósi og áður lögðum við inn hjá SAH- afurðum. Fengum þar góða þjónustu og áttum góð samskipti við. Nú eftir dóm hæstaréttar í síðustu viku, sem voru vonbrigði fyrir mig, veit ég ekki hvar ég á að koma mínum afurðum í verð og ég er þess líka fullviss að það eru fleiri í minni stöðu. Bændaforystan talar að mínu mati ansi fjálglega um að sameining afurðastöðva sé nauðsynleg fyrir framtíð íslensks landbúnaðar og þar séu hagsmunir bænda hafðir að leiðarljósi. Að mikill meirihluti bænda vilji þetta og að þessi lög muni tryggja framtíð íslensks landbúnaðar. Hafa bændur verið spurðir? Hvar er sú rannsókn eða könnun? Ég hef ekki verið spurð. Í forundran hef ég horft og hlustað á orðræðu forystumanna bænda, sem eiga að gæta okkar hagsmuna. Halda því blákalt fram að þessar lagabreytingar sem ég kalla laga afhroð og afturhvarf til fortíðar muni styðja við íslenskan landbúnað. Mér er spurn hvernig? Nú er eina vonin sú að ríkisstjórninni takist að breyta lögunum aftur á þessu þingi. Í síðasta bændablaði kom fram að breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu frá fyrstu umræðu hafi verið gerðar vegna þess að krafan um að afurðastöðvarnar væru í meirihlutaeigu bænda gekk ekki upp. Því að afar fáar þeirra uppfylltu þau skilyrði. Nákvæmlega þarna liggur hundurinn grafinn. Ef ekki verður gripið í taumana strax og settar eðlilega samkeppniskvaðir á afurðastöðvar munu þær pressa verð á afurðum okkar eins neðarlega og hægt er og neyða okkur til viðskipta við sig eða hætta búskap. Við skulum ekki gleyma því að afurðastöðvarnar eru í eigu félaga sem eiga hluti í fyrirtækjum sem eru að flytja inn kjötafurðir beint eða óbeint og eru því í samkeppni við okkur. Hvaða hagsmuni haldið þið að þessi fyrirtæki munu verja? Okkar bænda eða sinn hagnað? Ég velti því fyrir mér hvort engin sjái að keisarinn sé nakinn eða að engin þori að benda á það. Stóraukin samþjöppun afurðastöðva mun að mínu mati færa afurðarstöðvunum óskorðað vald til að ákveða verð á afurðum okkar bænda og neytenda. Þær geta ákveðið hvaðan þeir fá afurðirnar og hverjir verða þess umkomnir að fá að leggja inn afurðir hjá þeim. Í stað þess að vinna með bændum og fyrir bændur geta þeir unnið fyrir sína eigendur og lagt sig fram við að skila eins miklum hagnaði í vasa eigenda sinna eins og þeim listir. Nú hefur verið sagt að afurðastöðvarnar séu í eigu bænda en er það svo? Ég á allavega ekkert í afurðastöð svo ég viti til. Þegar afurðastöðvar sameinast og verða svo stórar að enginn raunverulegur valkostur er til staðar, er ekki lengur hægt að tala um frjálsa samkeppni. Það sem áður var samstarf, mun aftur verða einokun og einræði sem ég taldi að tilheyrði fortíðinni. Þegar umræður um lögin stóðu sem hæst var bent á að svona undanþágur væru líka í Noregi og að Evrópusambandið væri með sambærilega löggjöf. En engin sagði nákvæmlega eða kynnti sér í hverju þessar undanþágur frá samkeppnislögum annar staðar snúast um.Í Noregi eru einnig í gildi undanþágur í landbúnaði, en þar eru þær skilyrtar og hluti af árlegu pólitísku samráði milli ríkis og bænda. Þar er megináherslan á að tryggja samningsstöðu bænda gagnvart afurðastöðvum og koma í veg fyrir of mikla samþjöppun. Þar er einnig haldið úti virkri neytendavernd og eftirliti. Það sem skiptir máli er að í Noregi eru undanþágurnar með takmörkunum, þær eru gagnsæjar og með skýrt aðhald á afurðastöðvar. Bændur njóta raunverulegs valds innan framleiðslu keðjunnar. Í ESB eru undanþágur frá samkeppnislögum leyfðar undir ströngum skilyrðum. Þær eru tímabundnar, sértækar og má aðeins nota þegar markaðsbrestur á sér stað – t.d. vegna náttúruváa eða styrjalda. Þá má samræma verð eða framleiðslu aðeins ef það kemur bæði bændum og neytendum til góða. Bændur í ESB njóta samningsfrelsis, gegnsæis og hafa aðgang að sameiginlegum mörkuðum. Afurðastöðvar mega ekki takmarka hreyfanleika bænda eða útiloka þá frá að selja til annarra aðila. Samkeppni og valfrelsi eru vernduð réttindi. Ef þessar breytingar fá fram að ganga hér verður afurðastöðvum heimilað að samræma verð, skilyrða markaðsaðgang og taka ákvarðanir sem áður voru á valdi bænda sjálfra. Þessar undanþágur frá samkeppnislögum eru of víðtækar og of óskýrt afmarkaðar. Þær tryggja ekki jafnvægi heldur gera stórum afurðastöðvum kleift að ákveða hvar bændur mega selja – og á hvaða kjörum. Það er undarleg staða sem upp er komin hjá bændum þessa daganna. Þegar Samkeppniseftirlitið hefur tekið að sér hagsmunagæslu þeirra í stað Bændasamtakanna og ítrekað bent á að þessi framkvæmd gangi gegn hagsmunum bænda, þar sem hún eyðileggur samningsstöðu þeirra og útilokar raunverulegt val okkar. Ég vil ráða því hvar ég legg inn mínar afurðir. Ég vil hafa val. Ég vil ekki þurfa að lúta vilja stórfyrirtækis sem hefur í engu mína hagsmuni að leiðarljósi nema sem hráefnisgjafa. Ég vil geta samið – ekki bara tekið því sem mér er sagt. Með samþjöppun og undanþágum frá samkeppnislögum er búið að taka af okkur samningsafstöðuna. Við erum ekki lengur aðilar að samningum – við erum þiggjendur. Ef þróunin heldur áfram eins og nú er, hver verður þá staða íslenskra bænda eftir tíu ár? Verðum við einfaldlega verktakar fyrir eina stóra afurðastöð sem ákveður verð, gæði og magn? Verður „samráð“ einungis innantómt orð í ársskýrslu? Ef markmið búvörulaga er að styrkja sjálfbæran og fjölbreyttan landbúnað, þá verða bændur sjálfir að hafa val, rödd og samningsstöðu. Ekki með tilskipunum frá skrifstofu afurðastöðvar – heldur í eigin nafni. Því segi ég við forystu bænda og Bændasamtökin : Nei, þetta eru ekki mínir hagsmunir. Höfundur er bóndi Miðhúsum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Evrópusambandið Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég er bóndi og framleiði bæði kjöt og mjólk. Búið okkar hjóna framleiðir um það bil 18 tonn af kjöti árlega sem við höfum lagt inn hjá Kjarnafæði á Blönduósi og áður lögðum við inn hjá SAH- afurðum. Fengum þar góða þjónustu og áttum góð samskipti við. Nú eftir dóm hæstaréttar í síðustu viku, sem voru vonbrigði fyrir mig, veit ég ekki hvar ég á að koma mínum afurðum í verð og ég er þess líka fullviss að það eru fleiri í minni stöðu. Bændaforystan talar að mínu mati ansi fjálglega um að sameining afurðastöðva sé nauðsynleg fyrir framtíð íslensks landbúnaðar og þar séu hagsmunir bænda hafðir að leiðarljósi. Að mikill meirihluti bænda vilji þetta og að þessi lög muni tryggja framtíð íslensks landbúnaðar. Hafa bændur verið spurðir? Hvar er sú rannsókn eða könnun? Ég hef ekki verið spurð. Í forundran hef ég horft og hlustað á orðræðu forystumanna bænda, sem eiga að gæta okkar hagsmuna. Halda því blákalt fram að þessar lagabreytingar sem ég kalla laga afhroð og afturhvarf til fortíðar muni styðja við íslenskan landbúnað. Mér er spurn hvernig? Nú er eina vonin sú að ríkisstjórninni takist að breyta lögunum aftur á þessu þingi. Í síðasta bændablaði kom fram að breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu frá fyrstu umræðu hafi verið gerðar vegna þess að krafan um að afurðastöðvarnar væru í meirihlutaeigu bænda gekk ekki upp. Því að afar fáar þeirra uppfylltu þau skilyrði. Nákvæmlega þarna liggur hundurinn grafinn. Ef ekki verður gripið í taumana strax og settar eðlilega samkeppniskvaðir á afurðastöðvar munu þær pressa verð á afurðum okkar eins neðarlega og hægt er og neyða okkur til viðskipta við sig eða hætta búskap. Við skulum ekki gleyma því að afurðastöðvarnar eru í eigu félaga sem eiga hluti í fyrirtækjum sem eru að flytja inn kjötafurðir beint eða óbeint og eru því í samkeppni við okkur. Hvaða hagsmuni haldið þið að þessi fyrirtæki munu verja? Okkar bænda eða sinn hagnað? Ég velti því fyrir mér hvort engin sjái að keisarinn sé nakinn eða að engin þori að benda á það. Stóraukin samþjöppun afurðastöðva mun að mínu mati færa afurðarstöðvunum óskorðað vald til að ákveða verð á afurðum okkar bænda og neytenda. Þær geta ákveðið hvaðan þeir fá afurðirnar og hverjir verða þess umkomnir að fá að leggja inn afurðir hjá þeim. Í stað þess að vinna með bændum og fyrir bændur geta þeir unnið fyrir sína eigendur og lagt sig fram við að skila eins miklum hagnaði í vasa eigenda sinna eins og þeim listir. Nú hefur verið sagt að afurðastöðvarnar séu í eigu bænda en er það svo? Ég á allavega ekkert í afurðastöð svo ég viti til. Þegar afurðastöðvar sameinast og verða svo stórar að enginn raunverulegur valkostur er til staðar, er ekki lengur hægt að tala um frjálsa samkeppni. Það sem áður var samstarf, mun aftur verða einokun og einræði sem ég taldi að tilheyrði fortíðinni. Þegar umræður um lögin stóðu sem hæst var bent á að svona undanþágur væru líka í Noregi og að Evrópusambandið væri með sambærilega löggjöf. En engin sagði nákvæmlega eða kynnti sér í hverju þessar undanþágur frá samkeppnislögum annar staðar snúast um.Í Noregi eru einnig í gildi undanþágur í landbúnaði, en þar eru þær skilyrtar og hluti af árlegu pólitísku samráði milli ríkis og bænda. Þar er megináherslan á að tryggja samningsstöðu bænda gagnvart afurðastöðvum og koma í veg fyrir of mikla samþjöppun. Þar er einnig haldið úti virkri neytendavernd og eftirliti. Það sem skiptir máli er að í Noregi eru undanþágurnar með takmörkunum, þær eru gagnsæjar og með skýrt aðhald á afurðastöðvar. Bændur njóta raunverulegs valds innan framleiðslu keðjunnar. Í ESB eru undanþágur frá samkeppnislögum leyfðar undir ströngum skilyrðum. Þær eru tímabundnar, sértækar og má aðeins nota þegar markaðsbrestur á sér stað – t.d. vegna náttúruváa eða styrjalda. Þá má samræma verð eða framleiðslu aðeins ef það kemur bæði bændum og neytendum til góða. Bændur í ESB njóta samningsfrelsis, gegnsæis og hafa aðgang að sameiginlegum mörkuðum. Afurðastöðvar mega ekki takmarka hreyfanleika bænda eða útiloka þá frá að selja til annarra aðila. Samkeppni og valfrelsi eru vernduð réttindi. Ef þessar breytingar fá fram að ganga hér verður afurðastöðvum heimilað að samræma verð, skilyrða markaðsaðgang og taka ákvarðanir sem áður voru á valdi bænda sjálfra. Þessar undanþágur frá samkeppnislögum eru of víðtækar og of óskýrt afmarkaðar. Þær tryggja ekki jafnvægi heldur gera stórum afurðastöðvum kleift að ákveða hvar bændur mega selja – og á hvaða kjörum. Það er undarleg staða sem upp er komin hjá bændum þessa daganna. Þegar Samkeppniseftirlitið hefur tekið að sér hagsmunagæslu þeirra í stað Bændasamtakanna og ítrekað bent á að þessi framkvæmd gangi gegn hagsmunum bænda, þar sem hún eyðileggur samningsstöðu þeirra og útilokar raunverulegt val okkar. Ég vil ráða því hvar ég legg inn mínar afurðir. Ég vil hafa val. Ég vil ekki þurfa að lúta vilja stórfyrirtækis sem hefur í engu mína hagsmuni að leiðarljósi nema sem hráefnisgjafa. Ég vil geta samið – ekki bara tekið því sem mér er sagt. Með samþjöppun og undanþágum frá samkeppnislögum er búið að taka af okkur samningsafstöðuna. Við erum ekki lengur aðilar að samningum – við erum þiggjendur. Ef þróunin heldur áfram eins og nú er, hver verður þá staða íslenskra bænda eftir tíu ár? Verðum við einfaldlega verktakar fyrir eina stóra afurðastöð sem ákveður verð, gæði og magn? Verður „samráð“ einungis innantómt orð í ársskýrslu? Ef markmið búvörulaga er að styrkja sjálfbæran og fjölbreyttan landbúnað, þá verða bændur sjálfir að hafa val, rödd og samningsstöðu. Ekki með tilskipunum frá skrifstofu afurðastöðvar – heldur í eigin nafni. Því segi ég við forystu bænda og Bændasamtökin : Nei, þetta eru ekki mínir hagsmunir. Höfundur er bóndi Miðhúsum.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun