Fjárfestavernd sem gengur of langt? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar 4. júní 2025 08:31 Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldvin Ingi Sigurðsson Fjármál heimilisins Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar 2023 varð skylda fyrir sjóði að gera lykilupplýsingaskjöl (e. Key information document, skammtafað KID) í samræmi við PRIIPS reglugerð Evrópusambandsins fyrir almenna fjárfesta. Þessi reglugerð á að auka vernd fyrir almenna fjárfesta og auðvelda þeim að bera saman mismunandi sjóði. Eftir breytinguna geta almennir fjárfestar t.d. ekki lengur fjárfest í kauphallarsjóðum (ETFs) skráðum í Bandaríkjunum sem margir nýttu sér t.d. í gegnum Saxo Bank. Samkvæmt KID þurfa sjóðir að sýna hver niðurstaðan yrði samkvæmt fjórum sviðsmyndum sem almennt eru byggðar á tölum úr fortíð. Slík framsetning er vandkvæðum bundin fyrir bandaríska sjóði vegna reglna þarlendis. Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð og því takmarkað gagn af þessum sviðsmyndum. Þessar kröfur í regluverkinu eru því miður vanhugsaðar. Krafan um íslensku Almennir fjárfestar geta fjárfest í kauphallarsjóðum sem birta KID skjal í samræmi við Evrópureglurnar og fylgja t.d. S&P500 vísitölunni. Mörg bandarísk sjóðastýringafyrirtæki eru með dótturfélög í Evrópu og falla undir Evrópureglurnar og geta þá sýnt þessar fjórar sviðsmyndir. Þau og evrópsku sjóðastýringafyrirtækin gera því mörg hver slíkt KID skjal fyrir almenna fjárfesta. Hins vegar kveða reglurnar á um að KID skjalið skuli vera á því tungumáli sem viðurkennt er í hverju landi fyrir sig. Erlendir kauphallarsjóðir hafa ekki gefið út KID skjöl á íslensku og því eru þeir nú lokaðir almennum fjárfestum á Íslandi. Ísland hefur ekki viðurkennt ensku sem tungumál í þessu samhengi en heimild er fyrir slíku í regluverkinu og hafa einhver lönd í Evrópu nýtt sér það. Flestir Íslendingar eru fullfærir um að skilja ensku nægilega vel til að geta kynnt sér upplýsingaefni um sjóði með fullnægjandi hætti á því tungumáli. Aðgengi að þessum sjóðum yrði hagfellt fyrir almenna fjárfesta og með því að viðurkenna ensku gætu stjórnvöld aukið aðgengi að þeim fyrir almenna fjárfesta á Íslandi. Til að setja hlutina í samhengi má geta þess að Alvotech birtir t.d. ekki ársreikning á íslensku en almennir fjárfestar mega kaupa hlutabréf í því fyrirtæki en geta í nafni verndar ekki keypt í S&P500 kauphallarsjóði sem er dreifður á um 500 fyrirtæki. Það að vernda almenna fjárfesta er í sjálfu sér rökrétt en útfærslan og afleiðingarnar af því skipta máli. Almennir fjárfestar geta óskað eftir því að flokkun þeirra sé breytt í fagfjárfesti ef þeir uppfylla ákveðin skilyrði en við það missa almennir fjárfestar ákveðna vernd. Þá gætu þeir fjárfest í Kauphallarsjóðum sem birta ekki KID en vegna skilyrða sem þarf að uppfylla er þessi leið torfær fyrir marga almenna fjárfesta. Höfundur er fjármálaráðgjafi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun